„Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 15:23 Íris Svava segir líkamlegar breytingar á meðgöngu hafa haft áhrif á andlega liðan hennar. „Á sjálfsástarferðalagi mínu hafði ég lært að elska og samþykkja líkama minn en eftir meðgönguna þekkti ég mig varla þegar ég leit í spegil. Meðgangan tók sinn toll á líkamann minn,“ skrifar Íris Svava Pálmadóttir, þroskaþjálfi og talskona jákvæðrar líkamsímyndar, í einlægri færslu á Instagram-síðu sinni. Íris Svava eignaðist sitt fyrsta barn, Sóldísi Hönnu, þann 3. maí í fyrra. Í færslunni lýsir hún því hvernig líkamlegar breytingar á meðgöngunni höfðu áhrif á hana andlega. „Maginn á mér orðinn allt öðruvísi, slit búin að bætast í safnið og ég er búin að missa mikinn vöðvmassa. En núna, nákvæmlega núna þarf ég á allri sjálfsástinni að halda. Gömul hugsanamynstur hafa hægt og rólega verið að reyna að brjótast upp á yfirborðið en ég ætla ekki að leyfa því að gerast,“ skrifar Íris Svava. Hún segir að líkaminn sé enn að jafna sig og safna styrk níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar. „En ég elska hann meira en nokkru sinni fyrr—fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Það er engin fyrri útgáfa af mér sem ég þarf að „komast aftur í.“ Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu og ég ætla að kynnast þessari útgáfu af sjálfri mér enn betur, sýna mér mildi og elska mig nákvæmlega eins og ég er. Fyrir mig. Fyrir dóttur mína.“ Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava) Hætti að fylgja óskrifuðum reglum samfélagsins Í viðtali við Íris Svövu í Tískutali árið 2023 sagði hún frá því hvernig hún hélt lengi vel að hún þyrfti að fela líkamann sinn með klæðaburði en með aldrinum varð hún óhræddari við fara eigin leiðir og klæðast því sem hún vildi. „Ég keypti föt sem áttu að minnka mig, þá mjög víðar og dökkar flíkur. Samfélagið er með óskrifaðar reglur um hvernig ákveðnar líkamsgerðir eigi að klæða sig og ég vil sýna fram á að það þarf alls ekki að fylgja þessum óskrifuðum reglum.“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil. Ég varð óhrædd við að sýna líkama minn og fór að klæðast uppháum buxum, magabolum, þröngum og litríkum fötum. Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera, ég fór að taka pláss í fyrsta skipti en ekki að fela mig á bak við fötin,“ sagði Íris. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava) Barnalán Tímamót Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Íris Svava eignaðist sitt fyrsta barn, Sóldísi Hönnu, þann 3. maí í fyrra. Í færslunni lýsir hún því hvernig líkamlegar breytingar á meðgöngunni höfðu áhrif á hana andlega. „Maginn á mér orðinn allt öðruvísi, slit búin að bætast í safnið og ég er búin að missa mikinn vöðvmassa. En núna, nákvæmlega núna þarf ég á allri sjálfsástinni að halda. Gömul hugsanamynstur hafa hægt og rólega verið að reyna að brjótast upp á yfirborðið en ég ætla ekki að leyfa því að gerast,“ skrifar Íris Svava. Hún segir að líkaminn sé enn að jafna sig og safna styrk níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar. „En ég elska hann meira en nokkru sinni fyrr—fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Það er engin fyrri útgáfa af mér sem ég þarf að „komast aftur í.“ Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu og ég ætla að kynnast þessari útgáfu af sjálfri mér enn betur, sýna mér mildi og elska mig nákvæmlega eins og ég er. Fyrir mig. Fyrir dóttur mína.“ Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava) Hætti að fylgja óskrifuðum reglum samfélagsins Í viðtali við Íris Svövu í Tískutali árið 2023 sagði hún frá því hvernig hún hélt lengi vel að hún þyrfti að fela líkamann sinn með klæðaburði en með aldrinum varð hún óhræddari við fara eigin leiðir og klæðast því sem hún vildi. „Ég keypti föt sem áttu að minnka mig, þá mjög víðar og dökkar flíkur. Samfélagið er með óskrifaðar reglur um hvernig ákveðnar líkamsgerðir eigi að klæða sig og ég vil sýna fram á að það þarf alls ekki að fylgja þessum óskrifuðum reglum.“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil. Ég varð óhrædd við að sýna líkama minn og fór að klæðast uppháum buxum, magabolum, þröngum og litríkum fötum. Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera, ég fór að taka pláss í fyrsta skipti en ekki að fela mig á bak við fötin,“ sagði Íris. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava)
Barnalán Tímamót Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira