Whitnell, sem er númer 545 á heimslistanum í golfi, fór holu í höggi á annarri braut sem er par þrjú hola.
Hann fylgdi því eftir með því að fara aftur holu í höggi á tólftu braut sem er einnig par þrjú hola. Ótrúlegt afrek hjá hinum 36 ára Whitnell.
Both of @Dale_Whitnell's holes-in-one from the second round 🤯#InvestecSAOpen pic.twitter.com/jtbo1EngXP
— DP World Tour (@DPWorldTour) February 28, 2025
Það gekk þó ekki allt upp hjá honum í dag því hann fékk meðal annars skramba á sextándu braut og tvo skolla.
Heilt yfir lék Whitnell þó mjög vel, á níu höggum undir pari. Hann er í 8. sæti mótsins. Whitnell lék fyrsta hringinn í gær á pari vallarins í Durban.
Heimamaðurinn Shaun Norris er efstur á mótinu á fjórtán höggum undir pari. Sex af sjö efstu mönnum mótsins koma frá Suður-Afríku.