Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. febrúar 2025 10:07 Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu á fundi með Selenskí fyrr í vikunni. AP Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. Kellogg hefur verið í opinberri heimsókn í Kænugarði síðan um miðja viku. Hann skrifar á samfélagsmiðlum að hann hafi átt góða og uppbyggilega fundi með Selenskí og þjóðaröryggisráði. Yfirlýsingar Kelloggs eru í beinni andstöðu við orðræðu Trumps og hans nánustu samstarfsmanna, sem hafa í vikunni rægt Úkraínuforseta. Trump hefur meðal annars haldið því fram að Úkraína hafi byrjað stríðið við Rússland og sagt Selenskí standa sig mjög illa. Hefðu átt að koma í veg fyrir innrás Í viðtali við Fox í gærkvöldi kvað við nýjan tón hjá Trump, en þar sagði hann að Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu fyrir tilstuðlan Pútins. Þá sagði hann að Selenskí og þáverandi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefðu átt að koma í veg fyrir innrásina. „Þeir hefðu ekki átt að leyfa honum að gera árás,“ sagði Trump, sem hefur ítrekað haldið því fram að Rússar hefðu ekki ráðist inn hefði hann verið forseti. Þá sagði Trump að honum fyndist ekki mikilvægt að Úkraínuforseti væri viðstaddur friðarviðræðurnar. „Ég held að viðvera hans sé ónauðsynleg. Hann hefur verið þarna í þrjú ár. Hann flækir samningaviðræðurnar og gerir okkur erfitt fyrir,“ sagði Trump. Trump sagði að samningur sem snýr að umfangsmikilli námuvinnslu Bandaríkjanna yrði vonandi undirritaður á næstunni. Selenskí sagði í gær að verið væri að vinna að sanngjörnum samningum. Hann hefur hingað til neitað að skrifa undir slíka samninga. Guardian. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Tengdar fréttir Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20. febrúar 2025 15:29 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Kellogg hefur verið í opinberri heimsókn í Kænugarði síðan um miðja viku. Hann skrifar á samfélagsmiðlum að hann hafi átt góða og uppbyggilega fundi með Selenskí og þjóðaröryggisráði. Yfirlýsingar Kelloggs eru í beinni andstöðu við orðræðu Trumps og hans nánustu samstarfsmanna, sem hafa í vikunni rægt Úkraínuforseta. Trump hefur meðal annars haldið því fram að Úkraína hafi byrjað stríðið við Rússland og sagt Selenskí standa sig mjög illa. Hefðu átt að koma í veg fyrir innrás Í viðtali við Fox í gærkvöldi kvað við nýjan tón hjá Trump, en þar sagði hann að Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu fyrir tilstuðlan Pútins. Þá sagði hann að Selenskí og þáverandi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefðu átt að koma í veg fyrir innrásina. „Þeir hefðu ekki átt að leyfa honum að gera árás,“ sagði Trump, sem hefur ítrekað haldið því fram að Rússar hefðu ekki ráðist inn hefði hann verið forseti. Þá sagði Trump að honum fyndist ekki mikilvægt að Úkraínuforseti væri viðstaddur friðarviðræðurnar. „Ég held að viðvera hans sé ónauðsynleg. Hann hefur verið þarna í þrjú ár. Hann flækir samningaviðræðurnar og gerir okkur erfitt fyrir,“ sagði Trump. Trump sagði að samningur sem snýr að umfangsmikilli námuvinnslu Bandaríkjanna yrði vonandi undirritaður á næstunni. Selenskí sagði í gær að verið væri að vinna að sanngjörnum samningum. Hann hefur hingað til neitað að skrifa undir slíka samninga. Guardian.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Tengdar fréttir Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20. febrúar 2025 15:29 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20. febrúar 2025 15:29