Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 18:06 Mamma grís með sónarmynd af gríslingnum sem kemur í sumar. Good Morning Britain/ITV Teiknimyndagrísinn Gurra grís á von á systkini í sumar þar sem móðir hennar gengur með grís. Fyrir á Gurra bróðurinn Georg. Mamma grís, sem ætti með réttu að heita Mamma gylta eða Mamma svín, greindi opinberlega frá meðgöngunni í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain á ITV. „Ég er spennt að tilkynna að fjölskyldan okkar verður enn stærri því við eigum von á öðru afkvæmi. Ég á von á mér í sumar og við erum öll svo spennt,“ sagði hún í þættinum. Tilhugsunin um að eiga þrjá grísi undir fimm ára aldri ku vera yfirþyrmandi að sögn Mömmu gríss en hún sé „aðallega algjörlega himinlifandi“ yfir tíðindunum. Von er á gríslingnum í sumar en hvorki kyn hans né nafn liggur fyrir. Algengt er að gyltur eigi um átta til tólf grísi í hverju goti. Þeir hafa verið eitthvað færri í fjölskyldu Gurru. Meðgöngutími gylta er að meðaltali 114 dagar en samkvæmt Wikipedia er oft er sagt að meðgöngutíminn sé þrír mánuðir, þrjár vikur og þrír dagar. Gölturinn og gyltan sem eru grísir Þættirnir um Gurru grís, sem heitir Peppa Pig á frummálinu, voru fyrst sýndir árið 2004. Síðan þá hafa komið út 407 þættir, kvikmynd og jólaþáttur um fjölskyldu gríssins. Gurra er fjögurra ára og býr með pabba sínum, mömmu og litla bróðurnum Georg sem er tveggja ára. Aðdáendur Gurru munu sjá nýja systkini Gurru næsta haust þegar þættir 408 til 420 verða sýndir. Mamma Gurru heitir eins og fram hefur komið Mamma grís og pabbinn heitir Pabbi grís. Á ensku er Pig-nafnið í Peppa Pig eftirnafn. Til að viðhalda stuðluninni hefur þýðandi ákveðið að þýða Peppu Pig sem Gurru grís og viljað halda grís-nafninu á öllum meðlimum fjölskyldunnar. Fyrir vikið eru mamman og pabban grísir sem er auðvitað ekki rétt því grís á aðeins um ákveðið ung svín. Peppa Pig heitir Gurra Grís á íslensku, væntanlega svo hún heiti ekki "Svín" að eftirnafni. Þetta veldur samt því að pabbi hennar, gríðarmikill göltur, heitir "Pabbi Grís", sem hann augljóslega er ekki. Þetta veldur mér meira hugarangri en ég kæri mig um.— Atli Viðar (@atli_vidar) December 26, 2022 Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Mamma grís, sem ætti með réttu að heita Mamma gylta eða Mamma svín, greindi opinberlega frá meðgöngunni í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain á ITV. „Ég er spennt að tilkynna að fjölskyldan okkar verður enn stærri því við eigum von á öðru afkvæmi. Ég á von á mér í sumar og við erum öll svo spennt,“ sagði hún í þættinum. Tilhugsunin um að eiga þrjá grísi undir fimm ára aldri ku vera yfirþyrmandi að sögn Mömmu gríss en hún sé „aðallega algjörlega himinlifandi“ yfir tíðindunum. Von er á gríslingnum í sumar en hvorki kyn hans né nafn liggur fyrir. Algengt er að gyltur eigi um átta til tólf grísi í hverju goti. Þeir hafa verið eitthvað færri í fjölskyldu Gurru. Meðgöngutími gylta er að meðaltali 114 dagar en samkvæmt Wikipedia er oft er sagt að meðgöngutíminn sé þrír mánuðir, þrjár vikur og þrír dagar. Gölturinn og gyltan sem eru grísir Þættirnir um Gurru grís, sem heitir Peppa Pig á frummálinu, voru fyrst sýndir árið 2004. Síðan þá hafa komið út 407 þættir, kvikmynd og jólaþáttur um fjölskyldu gríssins. Gurra er fjögurra ára og býr með pabba sínum, mömmu og litla bróðurnum Georg sem er tveggja ára. Aðdáendur Gurru munu sjá nýja systkini Gurru næsta haust þegar þættir 408 til 420 verða sýndir. Mamma Gurru heitir eins og fram hefur komið Mamma grís og pabbinn heitir Pabbi grís. Á ensku er Pig-nafnið í Peppa Pig eftirnafn. Til að viðhalda stuðluninni hefur þýðandi ákveðið að þýða Peppu Pig sem Gurru grís og viljað halda grís-nafninu á öllum meðlimum fjölskyldunnar. Fyrir vikið eru mamman og pabban grísir sem er auðvitað ekki rétt því grís á aðeins um ákveðið ung svín. Peppa Pig heitir Gurra Grís á íslensku, væntanlega svo hún heiti ekki "Svín" að eftirnafni. Þetta veldur samt því að pabbi hennar, gríðarmikill göltur, heitir "Pabbi Grís", sem hann augljóslega er ekki. Þetta veldur mér meira hugarangri en ég kæri mig um.— Atli Viðar (@atli_vidar) December 26, 2022
Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira