Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. mars 2025 09:02 Móeiður Sif er meðal keppanda í Ungfrú Ísland. „Ég held að þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa innri prinsessunni eða dívunni að blómstra,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir, 37 ára flugfreyja og einkaþjálfari, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 36 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn: Móeiður Sif Skúladóttir. Aldur: 37 ára. Er fædd árið 1988. Starf: Flugfreyja hjá Icelandair og einkaþjálfari. Ég kenni hóptíma í afleysingum eins og staðan er núna. Menntun: Einkaþjálfari hjá ÍAK, grafísk hönnun og lærði listasögu í Háskóla Íslands. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Sjálfstæð, skipulögð og opin. Það sem kæmi fólki kannski á óvart um mig: Ég var smá emo í grunnskóla. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín af því að hún er sterk, fyndin og hugsar alltaf vel um fólkið sitt. Hvað hefur mótað þig mest? Allir þeir erfiðleikar sem ég hef þurft að ganga í gegnum. Það að ég sé á þessum stað í dag sýnir mér að ég læt ekkert brjóta mig heldur kem ég bara sterkari til baka. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana?Að hafa náð tökum á átröskunarsjúkdómnum og að losna úr andlegu ofbeldissambandi. Ég komst í gegnum þetta með aðstoð fagaðila og foreldra minna, auk þess fór ég í mikla sjálfsvinnu. Hverju ertu stoltust af? Að hafa ná öllum þeim markmiðum sem ég vildi ná síðastliðin þrjú ár. Ég keypti mér íbúð, útskrifaðist sem flugfreyja hjá Icelandair, keppti í fitness og fleira. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég hugleiði, tek djúpöndun, hlusta á góða tónlist, hleyp á brettinu og, eða tek spjall við mömmu eða vinkonu. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Stundum þarf bara dass af kæruleysi“ Pabbi sagði þetta þegar ég var eitthvað stressuð og var að ofhugsa. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég kenndi tvo hóptíma í heitum sal og komst að því eftir tímana að ég væri með gat á rassinum á buxunum. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég kemst í splitt. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Húmor, heiðarleiki og einlægni. En óheillandi? Óheiðarleiki, frekja og stjórnsemi. Hver er þinn helsti ótti? Að missa foreldra mína. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi á svipuðum stað og ég er núna en búin að ná ennþá fleiri markmiðum. Það væri alveg næs að finna ástina og eignast lítið hús á Philipseyjum eða á ítölskum sveitabæ, en er annars sátt. Hvaða tungumál talarðu? íslensku, ensku, smá dönsku og smá spænsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Djúpsteikt tófú á Loving Hut. Hvaða lag tekur þú í karókí? Tennesee Whiskey með Chris Stapleton. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef afgreitt Vigdísi Finnbogadóttur og Björk Guðmundsdóttur þegar ég vann í fríhöfninni. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Mér finnst milljón sinnum betra að eiga samskipti við fólk í persónu, næst best í myndbands- eða talskilaboðum. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi setja það inn á sparnaðar reikning, en ég myndi gefa bræðrum mínum og foreldrum eitthvað líka. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það var haft samband við mig og spurt hvort ég vildi taka þátt, ég hélt að ég væri of gömul og myndi aldrei fá þetta tækifæri en varð mjög ánægð og spennt. Vonandi sýnir þetta öðrum konum á mínum aldri að lífið er ekki búið eftir þrítugt og kannski er þetta hvatning fyrir þær að elta draumana sína, sama hverjir þeir eru og sama hvað öðru fólki finnst um það. View this post on Instagram A post shared by Móeiður Sif Skúladóttir 🇮🇸 (@moasif_s) Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Hef lært, og mun læra, að ganga á sviði og hvernig Ungfrú Ísland ferlið er, ótrúlega skemmtilegt og stelpurnar frábærar Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ofbeldi í samböndum. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Hún þarf númer eitt að vera fyrirmynd, líka falleg að utan og innan, drífandi, dugleg, jákvæð og vera með góða sviðsframkomu og útgeislun. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Af því að ég held þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa prinsessunni eða dívunni innra með manni að fá að blómstra. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég er svolítið miklu eldri en þær en hef reynslu í að keppa í svipuðum keppnum þó ekki alveg eins og Ungfrú Ísland. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Kannski efnishyggja, hjarðhegðun og rörsýni. Það er mögulega af því að við búum á eyju og erum þar að leiðandi svolítið einangraðari en aðrar þjóðir. Það sjá ekki allir hversu fjölbreyttur heimurinn er og hversu mismunandi við mannfólkið erum. Lausnin væri kannski fræðsla í grunnskólum frá heilbrigðum fyrirmyndum og fagna fjölbreytileikanum. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Nú er ég ekki fædd í gær og tel mig vera þokkalega þroskaða til að geta sagt í fullri hreinskilni að þessi keppni er bara þroskandi fyrir ungar stelpur. Það er bara verið að byggja þær upp, kenna þeim að koma sér á framfæri og vera besta útgáfan af sjálfum sér, bæði í lífinu og uppi á sviði. Við erum allar ólíkar og það er alls ekki verið að ýta undir eitthverja ákveðna staðalímynd eða hvetja þær til að borða minna, bara alls ekki. Nú veit ég ekki hvernig þetta var en ég get ekki sagt neitt slæmt um Ungfrú Ísland keppnina. Ég er allavega stolt af því að fá að taka þátt og þakklát fyrir þessa reynslu. Ungfrú Ísland Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 36 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn: Móeiður Sif Skúladóttir. Aldur: 37 ára. Er fædd árið 1988. Starf: Flugfreyja hjá Icelandair og einkaþjálfari. Ég kenni hóptíma í afleysingum eins og staðan er núna. Menntun: Einkaþjálfari hjá ÍAK, grafísk hönnun og lærði listasögu í Háskóla Íslands. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Sjálfstæð, skipulögð og opin. Það sem kæmi fólki kannski á óvart um mig: Ég var smá emo í grunnskóla. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín af því að hún er sterk, fyndin og hugsar alltaf vel um fólkið sitt. Hvað hefur mótað þig mest? Allir þeir erfiðleikar sem ég hef þurft að ganga í gegnum. Það að ég sé á þessum stað í dag sýnir mér að ég læt ekkert brjóta mig heldur kem ég bara sterkari til baka. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana?Að hafa náð tökum á átröskunarsjúkdómnum og að losna úr andlegu ofbeldissambandi. Ég komst í gegnum þetta með aðstoð fagaðila og foreldra minna, auk þess fór ég í mikla sjálfsvinnu. Hverju ertu stoltust af? Að hafa ná öllum þeim markmiðum sem ég vildi ná síðastliðin þrjú ár. Ég keypti mér íbúð, útskrifaðist sem flugfreyja hjá Icelandair, keppti í fitness og fleira. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég hugleiði, tek djúpöndun, hlusta á góða tónlist, hleyp á brettinu og, eða tek spjall við mömmu eða vinkonu. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Stundum þarf bara dass af kæruleysi“ Pabbi sagði þetta þegar ég var eitthvað stressuð og var að ofhugsa. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég kenndi tvo hóptíma í heitum sal og komst að því eftir tímana að ég væri með gat á rassinum á buxunum. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég kemst í splitt. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Húmor, heiðarleiki og einlægni. En óheillandi? Óheiðarleiki, frekja og stjórnsemi. Hver er þinn helsti ótti? Að missa foreldra mína. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi á svipuðum stað og ég er núna en búin að ná ennþá fleiri markmiðum. Það væri alveg næs að finna ástina og eignast lítið hús á Philipseyjum eða á ítölskum sveitabæ, en er annars sátt. Hvaða tungumál talarðu? íslensku, ensku, smá dönsku og smá spænsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Djúpsteikt tófú á Loving Hut. Hvaða lag tekur þú í karókí? Tennesee Whiskey með Chris Stapleton. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef afgreitt Vigdísi Finnbogadóttur og Björk Guðmundsdóttur þegar ég vann í fríhöfninni. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Mér finnst milljón sinnum betra að eiga samskipti við fólk í persónu, næst best í myndbands- eða talskilaboðum. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi setja það inn á sparnaðar reikning, en ég myndi gefa bræðrum mínum og foreldrum eitthvað líka. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það var haft samband við mig og spurt hvort ég vildi taka þátt, ég hélt að ég væri of gömul og myndi aldrei fá þetta tækifæri en varð mjög ánægð og spennt. Vonandi sýnir þetta öðrum konum á mínum aldri að lífið er ekki búið eftir þrítugt og kannski er þetta hvatning fyrir þær að elta draumana sína, sama hverjir þeir eru og sama hvað öðru fólki finnst um það. View this post on Instagram A post shared by Móeiður Sif Skúladóttir 🇮🇸 (@moasif_s) Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Hef lært, og mun læra, að ganga á sviði og hvernig Ungfrú Ísland ferlið er, ótrúlega skemmtilegt og stelpurnar frábærar Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ofbeldi í samböndum. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Hún þarf númer eitt að vera fyrirmynd, líka falleg að utan og innan, drífandi, dugleg, jákvæð og vera með góða sviðsframkomu og útgeislun. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Af því að ég held þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa prinsessunni eða dívunni innra með manni að fá að blómstra. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég er svolítið miklu eldri en þær en hef reynslu í að keppa í svipuðum keppnum þó ekki alveg eins og Ungfrú Ísland. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Kannski efnishyggja, hjarðhegðun og rörsýni. Það er mögulega af því að við búum á eyju og erum þar að leiðandi svolítið einangraðari en aðrar þjóðir. Það sjá ekki allir hversu fjölbreyttur heimurinn er og hversu mismunandi við mannfólkið erum. Lausnin væri kannski fræðsla í grunnskólum frá heilbrigðum fyrirmyndum og fagna fjölbreytileikanum. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Nú er ég ekki fædd í gær og tel mig vera þokkalega þroskaða til að geta sagt í fullri hreinskilni að þessi keppni er bara þroskandi fyrir ungar stelpur. Það er bara verið að byggja þær upp, kenna þeim að koma sér á framfæri og vera besta útgáfan af sjálfum sér, bæði í lífinu og uppi á sviði. Við erum allar ólíkar og það er alls ekki verið að ýta undir eitthverja ákveðna staðalímynd eða hvetja þær til að borða minna, bara alls ekki. Nú veit ég ekki hvernig þetta var en ég get ekki sagt neitt slæmt um Ungfrú Ísland keppnina. Ég er allavega stolt af því að fá að taka þátt og þakklát fyrir þessa reynslu.
Ungfrú Ísland Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira