Tveir bílar, sem alda sópaði í sjóinn í Akraneshöfn á mánudagsmorgun, voru hýfðir upp í dag. Kafari segir aðstæður hafa verið erfiðar en aðgerðir hafi gengið vel í dag.
Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka rýnir með okkur í áhrif tollahækkana Donalds Trumps á innfluttum vörum frá Kanada, Kína og Mexíkó. Hann boðar svipaðar hækkanir á vörur frá löndum ESB í næsta mánuði.
Við fáum að sjá magnaðar myndir af því þegar flugvél frá Play þurfti tvívegis að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í gær. Kristján Már fréttamaður fylgdist með í hvassri suðvestanátt.
Í Íslandi í dag hittum við leikkonuna Anítu Briem, sem segist mun hamingjusamari heima á Íslandi en undanfarin ár hefur hún bæði búið í Bretlandi og Los Angeles í Bandaríkjunum.