Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar 28. febrúar 2025 09:32 Það styttist óðum í kosningar í VR, sem verða 6. til 13. mars. Það er búið að vera gaman að hafa færi á því að ræða við félaga í VR um það sem á þeim brennur, en einnig áhugavert að fylgjast með umræðunni á opinberum vettvangi. Það sem hefur komið mér nokkuð á óvart er það hvaða mál eða efnisatriði hafa verið mest til umræðu, til dæmis ef horft er til síðustu daga. Mér sýnist nokkuð skýrt að forysta VR er ekki að ræða það sem hæst ber í samfélaginu um stöðu kjaramála, nýgerða kjarasamninga og áhrif þeirra á þróun efnahagsmála. Í þessum efnum þarf VR að stíga fram með miklu skýrari hætti og ræða þessa nýju stöðu við félagsfólk og viðsemjendur okkar. Greina samningana með skýrum hætti og þora að stíga fram með hagsmuni VR fólks að leiðarljósi. Okkar kjarasamningar, sem gilda frá febrúar 2024 til janúar 2028, byggðust á skýrum forsendum um þróun vaxta, kaupmáttar og fleiri þátta. Það skiptir máli að við metum áhrifin af þessu á okkar kjarasamninga og að okkar fólk sé leiðandi í umræðunni um það hvernig sá efnahagsárangur sem þegar hefur náðst verði varinn. VR á að vera leiðandi í þessari umræðu gagnvart stjórvöldum og öllum sem að þessu koma. Félagar í VR starfa svo til eingöngu á almennum vinnumarkaði og þeir þurfa að geta treyst því að forsendur kjarasamninga haldi, þannig að þær launahækkanir sem samið var um skili sér til félagsfólks og að forysta félagsins sé vakin og sofin í því að tryggja þannig kaup og kjör okkar. Ég vil að VR sé í fréttum vegna baráttu sinnar fyrir bættum réttindum sinna félagsmanna og baráttu fyrir stöðugu efnahagsumhverfi fyrir heimilin í landinu. Því er það dapurlegt að sjá að umfjöllun um VR núna snúist að mestu um ráðningarkjör formanns, hvort sem er í fjölmiðlum eða kaffistofunum. Öll ráðningarkjör eiga að vera einföld og gagnsæ, uppi á borði, og í samræmi við það sem við þekkjum á almennum vinnumarkaði. Fyrir það mun ég standa hljóti ég kjör sem formaður VR. VR samanstendur af stórum hópi gríðarlega öflugs fólks. Félagar búa við ólíkar aðstæður, hafa mismunandi kjör, sumir eru á töxtum, aðrir semja um eigin laun. Öll eigum við þó sameiginlega hagsmuni í því að VR sé öflugt félag sem skapi þann grunn sem við öll byggjum á, tryggi okkur þau réttindi sem við eigum að hafa, ríði það öryggisnet sem við gætum þarfnast. Félag sem sé leiðandi í umræðu um kaup og kjör og fréttir af því snúist um samtakamátt og samheldni. Það eru uppi hættumerki um forsendur kjarasamninga og stöðuna í efnahagsmálum almennt. Í þá umræðu þarf VR að mæta til leiks sameinað og baráttuglatt með skýr markmið og stefnu og með það grundvallar í öllum okkar málflutningi og aðgerðum að við erum sterkari saman. Ég hef í mínum málflutningi lagt aðaláherslu á hlutverk VR fyrir allt félagsfólk og hvernig við getum nýtt afl félagsins til að vera leiðandi í umræðu og baráttu um kaup og kjör og unnið saman að hagmunum okkar allra. Fátt dregur meira úr okkur slagkraftinn en eitthvert karp um innri mál. Umræðan ætti að mínu viti að snúast um grundvallaratriði, um kaup og kjör, um hvernig við stöndum saman að því að vinna að hagsmunum okkar allra. Til þess þurfum við formann sem vinnur fyrir allt félagsfólk og leggur það til grundvallar í öllum sínum störfum að við erum sterkari saman. Þannig formaður mun ég verða. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Flosi Eiríksson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það styttist óðum í kosningar í VR, sem verða 6. til 13. mars. Það er búið að vera gaman að hafa færi á því að ræða við félaga í VR um það sem á þeim brennur, en einnig áhugavert að fylgjast með umræðunni á opinberum vettvangi. Það sem hefur komið mér nokkuð á óvart er það hvaða mál eða efnisatriði hafa verið mest til umræðu, til dæmis ef horft er til síðustu daga. Mér sýnist nokkuð skýrt að forysta VR er ekki að ræða það sem hæst ber í samfélaginu um stöðu kjaramála, nýgerða kjarasamninga og áhrif þeirra á þróun efnahagsmála. Í þessum efnum þarf VR að stíga fram með miklu skýrari hætti og ræða þessa nýju stöðu við félagsfólk og viðsemjendur okkar. Greina samningana með skýrum hætti og þora að stíga fram með hagsmuni VR fólks að leiðarljósi. Okkar kjarasamningar, sem gilda frá febrúar 2024 til janúar 2028, byggðust á skýrum forsendum um þróun vaxta, kaupmáttar og fleiri þátta. Það skiptir máli að við metum áhrifin af þessu á okkar kjarasamninga og að okkar fólk sé leiðandi í umræðunni um það hvernig sá efnahagsárangur sem þegar hefur náðst verði varinn. VR á að vera leiðandi í þessari umræðu gagnvart stjórvöldum og öllum sem að þessu koma. Félagar í VR starfa svo til eingöngu á almennum vinnumarkaði og þeir þurfa að geta treyst því að forsendur kjarasamninga haldi, þannig að þær launahækkanir sem samið var um skili sér til félagsfólks og að forysta félagsins sé vakin og sofin í því að tryggja þannig kaup og kjör okkar. Ég vil að VR sé í fréttum vegna baráttu sinnar fyrir bættum réttindum sinna félagsmanna og baráttu fyrir stöðugu efnahagsumhverfi fyrir heimilin í landinu. Því er það dapurlegt að sjá að umfjöllun um VR núna snúist að mestu um ráðningarkjör formanns, hvort sem er í fjölmiðlum eða kaffistofunum. Öll ráðningarkjör eiga að vera einföld og gagnsæ, uppi á borði, og í samræmi við það sem við þekkjum á almennum vinnumarkaði. Fyrir það mun ég standa hljóti ég kjör sem formaður VR. VR samanstendur af stórum hópi gríðarlega öflugs fólks. Félagar búa við ólíkar aðstæður, hafa mismunandi kjör, sumir eru á töxtum, aðrir semja um eigin laun. Öll eigum við þó sameiginlega hagsmuni í því að VR sé öflugt félag sem skapi þann grunn sem við öll byggjum á, tryggi okkur þau réttindi sem við eigum að hafa, ríði það öryggisnet sem við gætum þarfnast. Félag sem sé leiðandi í umræðu um kaup og kjör og fréttir af því snúist um samtakamátt og samheldni. Það eru uppi hættumerki um forsendur kjarasamninga og stöðuna í efnahagsmálum almennt. Í þá umræðu þarf VR að mæta til leiks sameinað og baráttuglatt með skýr markmið og stefnu og með það grundvallar í öllum okkar málflutningi og aðgerðum að við erum sterkari saman. Ég hef í mínum málflutningi lagt aðaláherslu á hlutverk VR fyrir allt félagsfólk og hvernig við getum nýtt afl félagsins til að vera leiðandi í umræðu og baráttu um kaup og kjör og unnið saman að hagmunum okkar allra. Fátt dregur meira úr okkur slagkraftinn en eitthvert karp um innri mál. Umræðan ætti að mínu viti að snúast um grundvallaratriði, um kaup og kjör, um hvernig við stöndum saman að því að vinna að hagsmunum okkar allra. Til þess þurfum við formann sem vinnur fyrir allt félagsfólk og leggur það til grundvallar í öllum sínum störfum að við erum sterkari saman. Þannig formaður mun ég verða. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun