Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Lovísa Arnardóttir skrifar 8. mars 2025 21:54 Þó nokkur fjöldi kom saman til að mótmæla dauðarefsingunni þegar aflífunin fór fram í South Carolina í gær. Vísir/AP Brad Sigmon var í gær aflífaður í Bandaríkjunum af aftökusveit. Aflífun með aftökusveit hefur ekki verið framkvæmd í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Sigmond var dæmdur fyrir að myrða foreldra fyrrverandi kærustu sinnar árið 2001. Hann barði þau til bana með hafnaboltakylfu áður en hann tók fyrrverandi kærustu sína með valdi. Þrír fangaverðir skutu Sigmond með rifflum í bringuna með sérstökum byssukúlum. Sigmon var aflífaður með aftökusveit að hans eigin beiðni. Hann óskaði þess frekar að vera skotinn en að fara í rafmagnsstólinn eða vera aflífaður með lyfjum. Síðustu orð Sigmon voru um ástina auk þess sem hann biðlaði til kristinna félaga sinna að afnema dauðarefsinguna. „Auga fyrir auga var notað sem réttlæting fyrir kviðdóminn til að sækjast eftir dauðarefsingunni,“ bætti hann við. Eftir að hann ávarpaði viðstadda, sem voru þrír úr fjölskyldu fyrrverandi kærustu hans og andlegur leiðbeinandi hans, var svört hetta dregin yfir andlit hans og hann svo skotinn. Læknir skoðaði hann svo og staðfesti andlát hans. Í frétt BBC um málið kemur fram að starfsmönnum fangelsisins hafi verið boðin áfallahjálp. Þar kemur einnig fram að lögmaður Sigmon, Bo King, hafi fram til aflífunarinnar haldið í vonina um að ekkert yrði af aflífuninni. Hann sakaði ríkið um að neita að láta af hendi upplýsingar um innihald lyfjanna sem notuð er til að aflífa. Sigmon hafi óskað eftir upplýsingum um innihaldsefnin en ekki fengið upplýsingarnar. Vildi kjúkling til að deila King sagði Sigmon hafa verið andlega veikan en hafa eignast vini í fangelsi og það hafi sýnt fram á endurhæfingu hans. Hann hafi beðið um að síðasta máltíðin hans yrði KFC kjúklingur sem hann ætlaði að deila með öðrum föngum á dauðadeildinni en þeirri beiðni verið hafnað. Síðasta máltíðin var þess í stað djúpsteiktur kjúklingur, grænar baunir, kartöflustappa, sósa, kex, ostakaka og sætt te. Í frétt BBC kemur fram að frá árinu 1977 hafa aðeins þrír verið aflífaðir með aftökusveit í Bandaríkjunum. Allir þrír í Utah ríki. Síðasti Ronnie Lee Gardner, var skotinn árið 2010. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Þrír fangaverðir skutu Sigmond með rifflum í bringuna með sérstökum byssukúlum. Sigmon var aflífaður með aftökusveit að hans eigin beiðni. Hann óskaði þess frekar að vera skotinn en að fara í rafmagnsstólinn eða vera aflífaður með lyfjum. Síðustu orð Sigmon voru um ástina auk þess sem hann biðlaði til kristinna félaga sinna að afnema dauðarefsinguna. „Auga fyrir auga var notað sem réttlæting fyrir kviðdóminn til að sækjast eftir dauðarefsingunni,“ bætti hann við. Eftir að hann ávarpaði viðstadda, sem voru þrír úr fjölskyldu fyrrverandi kærustu hans og andlegur leiðbeinandi hans, var svört hetta dregin yfir andlit hans og hann svo skotinn. Læknir skoðaði hann svo og staðfesti andlát hans. Í frétt BBC um málið kemur fram að starfsmönnum fangelsisins hafi verið boðin áfallahjálp. Þar kemur einnig fram að lögmaður Sigmon, Bo King, hafi fram til aflífunarinnar haldið í vonina um að ekkert yrði af aflífuninni. Hann sakaði ríkið um að neita að láta af hendi upplýsingar um innihald lyfjanna sem notuð er til að aflífa. Sigmon hafi óskað eftir upplýsingum um innihaldsefnin en ekki fengið upplýsingarnar. Vildi kjúkling til að deila King sagði Sigmon hafa verið andlega veikan en hafa eignast vini í fangelsi og það hafi sýnt fram á endurhæfingu hans. Hann hafi beðið um að síðasta máltíðin hans yrði KFC kjúklingur sem hann ætlaði að deila með öðrum föngum á dauðadeildinni en þeirri beiðni verið hafnað. Síðasta máltíðin var þess í stað djúpsteiktur kjúklingur, grænar baunir, kartöflustappa, sósa, kex, ostakaka og sætt te. Í frétt BBC kemur fram að frá árinu 1977 hafa aðeins þrír verið aflífaðir með aftökusveit í Bandaríkjunum. Allir þrír í Utah ríki. Síðasti Ronnie Lee Gardner, var skotinn árið 2010.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira