Gerrard er án starfs eftir að hafa hætt hjá Al-Ettifaq í síðasta mánuði. Hann þekkir vel til hjá Rangers en hann stýrði liðinu á árunum 2018-21 og gerði það að skoskum meisturum 2021.
Gerrard hætti hjá Rangers þegar hann tók við Aston Villa en dvölin þar var skammvinn og hann endaði svo í Sádi-Arabíu þar sem gekk misjafnlega.
Samkvæmt veðbönkum þykir Gerrard líklegastur til að taka við Rangers. Þar á eftir koma Russell Martin, Sean Dyche, Gary O'Neil og Derek McInnes.
Rangers er þrettán stigum á eftir toppliði Celtic í skosku úrvalsdeildinni, úr leik í bikarkeppninni og tapaði fyrir Celtic í úrslitaleik deildabikarsins.
Clement tók við Rangers í október 2023 og gerði liðið að deildabikarmeisturum í fyrra. Honum tókst hins vegar ekki að vinna skoska meistaratitilinn.