Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar 24. febrúar 2025 11:01 Áhrifamikið fólk í skólamálum hefur haft horn í síðu samræmdra prófa og fundið þeim eitthvað til foráttu og má þar nefna þrennt helst. Þau stýra kennslu of mikið Þau eru gamaldags Þau meta ekki allt sem aðalnámskrá boðar 1. Svar við fyrsta liðnum blasir við og er hann byggður annaðhvort á misskilningi eða fáfræði. Samræmd próf eiga að vera úr samræmdri námskrá. Þannig að það er ekkert að því að kennt sé þannig að útkoman verði góð niðurstaða á samræmdu prófi. Hægt er að flétta aðra þætti skólastarfsins sem prófið metur ekki með þægilegum hætti inn í kennsluna. Annars treysti ég kennurum til að stýra sinni kennslu. 2. Hvað er gamaldags og hvað ekki og er gamaldags verra en eitthvað sem er svo nýtt og óprófað að það úreltist á nokkrum mánuðum? Þetta atriði sýnir hve rökþrota óvildarmenn samræmdra prófa eru. 3. Ekkert námsmat getur metið það sem núverandi aðalnámskrá boðar. Miðað við innihald og uppbyggingu hennar gætu 10 kennarar heilt skólaár varla metið það sem hún boðar. Samræmd próf eru sjálfsagður mælikvarði enda er samræmdur námstími og samræmd námskrá. Jafnræðisreglan er brotin á nemendum við lok grunnskóla. Svo gott sem ekkert samræmi er í námsmati nemenda, á milli skóla, við lok grunnskóla og jafnræðis því ekki gætt. Samræmd próf jafna stöðuna. Börn sem koma frá heimilum þar sem efnahagur er bágborin, félagsleg staða veik og foreldrar með litla menntun geta frekar brotist út úr viðjum erfiðleika á jafnréttisgrunni samræmdra prófa. Almenningur/stjórnvöld eiga rétt á því að fá að vita hvernig nemendum í skyldunámsskólum gengur að tileinka sér viðmið aðalnámskrár. Nógu mikið kosta skólarnir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Grunnskólar Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Áhrifamikið fólk í skólamálum hefur haft horn í síðu samræmdra prófa og fundið þeim eitthvað til foráttu og má þar nefna þrennt helst. Þau stýra kennslu of mikið Þau eru gamaldags Þau meta ekki allt sem aðalnámskrá boðar 1. Svar við fyrsta liðnum blasir við og er hann byggður annaðhvort á misskilningi eða fáfræði. Samræmd próf eiga að vera úr samræmdri námskrá. Þannig að það er ekkert að því að kennt sé þannig að útkoman verði góð niðurstaða á samræmdu prófi. Hægt er að flétta aðra þætti skólastarfsins sem prófið metur ekki með þægilegum hætti inn í kennsluna. Annars treysti ég kennurum til að stýra sinni kennslu. 2. Hvað er gamaldags og hvað ekki og er gamaldags verra en eitthvað sem er svo nýtt og óprófað að það úreltist á nokkrum mánuðum? Þetta atriði sýnir hve rökþrota óvildarmenn samræmdra prófa eru. 3. Ekkert námsmat getur metið það sem núverandi aðalnámskrá boðar. Miðað við innihald og uppbyggingu hennar gætu 10 kennarar heilt skólaár varla metið það sem hún boðar. Samræmd próf eru sjálfsagður mælikvarði enda er samræmdur námstími og samræmd námskrá. Jafnræðisreglan er brotin á nemendum við lok grunnskóla. Svo gott sem ekkert samræmi er í námsmati nemenda, á milli skóla, við lok grunnskóla og jafnræðis því ekki gætt. Samræmd próf jafna stöðuna. Börn sem koma frá heimilum þar sem efnahagur er bágborin, félagsleg staða veik og foreldrar með litla menntun geta frekar brotist út úr viðjum erfiðleika á jafnréttisgrunni samræmdra prófa. Almenningur/stjórnvöld eiga rétt á því að fá að vita hvernig nemendum í skyldunámsskólum gengur að tileinka sér viðmið aðalnámskrár. Nógu mikið kosta skólarnir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun