Innlent

„Við gefumst ekki upp á ykkur“

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Ráðamenn keppast við að tjá Úkraínumönnum stuðning sinn eftir erfiðan fund Selenskís og Trumps í Hvíta húsinu í dag.
Ráðamenn keppast við að tjá Úkraínumönnum stuðning sinn eftir erfiðan fund Selenskís og Trumps í Hvíta húsinu í dag. Vísir/Ívar Fannar

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti yfir stuðningi Íslands við Úkraínu eftir að upp úr sauð á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Trump og J.D. Vance varaforseti virtust hafa einsett sér það að niðurlægja Selenskí á fundinum, vændu hann um vanþakklæti og vanvirðingu og sögðu að Bandaríkin myndu hætta öllum stuðningi við Úkraínumenn skrifaði Selenskí ekki undir samning sem veitti Bandaríkjunum aðgang að verðmætum auðlindum í Úkraínu.

Fjöldi leiðtoga á Íslandi og úti í heimi hafa ítrekað stuðning sinn við Úkraínu og Selenskí í kjölfarið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tók undir ummæli Köju Kallas, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, um að ljóst væri að hinn frjálsi heimur þyrfti nýjan leiðtoga. Algengt er að Bandaríkjaforsetar kalli sig þetta.

„Kæri Selenskí. Þú hefur allan okkar stuðning á veginum til réttláts og varanlegs friðs. Við gefumst ekki upp á ykkur. Slava Ukraini,“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlum.


Tengdar fréttir

Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir ljóst að hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga eftir spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld.

Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld.

Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld

Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×