Körfubolti

„Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Irving steinlá með bandið slitið.
Irving steinlá með bandið slitið. Sam Hodde/Getty Images

Kyrie Irving er meðal þeirra sem eru til umræðu í þætti vikunnar af Lögmáli leiksins, þar sem NBA-deildin í körfubolta er í brennidepli.

Kyrie Irving sleit krossband á dögunum og leikur ekki meira með Dallas Mavericks á leiktíðinni. Um mikla blóðtöku er að ræða enda skipti liðið Luka Doncic til Los Angeles Lakers fyrir skemmstu.

Irving hefur áður glímt við hnémeiðsli en hefur þó ekki slitið hnéð með þessum hætti. Það gæti reynst erfitt fyrir 35 ára gamlan manninn að vinna sig til baka.

Klippa: Kunni illa við endursýningu af meiðslunum

Það fór fyrir hjartað á Herði Unnsteinssyni þegar atvikið var sýnt hægt þegar Irving sleit í hnénu. „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ spurði Hörður.

Umræðuna má sjá að ofan en auk Harðar munu þeir Leifur Steinn Árnason og Tómas Steindórsson gera NBA-vikuna upp af sinni alkunnu snilld ásamt þáttastjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni.

Lögmál leiksins er á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×