Innlent

Tveggja bíla á­rekstur í Köm­bunum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Engin slys urðu á fólki.
Engin slys urðu á fólki. Vísir

Tveggja bíla árekstur varð í Kömbunum rétt fyrir hádegi. Vegrið varð fyrir skemmdum og bílarnir urðu báðir óökufærir, en engin slys urðu á fólki.

Þetta staðfestir Þorsteinn M Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.

Hann segir að bílarnir hafi verið á leið niður Kambana þegar óhappið átti sér stað. Bílarnir hafi síðan verið dregnir af vettvangi.

Ekkert sé hægt að fullyrða um tildrög eða orsakir óhappsins.

Talsverðar skemmdir eru á vegriðinu.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×