Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Lovísa Arnardóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 6. mars 2025 15:33 Pawel og Friðjón fóru yfir stöðuna í alþjóðamálunum í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Einar Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segist ekki endilega telja þörf á að flýta umræðu um umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sé með plan og þau fylgi því. Hann segir þó ljóst að betra sé fyrir Íslendinga að eiga í góðum samskiptum við Evrópu. „Við græðum mest á fjölþjóðasambandi,“ sagði Pawel í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Þar voru einnig til að ræða stöðuna í alþjóðamálunum Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi Vinstri grænna og hernaðarandstæðingur. Friðjón greip orðið í þessari umræðu og sagðist óttast það mest, í því ástandi sem er núna, að Íslendingar eigi eftir að þurfa að halla sér frekar að Evrópu en Bandaríkjunum. Varnarsamningur Íslendinga við Bandaríkin sé í gildi og Bandaríkjamenn hafi hingað til verið traustir bandamenn. Það sé samt sem áður staðreynd að innan stjórnar Trump sé að finna fólk sem fyrirlíti NATO og því gæti það endað svo að Íslendingar muni standa frammi fyrir því vali um hvort þeir eigi að treysta Bandaríkjamönnum eða Evrópu fyrir vörnum landsins. Það geti þá leitt til þess að Íslendingar „hrekjist“ inn í Evrópusambandið vegna yfirgangs Trump stjórnarinnar. „Það er eitthvað sem ég óttast en vil ekki sjá,“ sagði Friðjón. Stefán Pálsson og Sigríður Andersen eru ekki oft sammála. Vísir/Einar Sigríður sagði mikilvægt að vera í beinu talsambandi við Bandaríkin og tryggja varnarsamning Íslendinga við Bandaríkin. Þjóðaröryggi byggist þó einnig á borgaralegum innviðum. Íslendingar hafi sem dæmi styrkt samband við Norðurlönd undanfarið og það þurfi að rækta þessi sambönd samhliða. Pawel sagði þá mikilvægt að samskiptin væru góð við Bandaríkin en á sama tíma verði að styrkja samböndin við Evrópu. Heitar umræður fóru fram í þættinum um varnar- og öryggismál á Íslandi og Evrópu og stríðið í Úkraínu og vopnakaup. Hvernig sé best að koma á friði og mikilvægi á áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni að ofan. Pallborðið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Skattar og tollar Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Donald Trump Tengdar fréttir Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst. 6. mars 2025 11:01 Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
„Við græðum mest á fjölþjóðasambandi,“ sagði Pawel í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Þar voru einnig til að ræða stöðuna í alþjóðamálunum Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi Vinstri grænna og hernaðarandstæðingur. Friðjón greip orðið í þessari umræðu og sagðist óttast það mest, í því ástandi sem er núna, að Íslendingar eigi eftir að þurfa að halla sér frekar að Evrópu en Bandaríkjunum. Varnarsamningur Íslendinga við Bandaríkin sé í gildi og Bandaríkjamenn hafi hingað til verið traustir bandamenn. Það sé samt sem áður staðreynd að innan stjórnar Trump sé að finna fólk sem fyrirlíti NATO og því gæti það endað svo að Íslendingar muni standa frammi fyrir því vali um hvort þeir eigi að treysta Bandaríkjamönnum eða Evrópu fyrir vörnum landsins. Það geti þá leitt til þess að Íslendingar „hrekjist“ inn í Evrópusambandið vegna yfirgangs Trump stjórnarinnar. „Það er eitthvað sem ég óttast en vil ekki sjá,“ sagði Friðjón. Stefán Pálsson og Sigríður Andersen eru ekki oft sammála. Vísir/Einar Sigríður sagði mikilvægt að vera í beinu talsambandi við Bandaríkin og tryggja varnarsamning Íslendinga við Bandaríkin. Þjóðaröryggi byggist þó einnig á borgaralegum innviðum. Íslendingar hafi sem dæmi styrkt samband við Norðurlönd undanfarið og það þurfi að rækta þessi sambönd samhliða. Pawel sagði þá mikilvægt að samskiptin væru góð við Bandaríkin en á sama tíma verði að styrkja samböndin við Evrópu. Heitar umræður fóru fram í þættinum um varnar- og öryggismál á Íslandi og Evrópu og stríðið í Úkraínu og vopnakaup. Hvernig sé best að koma á friði og mikilvægi á áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni að ofan.
Pallborðið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Skattar og tollar Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Donald Trump Tengdar fréttir Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst. 6. mars 2025 11:01 Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst. 6. mars 2025 11:01
Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44
Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent