Innlent

Húsbrot og rán í Hlíðunum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um húsbrot og rán í íbúð í hverfi 105 í Reykjavík í nótt. Gerandinn var handtekinn skömmu síðar og færður til fangaklefa vegna málsins.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu um verkefni næturinnar.

Fjölmargir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum vímu- eða og fíkniefna, og voru þeir fluttir á lögreglustöð eða látnir lausir eftir atvikum.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í hverfi 101, og var einn handtekinn á vettvangi. Önnur líkamsárás í hverfi 105 var afgreidd með lögregluskýrslu.

Tilkynnt var um líkamsárás og hótanir í hverfi 210, og aðra í hverfi 220 og voru bæði mál afgreidd með lögregluskýrslu.

Tilkynnt var um árekstur og afstungu í hverfi 113, og er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×