Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2025 05:57 Sean Baker leikstjóri myndarinnar og Mikey Madison ásamt öðrum aðstandendum Anora fögnuðu vel í nótt. Kevin Winter/Getty Images Kvikmyndin Anora fékk flest verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór vestanhafs í nótt. Myndin fékk alls sex verðlaun og var meðal annars valin besta myndin. Þá varð leikstjóri myndarinnar Sean Baker sá fyrsti til að vinna fjögur verðlaun fyrir sömu myndina. Verðlaunahátíðin fór fram með pompi og prakt í 97. skiptið í Dolby kvikmyndahúsinu í nótt. Conan O' Brien var kynnir í þetta skiptið. Anora sem er um bandaríska kynlífsverkakonu sem giftist syni rússnesks ólígarks fékk verðlaun í flokki bestu myndar, bestu klippingar, bestu leikstjórn, besta frumsamið handrit auk þess sem aðalleikkonan Mikey Madison bar sigur úr býtum sem besta leikkonan. Adrien Brody hlaut verðlaun í flokki besta leikarans fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Brutalist og skaut þar leikaranum Timothée Chalamet ref fyrir rass sem fór með hlutverk Bob Dylan í A Complete Unknown. Þá var kvikmyndin Flow fyrsta lettneska myndin til þess að vinna til verðlauna í flokki teiknimynda. Zoe Saldana hlaut svo verðlaun í flokki aukaleikkonu fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Emilia Pérez. Í opnunarræðu sinni gerði Conan O' Brien meðal annars stólpagrín að sjálfum sér í æsku. Myndin Emilia Pérez, sem fjallar um mexíkóska trans konu sem jafnframt er eiturlyfjabarón, hafði einmitt hlotið flestar tilnefningar fyrir kvöldið í kvöld eða alls þrettán talsins. Var fyrir fram talið líklegast að hún myndi hreppa flest verðlaun. Myndin hlaut hinsvegar einungis tvenn Óskarsverðlaun. Wicked hlaut tvenn, The Brutalist þrjú, A Complete Unknown engin og Conclave ein verðlaun. Í þakkarræðu sinni vék leikstjóri Anora Sean Baker sérstaklega að kynlífsverkafólki og þakkaði því fyrir að deila sögum sínum með honum. Hann sagðist tileinka þeim hópi verðlaun sín. Mynd hans fjallar eins og áður segir um Anoru kynlífsverkakonu frá Brooklyn sem kemst í hann krappan þegar hún giftist syni rússnesks ólígarks. Foreldrar hans taka giftinguna ekki í sátt og gera sitt besta til að það verði ógilt. Baker sagði verðlaunin sérlegan sigur fyrir sjálfstæða kvikmyndagerð og hvatti kvikmyndagerðarmenn til þess að gera myndir fyrir kvikmyndahús. Bandaríska leikkonan Mikey Madison sem fór með hlutverk Anoru tileinkaði einnig kynlífsverkafólki sín verðlaun í verðlaunaræðu sinni í nótt þegar hún var valin besta leikkonan í aðalhlutverki. Var Demi Moore af mörgum fyrir kvöldið talin líklegust til að hreppa þessi verðlaun en allt kom fyrir ekki. Mikey sagði að það væri afar súrrealískt að standa á sviðinu og veita verðlaununum viðtöku. Hún viðurkenndi að vera afar stressuð. Hún sagði að fundir sínir með kynlífsverkafólki í aðdraganda myndarinnar hefðu verið það sem hefði haft mestu áhrif á hana við gerð myndarinnar. Breska blaðið The Guardian tók saman lykilaugnablik á verðlaunahátíðinni í nótt. Listi yfir alla verðlaunahafa Besta kvikmynd Anora The Brutalist A Complete Unknown Conclave Dune: Part Two Emilia Pérez I’m Still Here Nickel Boys The Substance Wicked Besti leikari í aðalhlutverki Adrien Brody, The Brutalist Timothée Chalamet, A Complete Unknown Colman Domingo, Sing Sing Ralph Fiennes, Conclave Sebastian Stan, The Apprentice Besta leikkona í aðalhlutverki Cynthia Erivo, Wicked Karla Sofía Gascón, Emilia Pérez Mikey Madison, Anora Demi Moore, The Substance Fernanda Torres, I’m Still Here Besti leikari í aukahlutverki Yura Borisov, Anora Kieran Culkin, A Real Pain Edward Norton, A Complete Unknown Guy Pearce, The Brutalist Jeremy Strong, The Apprentice Besta leikkona í aukahlutverki Monica Barbaro, A Complete Unknown Ariana Grande, Wicked Felicity Jones, The Brutalist Isabella Rossellini, Conclave Zoe Saldaña, Emilia Pérez Besti leikstjóri Sean Baker, Anora Brady Corbet, The Brutalist James Mangold, A Complete Unknown Jacques Audiard, Emilia Pérez Coralie Fargeat, The Substance Besta teiknaða mynd Flow Inside Out 2 Memoir of a Snail Wallace & Gromit: Vengeance Most Fowl The Wild Robot Besta handrit byggt á áður útgefnu efni A Complete UnknownConclaveEmilia PérezNickel BoysSing Sing Besta frumsamda handrit Anora The Brutalist A Real Pain September 5 The Substance Besta kvikmyndatakan The Brutalist- Dune: Part Two Emilia Pérez Maria Nosferatu Besta búningahönnunin A Complete Unknown Conclave Gladiator II Nosferatu Wicked Besta heimildarmyndin Black Box Diaries No Other Land Porcelain War Soundtrack to a Coup d’Etat Sugarcane Besta heimildarstuttmyndin Death By Numbers I Am Ready, Warden Incident Instruments of a Beating Heart The Only Girl in the Orchestra Besta klipping AnoraThe BrutalistConclaveEmilia PérezWicked Besta erlenda kvikmynd I’m Still Here The Girl With the Needle Emilia Pérez The Seed of a Sacred Fig Flow Besta hár og förðun A Different Man Emilia Pérez Nosferatu The Substance Wicked Besta frumsamda tónlist The Brutalist Conclave Emilia Pérez Wicked The Wild Robot Besta frumsamda lag El Mal, Emilia Pérez – WINNER The Journey, The Six Triple Eight Like a Bird, Sing Sing Mi Camino, Emilia Pérez Never Too Late, Elton John: Never Too Late Besta leikmynd The Brutalist Conclave Dune: Part Two Nosferatu Wicked Besta teiknaða stuttmynd Beautiful Men In the Shadow of the Cypress Magic Candies Wander to Wonder Yuck! Besta leikna stuttmynd A Lien Anuja I’m Not a Robot The Last Ranger The Man Who Could Not Remain Silent Besta hljóð A Complete Unknown Dune: Part Two Emilia Pérez Wicked The Wild Robot Bestu tæknibrellur Alien: Romulus Better Man Dune: Part Two Kingdom of the Planet of the Apes Wicked Fréttin verður uppfærð. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Verðlaunahátíðin fór fram með pompi og prakt í 97. skiptið í Dolby kvikmyndahúsinu í nótt. Conan O' Brien var kynnir í þetta skiptið. Anora sem er um bandaríska kynlífsverkakonu sem giftist syni rússnesks ólígarks fékk verðlaun í flokki bestu myndar, bestu klippingar, bestu leikstjórn, besta frumsamið handrit auk þess sem aðalleikkonan Mikey Madison bar sigur úr býtum sem besta leikkonan. Adrien Brody hlaut verðlaun í flokki besta leikarans fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Brutalist og skaut þar leikaranum Timothée Chalamet ref fyrir rass sem fór með hlutverk Bob Dylan í A Complete Unknown. Þá var kvikmyndin Flow fyrsta lettneska myndin til þess að vinna til verðlauna í flokki teiknimynda. Zoe Saldana hlaut svo verðlaun í flokki aukaleikkonu fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Emilia Pérez. Í opnunarræðu sinni gerði Conan O' Brien meðal annars stólpagrín að sjálfum sér í æsku. Myndin Emilia Pérez, sem fjallar um mexíkóska trans konu sem jafnframt er eiturlyfjabarón, hafði einmitt hlotið flestar tilnefningar fyrir kvöldið í kvöld eða alls þrettán talsins. Var fyrir fram talið líklegast að hún myndi hreppa flest verðlaun. Myndin hlaut hinsvegar einungis tvenn Óskarsverðlaun. Wicked hlaut tvenn, The Brutalist þrjú, A Complete Unknown engin og Conclave ein verðlaun. Í þakkarræðu sinni vék leikstjóri Anora Sean Baker sérstaklega að kynlífsverkafólki og þakkaði því fyrir að deila sögum sínum með honum. Hann sagðist tileinka þeim hópi verðlaun sín. Mynd hans fjallar eins og áður segir um Anoru kynlífsverkakonu frá Brooklyn sem kemst í hann krappan þegar hún giftist syni rússnesks ólígarks. Foreldrar hans taka giftinguna ekki í sátt og gera sitt besta til að það verði ógilt. Baker sagði verðlaunin sérlegan sigur fyrir sjálfstæða kvikmyndagerð og hvatti kvikmyndagerðarmenn til þess að gera myndir fyrir kvikmyndahús. Bandaríska leikkonan Mikey Madison sem fór með hlutverk Anoru tileinkaði einnig kynlífsverkafólki sín verðlaun í verðlaunaræðu sinni í nótt þegar hún var valin besta leikkonan í aðalhlutverki. Var Demi Moore af mörgum fyrir kvöldið talin líklegust til að hreppa þessi verðlaun en allt kom fyrir ekki. Mikey sagði að það væri afar súrrealískt að standa á sviðinu og veita verðlaununum viðtöku. Hún viðurkenndi að vera afar stressuð. Hún sagði að fundir sínir með kynlífsverkafólki í aðdraganda myndarinnar hefðu verið það sem hefði haft mestu áhrif á hana við gerð myndarinnar. Breska blaðið The Guardian tók saman lykilaugnablik á verðlaunahátíðinni í nótt. Listi yfir alla verðlaunahafa Besta kvikmynd Anora The Brutalist A Complete Unknown Conclave Dune: Part Two Emilia Pérez I’m Still Here Nickel Boys The Substance Wicked Besti leikari í aðalhlutverki Adrien Brody, The Brutalist Timothée Chalamet, A Complete Unknown Colman Domingo, Sing Sing Ralph Fiennes, Conclave Sebastian Stan, The Apprentice Besta leikkona í aðalhlutverki Cynthia Erivo, Wicked Karla Sofía Gascón, Emilia Pérez Mikey Madison, Anora Demi Moore, The Substance Fernanda Torres, I’m Still Here Besti leikari í aukahlutverki Yura Borisov, Anora Kieran Culkin, A Real Pain Edward Norton, A Complete Unknown Guy Pearce, The Brutalist Jeremy Strong, The Apprentice Besta leikkona í aukahlutverki Monica Barbaro, A Complete Unknown Ariana Grande, Wicked Felicity Jones, The Brutalist Isabella Rossellini, Conclave Zoe Saldaña, Emilia Pérez Besti leikstjóri Sean Baker, Anora Brady Corbet, The Brutalist James Mangold, A Complete Unknown Jacques Audiard, Emilia Pérez Coralie Fargeat, The Substance Besta teiknaða mynd Flow Inside Out 2 Memoir of a Snail Wallace & Gromit: Vengeance Most Fowl The Wild Robot Besta handrit byggt á áður útgefnu efni A Complete UnknownConclaveEmilia PérezNickel BoysSing Sing Besta frumsamda handrit Anora The Brutalist A Real Pain September 5 The Substance Besta kvikmyndatakan The Brutalist- Dune: Part Two Emilia Pérez Maria Nosferatu Besta búningahönnunin A Complete Unknown Conclave Gladiator II Nosferatu Wicked Besta heimildarmyndin Black Box Diaries No Other Land Porcelain War Soundtrack to a Coup d’Etat Sugarcane Besta heimildarstuttmyndin Death By Numbers I Am Ready, Warden Incident Instruments of a Beating Heart The Only Girl in the Orchestra Besta klipping AnoraThe BrutalistConclaveEmilia PérezWicked Besta erlenda kvikmynd I’m Still Here The Girl With the Needle Emilia Pérez The Seed of a Sacred Fig Flow Besta hár og förðun A Different Man Emilia Pérez Nosferatu The Substance Wicked Besta frumsamda tónlist The Brutalist Conclave Emilia Pérez Wicked The Wild Robot Besta frumsamda lag El Mal, Emilia Pérez – WINNER The Journey, The Six Triple Eight Like a Bird, Sing Sing Mi Camino, Emilia Pérez Never Too Late, Elton John: Never Too Late Besta leikmynd The Brutalist Conclave Dune: Part Two Nosferatu Wicked Besta teiknaða stuttmynd Beautiful Men In the Shadow of the Cypress Magic Candies Wander to Wonder Yuck! Besta leikna stuttmynd A Lien Anuja I’m Not a Robot The Last Ranger The Man Who Could Not Remain Silent Besta hljóð A Complete Unknown Dune: Part Two Emilia Pérez Wicked The Wild Robot Bestu tæknibrellur Alien: Romulus Better Man Dune: Part Two Kingdom of the Planet of the Apes Wicked Fréttin verður uppfærð.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein