Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar 7. mars 2025 13:00 Um kraftaverk, barnsfæðingu steinsnar frá Betlehem, hjálparstarf, góð kynni, von um betri heim og einstæðu móðurina Esraa sem breytti sér í Israa vegna Zuckerbergs. Við komumst ekki hjá því að horfast í augu við óhæfuverkin á Gaza sem engan enda ætla að taka. Og hugleiða ábyrgð Vesturlanda sem hafa nær einróma stutt þjóðarmorðið, beint eða með hálfvelgju. Ný og ný grimmdarverk koma í ljós þótt heita eigi að sé vopnahlé, nú á að svelta fólkið þar og Trump hótar dauða og eyðileggingu. Þjóðarmorð, glæpur gegn mannkyni, mannfyrirlitning og afmennskun blasir stöðugt við. Kristján Þór Sigurðsson hefur greint hið margþætta og óhugnanlega þjóðarmorð eða fjölþættu dauðaleiðir sem Ísraelsher stundar í víðu samhengi hér. Við verðum líka horfst í augu við þolendur þó að það kunni að þykja óþægilegt. Fólk á þessari þéttbýlu 365 ferkílómetra landræmu, sem er ögn stærri en sveitin undir Eyjafjöllum milli fjöru og fjalls frá Markarfljóti austur í Vík. Eða landræma sem næði frá Höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbæjar. Íbúarnir eru 2,2 milljónir og 90% þeirra hrakin frá heimilum sínum. Meirihluti hefur snúið aftur til heimila sinna í rústum. Gaza hefur verið lögð gjörsamlega í rúst af Ísraelsher, hátt í 50 þúsund óbreyttra borgara hafa verið myrt. Þar af er nærri þriðjungur börn. Yfir hundrað þúsund eru særð. Allt í boði Ísraelsstjórnar og Vesturlanda, afleiðingar af yfirgangi nýlendu- og heimsvaldastefnu. Neyðin er skelfileg, og eftir vopnahlé tekur við depurð og vonleysi, fólk býr í lélegum tjöldum, reynir að gera hrunin hús sín að einhverju leyti íbúðarhæf en önnur hafa ekki fengið að koma á sínar heimaslóðir aftur. Samfélagsmiðlar hafa fært nýja vídd inn í reynslu okkar og vitneskju um líf fólks á Gaza með vinatengslum. Ég hef sagt frá þeirri merkilegu reynslu að eiga bein samskipti við fólk í neyð á Gaza. Smátt og smátt verður maður þátttakandi í lífi þess, kynnist því, deilir hjálparbeiðnum þeirra og söfnunarsíðum. Sjálfur á ég yfirborðsleg samskipt við nokkurn fjölda og deili beiðnum eins og ég. Eina góða vinkonu, eða nýja dóttur, hef ég eignast. Ég hef áður nefnt Esraa Saed, sem ég spjalla við nær daglega. Ég hef fengið innsýn í líf hennar og dætra hennar þriggja, hugmyndir og reynslu. Maður hennar er fastur í Egyptalandi en þær búa við frumstæðustu skilyrði og hafa ekki einu sinni eigið tjald heldur búa hjá nánustu ættingjum til skiptis. Þær sárvantar sitt eigið afdrep en hafa ekki efni á því. Þær bjuggu í Rafah, þar sem hús þeirra er í rúst, flúðu hingað og þangað en eru nú í búðum í Khan Yunis. Esraa er þreytt á líkama, stundum buguð á sál en þraukar af æðruleysi, dag eftir dag, viku eftir viku, og ekkert breytist. Þær hafa ekkert rúm, slitnar dýnur, og hún vaknar lurkum lamin að morgni, gengur stundum til náða grátandi og vaknar grátandi. Hún hafði búið í litlu og notalegu húsi við helstu þægindi sem þykja svo sjálfsögð. Nú er ekkert rafmagn, ekkert rennandi vatn, hún matreiðir yfir opnum eldi, þvær allt í höndunum, ef á annað borð fæst vatn. Þau geta ekki farið í heita sturtu með rennandi vatni en sjóða vatn yfir opnum eldi og blanda köldu vatni til að gera sér frumstætt steypibað sem er ekki þægilegt þegar kalt er yfir veturinn. Öðru hvoru koma bílar með drykkjarvatn sem fólk þyrpist að með brúsa. Örlítið rafmagn fyrir síma má fá úr sólarsellum, stundum þarf að borga fyrir það og stundum ekki og netkort geta þau keypt til að hafa samband við umheiminn sem er þeim svo dýrmætt. Netsamband rofnar oft. Dæturnar, Sama (12), Ghena (6) og Hala litla (3) eiga engin leikföng en leika sér í sandinum. Ég deildi einu sinni myndbandi af Hala, fjörkálfinum sem á jafnerfitt með að sitja kyrr og barnabörn mín hér heima. Hún lék sér við að grafa holu í sandinn, hafði ekkert dót. Stundum gráta þær yfir að eiga engin leikföng. Meðfædd glaðværð Esraa dofnar oft og augu eldri stúlknanna eru dapurleg á myndum. Maður veltir fyrir sér langtímaáhrifum af ástandinu. Esraa er 31 árs, á aldur við yngri börnin mín. Hún á þrjú eldri systkini og þrjú yngri, sum þeirra hafa misst maka. Foreldrar þeirra eru á lífi, um sextugt, og faðir hennar að jafna sig eftir hjartáfall. Hún missir stundum lífsviljann, og það er ekki vegna lífshættulegra plasttappa sem ræna íslensk karlmenni lífsviljanum. „Ég hef misst ástríðuna fyrir lífinu og tel bara dagana“ sagði hún þegar hún sá ekkert líf framundan. Hún er fluggreind, menntuð í arabískum og íslömskum fræðum með háar einkunnir, kann töluvert í ensku og var fyrir innrásina farin að þjálfa sig á enskunámskeiðum og læra meira en þess er lítill kostur nú í niðurdrepandi lífsbaráttu. Þó að sé vopnahlé fljúga flugvélar og njósnadrónar yfir svæðið, stundum heyrist sprengjugnýr í fjarska svo stelpurnar hlaupa til móður sinnar í skelfingu. Nú er Ramadan, trúarhátíð þakklætis fyrir lífið eins kaldhæðnislega og það hljómar, sem börnin hlakka til eins og okkar börn hlakka til jólanna. Þá eru ljósker mikilvægur hluti af helgisiðunum. Esraa gat keypt eitt ódýrt ljósker handa Hala litlu en ekki fleiri því hún varð að nota það litla fé sem barst til að kaupa mat. Á Ramadan er fastað frá sólarupprás til sólseturs og fólk þarf að eiga góða næringu og drykki eftir sólarlag til að halda kröftum. Við skiptumst á sögum af okkar nánustu, ég af börnum og barnabörnum, hún af börnum sínum, og er svolítið farin að líta á mig sem föður. Hún gleðst yfir að heyra eitthvað gott um mitt fólk, biður okkur guðsblessunar, en hvað get ég sagt til að hughreysta hana þegar vonleysi og depurð hellast yfir? Orð eru lítils megnug en bara það að gefa sér tíma fyrir hlýlegt spjall hjálpar eitthvað. Stundum endar samtal í örlítið meiri von og bjartsýni. Og alltaf steypist ofbeldið yfir. Facebook síðu hennar var lokað fyrir nokkru. Hún opnaði nýja sem var líka lokað. Ég stakk upp á að hún prófaði að stafsetja nafnið öðruvísi og hún breyti því í Israa. Það entist í nokkra daga og var þá lokað. Nú getur hún ekki opnað nýjan því síminn hennar hefur veirð útilokaður. Nú hefur hún bara WhatsApp til að tengjast umheiminum, og vinir dreifa söfnunarsíðu hennar á samfélagsmiðlum. Hér er SÖFNUNARSÍÐAhennar, sem virkar, ég bið fólk af öllu hjarta að láta smávegis af hendi rakna, margt smátt gerir eitt stórt. Henni hefur ekki orðið mikið ágengt því Facebook er henni lokuð. Esraa er ekki eina manneskjan á Gaza í sambandi við Íslendinga. Fjöldi fólks hefur á undanförnum mánuðum kynnst fólki þar, gefið peninga og veitt áfallhjálp. Þar er Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur fremst í flokki og fjöldi kvenna með henni í liði. Þær færa ómetanlega ástúð, vináttu og allskyns hagnýta og fjárhagslega hjálp yfir landmæri og víglínur. Í kringum Kristínu eru kannski um 20 manns virk við hjálparstarf en sýnileiki á Facebook hefur haft víðtæk áhrif. Líklega hafa fáein hundruð stutt fólk beint fjárhagslega einu sinni eða oftar. Mörgum milljónum hefur verið veitt í gegnum söfnun Kristínar (bankaupplýsingar aftast í greininni) til kaupa á mat, lyfjum, hreinlætisvörum, teppum, fötum, tjöldum og efni til viðgerða svo sem timbur, sement, plast og segldúka til að verja þök og lek svæði. Þá sendi hún fyrir eigin reikning 4000 litra vatnstrukk á vatnslaust svæði á norður Gaza og hún er að fara að senda annan slíkan til Jabalia á norður Gaza. Sálgæsla hennar er ómetanleg, því skiljanlega þjáist fjöldi fólks af alvarlegri áfallastreitu. Hún hefur fengið öflugt fólk í lið með sér, til dæmis ljósmóður sem hjálpar við að styðja barnshafandi konur með ráðgjöf fyrir og eftir fæðingu. Bara í síðustu viku sinnti Kristín ráðgjöf til konu sem reyndist með meðgöngueitrun og fór í bráðakeisara. Drengurinn hennar var 1,2 kíló eða tæpar fimm merkur og Kristín setti af stað skyndisöfnun svo hægt væri að kaupa gashitara fyrir þau. Kraftaverkin eru fleiri, sem er ekkert nýtt á þessum slóðum. Í vikunni skaust lítill snáði inn í þennan harða heim tveim vikum fyrr en ætlað var. Móðirin heitir Amany og þau fóru strax aftur í tjaldið, til stóru systur sem er samt bara eins og hálfs árs en lifir sig svo inn í stórusysturhlutverkið að hún kjökrar með honum þegar á þarf að halda. Amany er skjólstæðingur Oddnýjar Bjargar Rafnsdóttur, frænku Kristínar og samherja sem þegar var búin að safna fyrir helstu nauðsynjum vegna fæðingarinnar en þörf er á meiru. Litli snáðinn fæddist 86,8 kílómetrum frá Betlehem. Íslendingar ættu auðveldara með að komast þangað en fólk frá Gaza. Hjálparstarfið hefur orðið til þess að æ fleiri á Gaza hafa haft spurnir af því og senda vinarbeiðnir á Facebook og biðja um stuðning, stundum inn í spjallþræði. Þetta er nokkuð flóð sem ástæðulaust er að pirra sig á. Það endurspeglar ástand í heiminum sem við verðum að horfast í augu við. Maður samþykkir eins margar beiðnir maður treystir sér til, verður svolítið ringlaður, ruglar saman nöfnum og stafsetning arabískra nafna á latínuletri er á reiki. Þetta er örbjarga fólk í sárri neyð að reyna að bjarga sér eftir bestu getu. Það varð að kyngja stoltinu. Sum eru afsakandi, önnur geta verið ýtin en eru alltaf kurteis og þakklát. Þess vegna er auðvelt að vera kurteis og svara vinsamlega að maður geti ekki gefið meira ef svo stendur á en maður getur alltaf deilt söfnunarsíðunum þeirra. Það má gefa sér tíma til að spjalla við fólk á spjallrásum eða í myndsímtölum, eins og Kristín og samstarfskonur hennar gera. Það er sár þörf fyrir áfallahjálp, við getum ekki ímyndað okkur þá kvöl sem fylgdi stöðugum árásum og dauðsföllum nánustu ættingja, foreldra, systkina, maka, barna, endalausum skorti og vist í tjöldum sem ekki þola vond veður. Og nú þegar á að heita að sé vopnahlé sveima flugvélar og drónar stöðugt yfir. Nærvera morðingjahersis er stöðug og ógnandi. Að taka upp samband við fólk á Gaza er eins og að fara yfir þröskuld, eða hoppa upp úr hjólförum og taka opnum örmum þeim sem maður hefur tök á að kynnast. Það er lítið mál að styðja einhverja öðru hvoru með smáframlögum eftir efnum. Enginn er of merkilegur til að deila hjálparbeiðnum eftir megni, eða samþykkja nokkrar vinabeiðnir og fylgjast með gleði fólks og sorgum. Við höfum gott af því að setja okkur í spor fólks, í veröld sem nú er óttast að sé á heljarþröm. „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér“ (matt. 25:40) sagði maður sem mörg hafa að leiðtoga lífs síns. Víst er að sá heimur sem ofbeldistrúaðir valdsmenn ráðskast með hvílir á herðum hinna minnstu bræðra og systra. Og helst eru það konur sem létta þá byrði. Heimurinn er stór og við erum fá og smá hér á Íslandi. Gazabúar eru fimm sinnum fleiri en við. Við breytum ekki stóru myndinni, ástandi heimsins, eða hvað? Við getum í það minnsta leyft okkur að ímynda okkur að samkennd og samúð breiðist út ef æ fleiri vingist við fáeina Gazabúa og styðji og ég veit að eitthvað svipað gerist víðar um lönd. Með tímanum gæti það breytt þankagangi fjölda fólks jafnvel svo að ráðamenn taki eftir. Barnalegt, jájá, en en bernsk góðvild og einlægni geta smitað. Samfélagsmiðlar eru ófyrirsjáanlegir og vissulega notaðir til útreiknaðra illverka. En það er ómaksins vert að reyna að taka þátt í óútreiknanlegri dreifingu samkenndar og góðvildar, mannúðarbrags sem væri mótvægi við grimmdina sem við blasir. Það væri meira að segja hægt að ímynda sér skipulagða hópa sem tækju að sér einn eða fleiri: Góðgerðarfélög, vinnustaði, vinahópa, saumaklúbba, stórfjölskyldur og kannski ekki síst kvenfélög sem eiga langa og göfuga sögu góðgerðastarfs. Slík samskipti dýpka skilning og jafnvel trú á getu hversdagsfólks til að hafa áhrif, framhjá pólitískri umræðu í skotgröfum. Þau gætu vegið á móti þeirri blöndu vanmættis og skeytingarleysis sem nú er áberandi víða um heim og hefur hleypt óæskilegasta fólki í valdastöður. Kannski hefur andóf almennings aldrei verið brýnna, aldrei verið meiri þörf á að sýna í verki athafnir þvert gegn margvíslegum ofbeldisgjörðum valdhafa. Heimurinn er í ógöngum. Svo miklum að vistkreppan, sem í raun er alvarlegasta ógnunin við líf á jörðinni (sprottin af sama meiði og ofbeldið), fellur í skuggann af grimmdarverkum pólitískra ofbeldismanna. Fólk virðist halda að lausnir liggi á skákborði heimspólitíkur þar sem engin hugsun þrífst önnur en ótal birtingarmyndir hernaðarofbelds, í Úkraínu, Gaza, eða í Afríku. Hreinust á Gaza, þjóðarmorðið er hin endanlega lausn zíonistanna, og Trumps. Það er sama hve göfugar hugmyndir um frelsi, lýðræði og mannréttindi hafa þróast á Vesturlöndum, þær hafa aldrei flækst fyrir ráðamönnum sem vildu og vilja fara fram með ofbeldi hvers konar. Lýðræði hljómar eins og súr brandari. Langflest okkar vilja bara lifa einföldu og þægilegu lífi og óska öðrum þess sama, en hafa kannski treyst vafasömum leiðtogum fyrir fjöreggjum sínum. Kannski getur sú náungasamkennd sem kviknar hjá fólki sem falið í sér endurlífgun lýðræðis. Til athugunar: Langflest fólk frá Gaza sem er á Facebook er með gofundme reikninga sem eru áreiðanlegir og auðvelt er að styrkja. Kristín S. Bjarnadóttir er líka með íslenskan söfnunarreikning og deilir af honum þangað sem þörfin er mest hverju sinni. Banki 0162-26-013668, Kt. 130668-5189 Og hún er auðfundin á Facebook, færslur hennar með ótal sögum, harmsögum og kraftaverkasögum eru oft opnar. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að kynna sér og styðja. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Um kraftaverk, barnsfæðingu steinsnar frá Betlehem, hjálparstarf, góð kynni, von um betri heim og einstæðu móðurina Esraa sem breytti sér í Israa vegna Zuckerbergs. Við komumst ekki hjá því að horfast í augu við óhæfuverkin á Gaza sem engan enda ætla að taka. Og hugleiða ábyrgð Vesturlanda sem hafa nær einróma stutt þjóðarmorðið, beint eða með hálfvelgju. Ný og ný grimmdarverk koma í ljós þótt heita eigi að sé vopnahlé, nú á að svelta fólkið þar og Trump hótar dauða og eyðileggingu. Þjóðarmorð, glæpur gegn mannkyni, mannfyrirlitning og afmennskun blasir stöðugt við. Kristján Þór Sigurðsson hefur greint hið margþætta og óhugnanlega þjóðarmorð eða fjölþættu dauðaleiðir sem Ísraelsher stundar í víðu samhengi hér. Við verðum líka horfst í augu við þolendur þó að það kunni að þykja óþægilegt. Fólk á þessari þéttbýlu 365 ferkílómetra landræmu, sem er ögn stærri en sveitin undir Eyjafjöllum milli fjöru og fjalls frá Markarfljóti austur í Vík. Eða landræma sem næði frá Höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbæjar. Íbúarnir eru 2,2 milljónir og 90% þeirra hrakin frá heimilum sínum. Meirihluti hefur snúið aftur til heimila sinna í rústum. Gaza hefur verið lögð gjörsamlega í rúst af Ísraelsher, hátt í 50 þúsund óbreyttra borgara hafa verið myrt. Þar af er nærri þriðjungur börn. Yfir hundrað þúsund eru særð. Allt í boði Ísraelsstjórnar og Vesturlanda, afleiðingar af yfirgangi nýlendu- og heimsvaldastefnu. Neyðin er skelfileg, og eftir vopnahlé tekur við depurð og vonleysi, fólk býr í lélegum tjöldum, reynir að gera hrunin hús sín að einhverju leyti íbúðarhæf en önnur hafa ekki fengið að koma á sínar heimaslóðir aftur. Samfélagsmiðlar hafa fært nýja vídd inn í reynslu okkar og vitneskju um líf fólks á Gaza með vinatengslum. Ég hef sagt frá þeirri merkilegu reynslu að eiga bein samskipti við fólk í neyð á Gaza. Smátt og smátt verður maður þátttakandi í lífi þess, kynnist því, deilir hjálparbeiðnum þeirra og söfnunarsíðum. Sjálfur á ég yfirborðsleg samskipt við nokkurn fjölda og deili beiðnum eins og ég. Eina góða vinkonu, eða nýja dóttur, hef ég eignast. Ég hef áður nefnt Esraa Saed, sem ég spjalla við nær daglega. Ég hef fengið innsýn í líf hennar og dætra hennar þriggja, hugmyndir og reynslu. Maður hennar er fastur í Egyptalandi en þær búa við frumstæðustu skilyrði og hafa ekki einu sinni eigið tjald heldur búa hjá nánustu ættingjum til skiptis. Þær sárvantar sitt eigið afdrep en hafa ekki efni á því. Þær bjuggu í Rafah, þar sem hús þeirra er í rúst, flúðu hingað og þangað en eru nú í búðum í Khan Yunis. Esraa er þreytt á líkama, stundum buguð á sál en þraukar af æðruleysi, dag eftir dag, viku eftir viku, og ekkert breytist. Þær hafa ekkert rúm, slitnar dýnur, og hún vaknar lurkum lamin að morgni, gengur stundum til náða grátandi og vaknar grátandi. Hún hafði búið í litlu og notalegu húsi við helstu þægindi sem þykja svo sjálfsögð. Nú er ekkert rafmagn, ekkert rennandi vatn, hún matreiðir yfir opnum eldi, þvær allt í höndunum, ef á annað borð fæst vatn. Þau geta ekki farið í heita sturtu með rennandi vatni en sjóða vatn yfir opnum eldi og blanda köldu vatni til að gera sér frumstætt steypibað sem er ekki þægilegt þegar kalt er yfir veturinn. Öðru hvoru koma bílar með drykkjarvatn sem fólk þyrpist að með brúsa. Örlítið rafmagn fyrir síma má fá úr sólarsellum, stundum þarf að borga fyrir það og stundum ekki og netkort geta þau keypt til að hafa samband við umheiminn sem er þeim svo dýrmætt. Netsamband rofnar oft. Dæturnar, Sama (12), Ghena (6) og Hala litla (3) eiga engin leikföng en leika sér í sandinum. Ég deildi einu sinni myndbandi af Hala, fjörkálfinum sem á jafnerfitt með að sitja kyrr og barnabörn mín hér heima. Hún lék sér við að grafa holu í sandinn, hafði ekkert dót. Stundum gráta þær yfir að eiga engin leikföng. Meðfædd glaðværð Esraa dofnar oft og augu eldri stúlknanna eru dapurleg á myndum. Maður veltir fyrir sér langtímaáhrifum af ástandinu. Esraa er 31 árs, á aldur við yngri börnin mín. Hún á þrjú eldri systkini og þrjú yngri, sum þeirra hafa misst maka. Foreldrar þeirra eru á lífi, um sextugt, og faðir hennar að jafna sig eftir hjartáfall. Hún missir stundum lífsviljann, og það er ekki vegna lífshættulegra plasttappa sem ræna íslensk karlmenni lífsviljanum. „Ég hef misst ástríðuna fyrir lífinu og tel bara dagana“ sagði hún þegar hún sá ekkert líf framundan. Hún er fluggreind, menntuð í arabískum og íslömskum fræðum með háar einkunnir, kann töluvert í ensku og var fyrir innrásina farin að þjálfa sig á enskunámskeiðum og læra meira en þess er lítill kostur nú í niðurdrepandi lífsbaráttu. Þó að sé vopnahlé fljúga flugvélar og njósnadrónar yfir svæðið, stundum heyrist sprengjugnýr í fjarska svo stelpurnar hlaupa til móður sinnar í skelfingu. Nú er Ramadan, trúarhátíð þakklætis fyrir lífið eins kaldhæðnislega og það hljómar, sem börnin hlakka til eins og okkar börn hlakka til jólanna. Þá eru ljósker mikilvægur hluti af helgisiðunum. Esraa gat keypt eitt ódýrt ljósker handa Hala litlu en ekki fleiri því hún varð að nota það litla fé sem barst til að kaupa mat. Á Ramadan er fastað frá sólarupprás til sólseturs og fólk þarf að eiga góða næringu og drykki eftir sólarlag til að halda kröftum. Við skiptumst á sögum af okkar nánustu, ég af börnum og barnabörnum, hún af börnum sínum, og er svolítið farin að líta á mig sem föður. Hún gleðst yfir að heyra eitthvað gott um mitt fólk, biður okkur guðsblessunar, en hvað get ég sagt til að hughreysta hana þegar vonleysi og depurð hellast yfir? Orð eru lítils megnug en bara það að gefa sér tíma fyrir hlýlegt spjall hjálpar eitthvað. Stundum endar samtal í örlítið meiri von og bjartsýni. Og alltaf steypist ofbeldið yfir. Facebook síðu hennar var lokað fyrir nokkru. Hún opnaði nýja sem var líka lokað. Ég stakk upp á að hún prófaði að stafsetja nafnið öðruvísi og hún breyti því í Israa. Það entist í nokkra daga og var þá lokað. Nú getur hún ekki opnað nýjan því síminn hennar hefur veirð útilokaður. Nú hefur hún bara WhatsApp til að tengjast umheiminum, og vinir dreifa söfnunarsíðu hennar á samfélagsmiðlum. Hér er SÖFNUNARSÍÐAhennar, sem virkar, ég bið fólk af öllu hjarta að láta smávegis af hendi rakna, margt smátt gerir eitt stórt. Henni hefur ekki orðið mikið ágengt því Facebook er henni lokuð. Esraa er ekki eina manneskjan á Gaza í sambandi við Íslendinga. Fjöldi fólks hefur á undanförnum mánuðum kynnst fólki þar, gefið peninga og veitt áfallhjálp. Þar er Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur fremst í flokki og fjöldi kvenna með henni í liði. Þær færa ómetanlega ástúð, vináttu og allskyns hagnýta og fjárhagslega hjálp yfir landmæri og víglínur. Í kringum Kristínu eru kannski um 20 manns virk við hjálparstarf en sýnileiki á Facebook hefur haft víðtæk áhrif. Líklega hafa fáein hundruð stutt fólk beint fjárhagslega einu sinni eða oftar. Mörgum milljónum hefur verið veitt í gegnum söfnun Kristínar (bankaupplýsingar aftast í greininni) til kaupa á mat, lyfjum, hreinlætisvörum, teppum, fötum, tjöldum og efni til viðgerða svo sem timbur, sement, plast og segldúka til að verja þök og lek svæði. Þá sendi hún fyrir eigin reikning 4000 litra vatnstrukk á vatnslaust svæði á norður Gaza og hún er að fara að senda annan slíkan til Jabalia á norður Gaza. Sálgæsla hennar er ómetanleg, því skiljanlega þjáist fjöldi fólks af alvarlegri áfallastreitu. Hún hefur fengið öflugt fólk í lið með sér, til dæmis ljósmóður sem hjálpar við að styðja barnshafandi konur með ráðgjöf fyrir og eftir fæðingu. Bara í síðustu viku sinnti Kristín ráðgjöf til konu sem reyndist með meðgöngueitrun og fór í bráðakeisara. Drengurinn hennar var 1,2 kíló eða tæpar fimm merkur og Kristín setti af stað skyndisöfnun svo hægt væri að kaupa gashitara fyrir þau. Kraftaverkin eru fleiri, sem er ekkert nýtt á þessum slóðum. Í vikunni skaust lítill snáði inn í þennan harða heim tveim vikum fyrr en ætlað var. Móðirin heitir Amany og þau fóru strax aftur í tjaldið, til stóru systur sem er samt bara eins og hálfs árs en lifir sig svo inn í stórusysturhlutverkið að hún kjökrar með honum þegar á þarf að halda. Amany er skjólstæðingur Oddnýjar Bjargar Rafnsdóttur, frænku Kristínar og samherja sem þegar var búin að safna fyrir helstu nauðsynjum vegna fæðingarinnar en þörf er á meiru. Litli snáðinn fæddist 86,8 kílómetrum frá Betlehem. Íslendingar ættu auðveldara með að komast þangað en fólk frá Gaza. Hjálparstarfið hefur orðið til þess að æ fleiri á Gaza hafa haft spurnir af því og senda vinarbeiðnir á Facebook og biðja um stuðning, stundum inn í spjallþræði. Þetta er nokkuð flóð sem ástæðulaust er að pirra sig á. Það endurspeglar ástand í heiminum sem við verðum að horfast í augu við. Maður samþykkir eins margar beiðnir maður treystir sér til, verður svolítið ringlaður, ruglar saman nöfnum og stafsetning arabískra nafna á latínuletri er á reiki. Þetta er örbjarga fólk í sárri neyð að reyna að bjarga sér eftir bestu getu. Það varð að kyngja stoltinu. Sum eru afsakandi, önnur geta verið ýtin en eru alltaf kurteis og þakklát. Þess vegna er auðvelt að vera kurteis og svara vinsamlega að maður geti ekki gefið meira ef svo stendur á en maður getur alltaf deilt söfnunarsíðunum þeirra. Það má gefa sér tíma til að spjalla við fólk á spjallrásum eða í myndsímtölum, eins og Kristín og samstarfskonur hennar gera. Það er sár þörf fyrir áfallahjálp, við getum ekki ímyndað okkur þá kvöl sem fylgdi stöðugum árásum og dauðsföllum nánustu ættingja, foreldra, systkina, maka, barna, endalausum skorti og vist í tjöldum sem ekki þola vond veður. Og nú þegar á að heita að sé vopnahlé sveima flugvélar og drónar stöðugt yfir. Nærvera morðingjahersis er stöðug og ógnandi. Að taka upp samband við fólk á Gaza er eins og að fara yfir þröskuld, eða hoppa upp úr hjólförum og taka opnum örmum þeim sem maður hefur tök á að kynnast. Það er lítið mál að styðja einhverja öðru hvoru með smáframlögum eftir efnum. Enginn er of merkilegur til að deila hjálparbeiðnum eftir megni, eða samþykkja nokkrar vinabeiðnir og fylgjast með gleði fólks og sorgum. Við höfum gott af því að setja okkur í spor fólks, í veröld sem nú er óttast að sé á heljarþröm. „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér“ (matt. 25:40) sagði maður sem mörg hafa að leiðtoga lífs síns. Víst er að sá heimur sem ofbeldistrúaðir valdsmenn ráðskast með hvílir á herðum hinna minnstu bræðra og systra. Og helst eru það konur sem létta þá byrði. Heimurinn er stór og við erum fá og smá hér á Íslandi. Gazabúar eru fimm sinnum fleiri en við. Við breytum ekki stóru myndinni, ástandi heimsins, eða hvað? Við getum í það minnsta leyft okkur að ímynda okkur að samkennd og samúð breiðist út ef æ fleiri vingist við fáeina Gazabúa og styðji og ég veit að eitthvað svipað gerist víðar um lönd. Með tímanum gæti það breytt þankagangi fjölda fólks jafnvel svo að ráðamenn taki eftir. Barnalegt, jájá, en en bernsk góðvild og einlægni geta smitað. Samfélagsmiðlar eru ófyrirsjáanlegir og vissulega notaðir til útreiknaðra illverka. En það er ómaksins vert að reyna að taka þátt í óútreiknanlegri dreifingu samkenndar og góðvildar, mannúðarbrags sem væri mótvægi við grimmdina sem við blasir. Það væri meira að segja hægt að ímynda sér skipulagða hópa sem tækju að sér einn eða fleiri: Góðgerðarfélög, vinnustaði, vinahópa, saumaklúbba, stórfjölskyldur og kannski ekki síst kvenfélög sem eiga langa og göfuga sögu góðgerðastarfs. Slík samskipti dýpka skilning og jafnvel trú á getu hversdagsfólks til að hafa áhrif, framhjá pólitískri umræðu í skotgröfum. Þau gætu vegið á móti þeirri blöndu vanmættis og skeytingarleysis sem nú er áberandi víða um heim og hefur hleypt óæskilegasta fólki í valdastöður. Kannski hefur andóf almennings aldrei verið brýnna, aldrei verið meiri þörf á að sýna í verki athafnir þvert gegn margvíslegum ofbeldisgjörðum valdhafa. Heimurinn er í ógöngum. Svo miklum að vistkreppan, sem í raun er alvarlegasta ógnunin við líf á jörðinni (sprottin af sama meiði og ofbeldið), fellur í skuggann af grimmdarverkum pólitískra ofbeldismanna. Fólk virðist halda að lausnir liggi á skákborði heimspólitíkur þar sem engin hugsun þrífst önnur en ótal birtingarmyndir hernaðarofbelds, í Úkraínu, Gaza, eða í Afríku. Hreinust á Gaza, þjóðarmorðið er hin endanlega lausn zíonistanna, og Trumps. Það er sama hve göfugar hugmyndir um frelsi, lýðræði og mannréttindi hafa þróast á Vesturlöndum, þær hafa aldrei flækst fyrir ráðamönnum sem vildu og vilja fara fram með ofbeldi hvers konar. Lýðræði hljómar eins og súr brandari. Langflest okkar vilja bara lifa einföldu og þægilegu lífi og óska öðrum þess sama, en hafa kannski treyst vafasömum leiðtogum fyrir fjöreggjum sínum. Kannski getur sú náungasamkennd sem kviknar hjá fólki sem falið í sér endurlífgun lýðræðis. Til athugunar: Langflest fólk frá Gaza sem er á Facebook er með gofundme reikninga sem eru áreiðanlegir og auðvelt er að styrkja. Kristín S. Bjarnadóttir er líka með íslenskan söfnunarreikning og deilir af honum þangað sem þörfin er mest hverju sinni. Banki 0162-26-013668, Kt. 130668-5189 Og hún er auðfundin á Facebook, færslur hennar með ótal sögum, harmsögum og kraftaverkasögum eru oft opnar. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að kynna sér og styðja. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun