„Fyrr skal ég dauður liggja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 11:30 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, veit að hans menn þurfa að gera eitthvað sérstakt ætli þeir að vinna titilinn í vor. Getty/James Gill Vonin er veik en hún er samt enn með lífsmarki þegar kemur að því að enda meira en tveggja áratuga bið Arsenal eftir Englandsmeistaratitli. Helgin var samt allt annað en góð fyrir Arsenal menn sem töpuðu á heimavelli sínum á móti West Ham og horfðu síðan Liverpool vinna á heimavelli Englandsmeistara Manchester City daginn eftir. Fyrir vikið er Liverpool komið með ellefu stiga forskot á toppnum og sumir nánast búnir að krýna þá enska meistara í ár. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er hins vegar ekki búinn að gefast upp. „Fyrr skal ég dauður liggja,“ sagði Arteta um hvort að hann væri búinn að gefa upp vonina um titilinn en hann viðurkenndi þó að hans lið þyrftu að gera eitthvað sem hefði ekki sést áður í ensku úrvalsdeildinni. Hann notaði nákvæmtlega orðalagið „Over my dead body“. „Ég mun ekki gefast upp ekki nema að það sé ekki lengur stærðfræðilegur möguleiki. Þú átt enn möguleika og verður að spila alla leiki. Fyrir þremur dögum áttum við skyndilega möguleika á því að minnka forskotið og vera þá einum og hálfum leik frá þeim. Það skiptir ekki máli hver staðan er því þú verður að halda áfram,“ sagði Arteta. „Erfiðleikastuðullinn er hærri núna en fyrir þremur dögum en ef þú ætlar að vinna ensku úrvalsdeildina þá þarftu alltaf að gera eitthvað sérstakt. Ef við ætlum að vinna ensku úrvalsdeildina í þessum kringumstæðum þá verðum við að gera eitthvað sem enginn hefur séð áður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ sagði Arteta. Fyrst á dagskrá er leikur á móti spútnikliði Nottingham Forest á útivelli í kvöld. Arteta hrósaði sérstaklega Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóra Nottingham Forest. „Hann hefur verið ótrúlegur. Ekki bara hvað hann hefur gert hjá Forest en einnig hvað hann gerði áður hjá Wolves. Það var magnað. Hann getur verið stoltur af því og félagið stolt af honum,“ sagði Arteta. „Það sem þeir hafa gert síðan þeir komu aftur upp í ensku úrvalsdeildina er stórmerkileg saga og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir það,“ sagði Arteta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Enski boltinn Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Helgin var samt allt annað en góð fyrir Arsenal menn sem töpuðu á heimavelli sínum á móti West Ham og horfðu síðan Liverpool vinna á heimavelli Englandsmeistara Manchester City daginn eftir. Fyrir vikið er Liverpool komið með ellefu stiga forskot á toppnum og sumir nánast búnir að krýna þá enska meistara í ár. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er hins vegar ekki búinn að gefast upp. „Fyrr skal ég dauður liggja,“ sagði Arteta um hvort að hann væri búinn að gefa upp vonina um titilinn en hann viðurkenndi þó að hans lið þyrftu að gera eitthvað sem hefði ekki sést áður í ensku úrvalsdeildinni. Hann notaði nákvæmtlega orðalagið „Over my dead body“. „Ég mun ekki gefast upp ekki nema að það sé ekki lengur stærðfræðilegur möguleiki. Þú átt enn möguleika og verður að spila alla leiki. Fyrir þremur dögum áttum við skyndilega möguleika á því að minnka forskotið og vera þá einum og hálfum leik frá þeim. Það skiptir ekki máli hver staðan er því þú verður að halda áfram,“ sagði Arteta. „Erfiðleikastuðullinn er hærri núna en fyrir þremur dögum en ef þú ætlar að vinna ensku úrvalsdeildina þá þarftu alltaf að gera eitthvað sérstakt. Ef við ætlum að vinna ensku úrvalsdeildina í þessum kringumstæðum þá verðum við að gera eitthvað sem enginn hefur séð áður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ sagði Arteta. Fyrst á dagskrá er leikur á móti spútnikliði Nottingham Forest á útivelli í kvöld. Arteta hrósaði sérstaklega Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóra Nottingham Forest. „Hann hefur verið ótrúlegur. Ekki bara hvað hann hefur gert hjá Forest en einnig hvað hann gerði áður hjá Wolves. Það var magnað. Hann getur verið stoltur af því og félagið stolt af honum,“ sagði Arteta. „Það sem þeir hafa gert síðan þeir komu aftur upp í ensku úrvalsdeildina er stórmerkileg saga og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir það,“ sagði Arteta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Enski boltinn Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira