Lífið

Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristján Ra er maðurinn á bakvið Volcano Express.
Kristján Ra er maðurinn á bakvið Volcano Express.

Athafnarmaðurinn Kristján Ra hefur staðið í ströngu undanfarið en nýjasta verkefnið hans kostaði yfir hálfan milljarð.

Verkefnið Volcano Express er tilbúið og hann hvetur fólk til að prófa og upplifa.

„Hugmyndin kviknar árið 2019. Frændi minn er Þórhallur Þórðarson eldfjallageðsjúklingur. Við sátum við eldhúsborðið hjá mömmu hans og pabba og þá kom fyrsta hugmyndin. Síðan koma þessi gos og við byrjum að vinna í þessu árið 2020 og förum síðan á fullt árið 2021. Við höfum verið í samvinnu við Hörpu í þrjú og hálft ár og núna er þetta að koma heim og saman,“ segir Kristján en Volcano Express er einmitt staðsett í Hörpu, nánar tiltekið í kjallaranum þar og fékk Kristján salinn afhentan í október í fyrra.

„Þarna er verið að segja sögu af Íslandi sem er eldfjall og hvernig við lifum hérna. En þarna er geðveikur LED skjár, frábærir hátalarar og sérsmíðað sætakerfi þar sem þú ert að fara finna hita, kulda og vind. Þú ert að fara finna jarðskjálfta og sætin eru að fara hreyfast,“ segir Kristján en hér að neðan má sjá hvernig verkefnið varð til og söguna á bak við það. Sindri Sindrason hitti Kristján í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.