Sport

Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joshua Homberg er ekki með neitt húðflúr á brjóstkassanum ólíkt við tvíburarbróður sinn.
Joshua Homberg er ekki með neitt húðflúr á brjóstkassanum ólíkt við tvíburarbróður sinn. @joshua_k._homberg

Það getur verið gott að vera eineggja tvíburi en það gefur þó ekki viðkomandi rétt á því að svindla í íþróttum.

Það fengu þýskir tvíburar að finna á eigin skinni á dögunum og geta nú afskrifað það að keppa aftur í sinni íþrótt það sem eftir lifir ævinnar.

MMA heimurinn í Þýskalandi uppgötvaði nefnilega óvenjulegt tvíburasvindl á dögunum.

Það ætti samt að hafa verið svolítið grunsamlegt þegar Joshua Homberg nokkur mætti í bardagann sinn með nýtt húðflúr á bæði brjóstkassa og framhandlegg.

Myndin af tvíburabræðrunum í frétt Bild.Bild

Enginn áttaði sig þó á þessu fyrr en eftir bardagann og nú hefur þetta verið kallað stærsta hneykslið í sögu blandaðra bardagaíþrótta.

Þýska blaðið Bild segir frá ævintýrum tvíburabræðranna í áhugamannamóti á dögunum. Þeir skiptu þá um hlutverk.

Það kom þó ekki til af góðu þar sem Joshua Homberg var meiddur eftir undanúrslitabardaga sinn.

Homberg komst í úrslitin eftir þriggja lotna bardaga á móti Aleksandr Grujic þar sem hann vann á endanum á stigum. Homberg meiddist á fæti í bardaganum og úrslitabardaginn var aðeins tveimur klukkutímum síðar.

Homberg var engu að síður mættur í úrslitabardagann og vann hann á hörku sparki.

Allt í einu fóru áhorfendur að taka eftir húðflúrunum sem þau höfðu ekki séð á honum nokkrum klukkutímum fyrr.

Ástæðan var einföld, það var ekki Joshua Homberg sem barðist heldur tvíburabróðir hans Jeremias.

Jeremias reyndi að fela húðflúr sín með handklæði eftir bardagann og Joshua var í hettupeysu. Þeir komust þó ekki upp með svindlið og það var þeim rándýrt.

Báðir bræðurnir hafa nú verið dæmdir í lífstíðarbann.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×