Drengurinn hét Mason Alexander. Bílslysið varð í úthverfi Indianapolis. Alexander var farþegi í bílnum sem var að reyna að taka fram úr og endaði utan vegar. Þar lenti hann á tré og kviknaði í honum.
Þessi efnilegi drengur var eftirsóttur af mörgum stærstu háskólum landsins en ákvað á endanum að semja við háskólann í Pittsburgh.
Hann var í 35. sæti yfir efnilegustu bakverði landsins.