Skoðun

Donald Trump

Jovana Pavlović skrifar

Í miðju Atlantshafi,

er land sér á báti.

(Ó)öryggið okkar er kvíði,

skjöldur úr ótta.

Þeir sem efast eru Hinir,

eða verra – óvinir.


Við sögðum friður,

með sprengjum vinaþjóða.

Við sögðum alþjóðalög,

en beygðum þau undir vilja Okkar.

Við settum reglur,

fyrir Hina að sjá,

en brutum þær,

þegar það hentaði þá.


Svo kom hann.


Ekki sem upphaf né endi.

Heldur sem spegill.

Brotin heimsmynd,

handan við hendi.


NATO ríkin skrifuðu söguna þá,

nú ráfum við ringluð,

og finnum ei ráð.


Hrædd við sannleikann,

kaldan og beran,

sem alltaf var þarna,

en enginn sér hann.


„Every single empire in its official discourse has said that it is not like all the others, that its circumstances are special, that it has a mission to enlighten, civilize, bring order and democracy, and that it uses force only as a last resort ”- Edward Said í Culture and Imperialism (1993).

Höfundur er mannfræðingur.




Skoðun

Sjá meira


×