Skipti í brúnni hjá Indó Árni Sæberg skrifar 25. febrúar 2025 15:22 Tryggvi, til vinstri, tekur við daglegri stjórn Indó af Hauki. Vísir/Vilhelm Tryggvi Björn Davíðsson er nýr framkvæmdastjóri sparisjóðsins Indó. Hann er annar stofnenda Indó. Hinn stofnandinn, Haukur Skúlason, lætur af starfi framkvæmdastjóra en mun taka að sér ráðgjafastörf fyrir stjórn fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu um framkvæmdastjóraskiptin segir að Haukur og Tryggvi séu báðir enn í hópi stærstu eigenda Indó en vöxtur félagsins hafi verið mikill og það státi nú af tæplega áttatíu þúsund viðskiptavinum og meira en tuttugu milljörðum í innstæðum. Þá hafi fyrirtækið mælst með ánægðustu viðskiptavinina í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2024, efst allra fyrirtækja þvert á atvinnugreinar. Tryggvi Björn hafi mikla reynslu af bankamarkaði og hafi meðal annars starfað hjá Barclays í Lundúnum og sem framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka. Tryggvi sé með MBA gráðu frá INSEAD í Frakklandi og MS-gráðu í fjármálum frá Université Sciences Sociales í Toulouse. Öflugri samkeppni fram undan Haft er eftir Sigþóri Sigmarssyni, stjórnarformanni Indó, hann hlakki til að vinna með Tryggva í nýju hlutverki. Hann vilji sömuleiðis þakka Hauki fyrir hans mikla framlag á þeim árum sem hann leiddi félagið. Ástríða Hauks og smitandi áhugi á umbreytingum séu ekki síst lykillinn að því að það hafi tekist að koma með nýja samkeppni inn á íslenskan bankamarkað í fyrsta sinn í áratugi. „Haukur og Tryggvi hafa byggt upp magnað teymi sem með lítilli yfirbyggingu hefur náð frábærum árangri. Þeim hefur tekist að höfða til framsæknustu viðskiptavinina á Íslandi, fólks sem vill betri kjör og kann að meta gegnsæi um vexti og gjöld. Þetta er formúla sem virkar og fram undan er að veita bönkum enn öflugri samkeppni, íslenskum neytendum til góða.“ Telja sig geta sparað tíu milljarða á ári Þá er haft eftir Hauki að hann sé afar stoltur af þeim árangri sem Indó hafi náð og jákvæðum breytingum sem innkoma Indó á markaðinn hafi haft í för með sér. „Við hófum þessa vegferð fyrir sjö árum. Nú eru tímamót í starfsemi félagsins og ég hef ákveðið að draga mig út úr daglegum rekstri. Ég mun hins vegar áfram styðja við félagið með ráðum og dáð. Sýn okkar er óbreytt. Við teljum okkur geta sparað tíu þúsund milljónir fyrir almenning á hverju einasta ári. Í fyrra spöruðu viðskiptavinir indó 922 milljónir króna í bullgjöld og af því er ég stoltur.“ Fjármálafyrirtæki Vistaskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Í fréttatilkynningu um framkvæmdastjóraskiptin segir að Haukur og Tryggvi séu báðir enn í hópi stærstu eigenda Indó en vöxtur félagsins hafi verið mikill og það státi nú af tæplega áttatíu þúsund viðskiptavinum og meira en tuttugu milljörðum í innstæðum. Þá hafi fyrirtækið mælst með ánægðustu viðskiptavinina í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2024, efst allra fyrirtækja þvert á atvinnugreinar. Tryggvi Björn hafi mikla reynslu af bankamarkaði og hafi meðal annars starfað hjá Barclays í Lundúnum og sem framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka. Tryggvi sé með MBA gráðu frá INSEAD í Frakklandi og MS-gráðu í fjármálum frá Université Sciences Sociales í Toulouse. Öflugri samkeppni fram undan Haft er eftir Sigþóri Sigmarssyni, stjórnarformanni Indó, hann hlakki til að vinna með Tryggva í nýju hlutverki. Hann vilji sömuleiðis þakka Hauki fyrir hans mikla framlag á þeim árum sem hann leiddi félagið. Ástríða Hauks og smitandi áhugi á umbreytingum séu ekki síst lykillinn að því að það hafi tekist að koma með nýja samkeppni inn á íslenskan bankamarkað í fyrsta sinn í áratugi. „Haukur og Tryggvi hafa byggt upp magnað teymi sem með lítilli yfirbyggingu hefur náð frábærum árangri. Þeim hefur tekist að höfða til framsæknustu viðskiptavinina á Íslandi, fólks sem vill betri kjör og kann að meta gegnsæi um vexti og gjöld. Þetta er formúla sem virkar og fram undan er að veita bönkum enn öflugri samkeppni, íslenskum neytendum til góða.“ Telja sig geta sparað tíu milljarða á ári Þá er haft eftir Hauki að hann sé afar stoltur af þeim árangri sem Indó hafi náð og jákvæðum breytingum sem innkoma Indó á markaðinn hafi haft í för með sér. „Við hófum þessa vegferð fyrir sjö árum. Nú eru tímamót í starfsemi félagsins og ég hef ákveðið að draga mig út úr daglegum rekstri. Ég mun hins vegar áfram styðja við félagið með ráðum og dáð. Sýn okkar er óbreytt. Við teljum okkur geta sparað tíu þúsund milljónir fyrir almenning á hverju einasta ári. Í fyrra spöruðu viðskiptavinir indó 922 milljónir króna í bullgjöld og af því er ég stoltur.“
Fjármálafyrirtæki Vistaskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira