Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 23:57 Baldwin-hjónin hafa opnað sig um erfiðleika fjölskyldunnar og geðheilbrigði Alecs eftir að hann varð kvikmyndagerðarkonu óvart að bana árið 2021. Getty Alec Baldwin greindist með áfallastreituröskun eftir að hafa óvart orðið kvikmyndagerðarkonunni Halynu Hutchins að bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi en málinu var vísað frá. Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, opnuðu sig um áhrif slyssins og réttarhaldanna á fjölskyldu þeirra í sýnishorni úr nýju raunveruleikaþáttunum The Baldwins sem hefja göngu sína á TLC þann 23. febrúar. „Síðasta ár var alveg hræðilegt. Á tímabili lá ég í rúminu og sagði, ,Vá, krakkar. Ég get ekki farið á fætur.' Það er ekkert líkt mér. Ég er alls ekki þannig, ekki á neinn hátt, aldrei,“ sagði hann í sýnishorninu sem People fjallar um. Þá sagði Hilaria að það væri öllum ljóst hvernig geðheilsu leikarans hefði hrakað eftir slysið. Ekki nóg með að áráttu- og þráhyggjuröskun (e. OCD) hans hafi versnað til muna heldur greindist einnig með áfallastreituröskun að hennar sögn. Á hans myrkustu stundum hafi hann sagt: „Af hverju er ég enn hérna ef að slys þurfti að eiga sér stað þennan dag? Af hverju gat það ekki verið ég?“Þá hafi hann einnig sagt: „Ég er glaðari þegar ég sef en þegar ég vaki.“ Hélt ætíð fram sakleysi sínu Slysið átti sér stað þann 27. október 2021 þegar skot hljóp úr leikmunabyssu sem Baldwin hélt á og hæfði Halynu Hutchins. Hún lést af sárum sínum. Baldwin hélt alla tíð fram sakleysi sínu, sagðist hvorki hafa tekið í gikkinn né vitað af því að byssan væri hlaðin alvöru byssukúlum en ekki púðurskotum. Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi en málinu var vísað frá dómi þegar dómari í Nýju-Mexíkó komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed, sem átti að sinna eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, var hins vegar dæmd fyrir manndráp af gáleysi og hlaut átján mánaða fangelsisdóm. Hún hafði hlaðið byssuna og ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotum. Þá var hún einnig timbruð daginn sem slysið átti sér stað. Hollywood Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, opnuðu sig um áhrif slyssins og réttarhaldanna á fjölskyldu þeirra í sýnishorni úr nýju raunveruleikaþáttunum The Baldwins sem hefja göngu sína á TLC þann 23. febrúar. „Síðasta ár var alveg hræðilegt. Á tímabili lá ég í rúminu og sagði, ,Vá, krakkar. Ég get ekki farið á fætur.' Það er ekkert líkt mér. Ég er alls ekki þannig, ekki á neinn hátt, aldrei,“ sagði hann í sýnishorninu sem People fjallar um. Þá sagði Hilaria að það væri öllum ljóst hvernig geðheilsu leikarans hefði hrakað eftir slysið. Ekki nóg með að áráttu- og þráhyggjuröskun (e. OCD) hans hafi versnað til muna heldur greindist einnig með áfallastreituröskun að hennar sögn. Á hans myrkustu stundum hafi hann sagt: „Af hverju er ég enn hérna ef að slys þurfti að eiga sér stað þennan dag? Af hverju gat það ekki verið ég?“Þá hafi hann einnig sagt: „Ég er glaðari þegar ég sef en þegar ég vaki.“ Hélt ætíð fram sakleysi sínu Slysið átti sér stað þann 27. október 2021 þegar skot hljóp úr leikmunabyssu sem Baldwin hélt á og hæfði Halynu Hutchins. Hún lést af sárum sínum. Baldwin hélt alla tíð fram sakleysi sínu, sagðist hvorki hafa tekið í gikkinn né vitað af því að byssan væri hlaðin alvöru byssukúlum en ekki púðurskotum. Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi en málinu var vísað frá dómi þegar dómari í Nýju-Mexíkó komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed, sem átti að sinna eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, var hins vegar dæmd fyrir manndráp af gáleysi og hlaut átján mánaða fangelsisdóm. Hún hafði hlaðið byssuna og ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotum. Þá var hún einnig timbruð daginn sem slysið átti sér stað.
Hollywood Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27