Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar 8. mars 2025 14:01 Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna síðustu 100 ár hafa baráttusamtök kvenna krafist friðar og jafnréttis. Barist hefur verið fyrir kvenfrelsi á öllum sviðum samfélagsins og krafan um launajafnrétti kynja og að jafnverðmætum störfum skuli greidd jöfn laun, hefur verið hávær í gegnum áratugina. Undanfarnar vikur hefur farið nokkuð fyrir umfjöllun um virðismatskerfi einkum í tengslum við kjarasamninga kennara. Í því samhengi hefur verið lögð áhersla á að virðismatskerfi séu eða geti verið tæki til að ná fram launajafnrétti. Í tilefni dagsins er ekki úr vegi að fjalla aðeins um þessi virðismatskerfi og hvernig þau geti stuðlað að launajafnrétti. Launasetning á málefnalegum grunni Í launasetningu felst mat á virði starfs fyrir launagreiðanda. Slíkt mat getur byggt á alls kyns viðmiðum sem eru mismálefnaleg. Það er til dæmis ekki málefnalegt að ákveða laun fólks út frá því hvað liði í ensku deildinni það heldur með, frændsemi, hjúskaparstöðu eða öðrum breytum sem koma starfinu ekki við. Það er aftur á móti málefnalegt að líta til þeirrar þekkingar og færni sem starf gerir kröfu um, þeirrar ábyrgðar og því álagi sem það felur í sér og þess vinnuumhverfis sem starfið er unnið innan. Jafnréttislög og alþjóðlegar skuldbindingar gera kröfu um að þau viðmið sem launasetning byggir á séu málefnaleg, feli ekki í sér mismunun og séu til þess fallin að jafnverðmætum störfum fylgi jöfn laun og kjör. Virðismatskerfi Það má hugsa sér atvinnurekanda þar sem launaákvarðanir, og þar af leiðandi virðismat starfa, byggja á stjórnunarreynslu, ábyrgð á fjármunum og ábyrgð á eignum. Mat starfa út frá slíkum þáttum endurspegla störf í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð mun betur en störf í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu því horft er fram hjá mikilvægum matsþáttum eins og samskiptafærni, tilfinningalegu álagi og ábyrgð á velferð fólks. Virðismatskerfi eru í raun safn vel skilgreindra viðmiða sem endurspegla fjölbreytt störf, og hægt er að byggja heildstætt mat starfa á til grundvallar launasetningu. Það er í vali á matsþáttum sem galdurinn liggur. Viðmiðin eða matsþættirnir þurfa að endurspegla fjölbreytileika starfa og endurspegla þætti í störfum í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu til jafns við þætti í störfum í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð. Ef það tekst fáum við virðismatskerfi sem stuðlar að sanngjarnri og málefnalegri launasetningu í þágu launajafnréttis. Virðismatskerfi til að leiðrétta vanmat hefðbundinna kvennastarfa Þessi aðferðafræði er ekki ný af nálinni. Grunnlaunasetning sveitarfélaga hefur byggt að stórum hluta á starfsmatskerfi (sem er virðismatskerfi) í um aldarfjórðung sem hefur skilað góðum árangri í baráttunni gegn launamun kynjanna. Rannsóknir sýna að launamunur kynja meðal starfsfólks sveitarfélaga er um helmingi minni en meðal starfsfólks ríkisins og þriðjungur af launamun starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar, til þess að karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og störfum og að hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði metin minna virði en hefðbundin karlastörf. Virðismatskerfi eru notuð víða um heim til að jafna leikinn og leiðrétta vanmat starfa í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu. Með því að meta öll störf, bæði hefðbundin kvennastörf og hefðbundin karlastörf, út frá sömu viðmiðum í vel útfærðu virðismatskerfi má leiðrétta vanmat kvennastarfa og stuðla þannig að sanngjarnri launasetningu í þágu launajafnréttis. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna. Framkvæmdastýra Jafnlaunastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna síðustu 100 ár hafa baráttusamtök kvenna krafist friðar og jafnréttis. Barist hefur verið fyrir kvenfrelsi á öllum sviðum samfélagsins og krafan um launajafnrétti kynja og að jafnverðmætum störfum skuli greidd jöfn laun, hefur verið hávær í gegnum áratugina. Undanfarnar vikur hefur farið nokkuð fyrir umfjöllun um virðismatskerfi einkum í tengslum við kjarasamninga kennara. Í því samhengi hefur verið lögð áhersla á að virðismatskerfi séu eða geti verið tæki til að ná fram launajafnrétti. Í tilefni dagsins er ekki úr vegi að fjalla aðeins um þessi virðismatskerfi og hvernig þau geti stuðlað að launajafnrétti. Launasetning á málefnalegum grunni Í launasetningu felst mat á virði starfs fyrir launagreiðanda. Slíkt mat getur byggt á alls kyns viðmiðum sem eru mismálefnaleg. Það er til dæmis ekki málefnalegt að ákveða laun fólks út frá því hvað liði í ensku deildinni það heldur með, frændsemi, hjúskaparstöðu eða öðrum breytum sem koma starfinu ekki við. Það er aftur á móti málefnalegt að líta til þeirrar þekkingar og færni sem starf gerir kröfu um, þeirrar ábyrgðar og því álagi sem það felur í sér og þess vinnuumhverfis sem starfið er unnið innan. Jafnréttislög og alþjóðlegar skuldbindingar gera kröfu um að þau viðmið sem launasetning byggir á séu málefnaleg, feli ekki í sér mismunun og séu til þess fallin að jafnverðmætum störfum fylgi jöfn laun og kjör. Virðismatskerfi Það má hugsa sér atvinnurekanda þar sem launaákvarðanir, og þar af leiðandi virðismat starfa, byggja á stjórnunarreynslu, ábyrgð á fjármunum og ábyrgð á eignum. Mat starfa út frá slíkum þáttum endurspegla störf í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð mun betur en störf í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu því horft er fram hjá mikilvægum matsþáttum eins og samskiptafærni, tilfinningalegu álagi og ábyrgð á velferð fólks. Virðismatskerfi eru í raun safn vel skilgreindra viðmiða sem endurspegla fjölbreytt störf, og hægt er að byggja heildstætt mat starfa á til grundvallar launasetningu. Það er í vali á matsþáttum sem galdurinn liggur. Viðmiðin eða matsþættirnir þurfa að endurspegla fjölbreytileika starfa og endurspegla þætti í störfum í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu til jafns við þætti í störfum í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð. Ef það tekst fáum við virðismatskerfi sem stuðlar að sanngjarnri og málefnalegri launasetningu í þágu launajafnréttis. Virðismatskerfi til að leiðrétta vanmat hefðbundinna kvennastarfa Þessi aðferðafræði er ekki ný af nálinni. Grunnlaunasetning sveitarfélaga hefur byggt að stórum hluta á starfsmatskerfi (sem er virðismatskerfi) í um aldarfjórðung sem hefur skilað góðum árangri í baráttunni gegn launamun kynjanna. Rannsóknir sýna að launamunur kynja meðal starfsfólks sveitarfélaga er um helmingi minni en meðal starfsfólks ríkisins og þriðjungur af launamun starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar, til þess að karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og störfum og að hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði metin minna virði en hefðbundin karlastörf. Virðismatskerfi eru notuð víða um heim til að jafna leikinn og leiðrétta vanmat starfa í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu. Með því að meta öll störf, bæði hefðbundin kvennastörf og hefðbundin karlastörf, út frá sömu viðmiðum í vel útfærðu virðismatskerfi má leiðrétta vanmat kvennastarfa og stuðla þannig að sanngjarnri launasetningu í þágu launajafnréttis. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna. Framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun