Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Jón Þór Stefánsson skrifar 10. mars 2025 15:54 Elías Shamsudin hlaut tveggja og hálfs árs dóm fyrr á þessu ári og hefur nú verið ákærður í öðru máli Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin eru ákærðir ásamt fjórtán öðrum fyrir skjalafals, þjófnað, fíkniefnalagabrot og fleiri brot. Á meðal ákærðu í málinu er móðir bræðranna. Þrettán karlar og þrjár konur eru ákærð í málinu sem er umfangsmikið eins og sjá má á ákærunni sem telur átta blaðsíður. Þeir yngstu eru á þrítugsaldri, en sá elsti sextugsaldri. Shamsudin-bræðurnir hlutu hvor um sig tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í síðasta mánuði fyrir fíkniefnabrot. Sjá nánar: Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Að minnsta kosti tveir aðrir sakborningar hafa hlotið þunga dóma. Vygantas Visinskis hlaut fjögurra ára fangelsisdóm árið 2021 í stórfelldu amfetamínmáli. Sjá nánar: Sagði 497 símtöl á 23 dögum tengjast „bílaviðskiptum“ Gísli Ingi Gunnarsson veitingamaður hefur hlotið dóma bæði í Finnlandi og hér á landi fyrir fíkniefnaviðskipti og fjársvik þegar hann í slagtogi við annan mann sviku vörur út úr Bauhaus. Sjá nánar: Sakfelldir fyrir fjársvik gagnvart Bauhaus Samanlagt andvirði meints þýfis og muna sem sakborningarnir eru grunaðir um að svíkja út með skjalafalsi eru tæp 31 milljón króna samkvæmt útreikningum fréttastofu. Sökuð um að falsa undirskriftir og taka út muni Elías og fjórir sakborninganna, þar á meðal móðirin, eru ákærðir fyrir skjalafals, með því að hafa í fjögur skipti á nokkurra daga tímabili í nóvember 2019 svikið út ýmsar vörur úr verslun Símans í Ármúla með því að leggja fram falsaðar beiðnir í nafni Fiskmarkaðs Suðurnesja. Á meðal þessara muna voru nokkrir Iphone-snjallsímar, tvær Ipad-spjaldtölvur, sjónvarp og tölvuskjár. Samanlagt virði þessara muna mun hafa verið 2,3 milljónir króna. Í ákærunni segir að Elías hafi falsað undirskrift þessara beiðna sem notaðar voru til að svíkja vörurnar út. Sagðir hafa skipulagt stólaþjófnað Tvíburabræðurnir og einn sakborningur til viðbótar eru ákærðir fyrir þjófnað. Þeim er gefið að sök að hafa skipulagt þjófnað á átta stólum úr verslun Svefn og heilsu í Reykjavík. Verðmæti þessara stóla er sagt hafa verið 650 þúsund krónur. Bræðurnir eru sagðir hafa skipulagt þjófnaðinn, en þriðji maðurinn sagður hafa framkvæmt hann þann 4. nóvember 2020. Jónas og þriðji maðurinn eru síðan sagðir hafa hvor um sig tekið við 40 þúsund króna greiðslu fyrir stólana. Falið í rafhlöðuhólfi svifbrettis Jónas og ein konan sem er ákærð eru grunuð um tilraun til fíkniefnabrots með því að standa í innflutningi á 347 grömmum af kókaíni. Í ákæru segir að efnin hafi átt að flytja til landsins í desember 2020 með pakka til konunnar, en þau hafi verið falin í rafhlöðuhólfi svokallaðs svifbrettis (e. hovarboard). Efnin hafi hins vegar haldlögð af belgískum yfirvöldum, og gerviefnum komið fyrir í staðinn. Nokkrum dögum seinna var pakkinn afhentur konunni. Með stolna gröfu á stolinni kerru Einnig eru Elías og annar maður ákærðir fyrir þjófnað. Maðurinn er sagður hafa, þann 14. desember 2020, stolið kerru og gröfu í Reykjavík. Samtals hafi virði kerrunnar og gröfunnar verið níu milljónir króna. Maðurinn er sagður hafa flutt gröfuna á kerrunni í Kópavog þar sem Elías var að byggja fasteign. Degi síðar er maðurinn sagður hafa stolið kerru, sem var 856 þúsund króna virði, og stolið beltavél, sem var fimm milljón króna virði. Maðurinn er sagður hafa flutt vélina á kerrunni að heimili Elíasar í Grindavík, en þar fundust vélin og kerran. Keyrði norður með amfetamín í bílnum Bræðurnir og ein kona eru ákærð fyrir fíkniefnalagabrot. Þann 12. mars 2021 er Elías sagður hafa beðið konuna um að taka fíkniefni, 487 grömm af amfetamíni, úr frysti á heimili þeirra í Grindavík. Hún hafi gert það og ekið með efnin til Elíasar í Reykjavík. Síðan hafi Elías afhent Jónasi efnin og hann ekið með þau til Akureyrar. Þar var hann handtekinn en fíkniefnin fundust við leit lögreglu í bílnum. Hann er jafnframt ákærður fyrir vörslu rítalíns sem fannst í bílnum, og fyrir hylmingu, en bílnum hafði verið stolið rúmi ári áður. Sama dag mun lögreglan hafa stöðvað akstur Elíasar og lagt hald á 506 grömm af amfetamíni, og skammbyssu. Skipulögð sending frá Dóminíska lýðveldinu Jafnframt eru bræðurnir og tveir aðrir menn ákærðir fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots með því að standa í innflutningi á 377 grömmum af kókaíni. Í ákæru segir að fíkniefnin hafi komið hingað til lands með póstsendingu frá Dóminíska lýðveldinu þann 16. mars 2021. Þau hafi verið falin í loki pappakassans sem sendingin kom með. Í ákærunni segir að Jónas og Elías hafi skipulagt innflutninginn. Elías hafi verið í samskiptum við einstakling í Dóminíska lýðveldinu, og rætt við hann um hversu mikið af efnum yrðu send til landsins og hvernig ætti að greiða fyrir þau. Þann 2. mars hafi bræðurnir hitt þriðja manninn á skrifstofu sinni í Síðumúla, og gefið honum fyrirmæli um hvernig hann ætti að senda peninga fyrir efnunum til Dóminíska lýðveldisins. Fjórði maðurinn hafi síðan samþykkt að vera skráður fyrir sendingunni og fengið fyrirmæli frá bræðrunum um að sækja hana. Lögreglan hafi þó haldlagt sendinguna áður en til þess kom. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þrjú mál til viðbótar Ákært er fyrir þrjú fíkniefnabrot til viðbótar. Bræðurnir og þriðji maður eru ákærðir fyrir að rækta 112 kannabisplöntur í íbúð í Reykjanesbæ. Bræðurnir og tveir menn til viðbótar eru ákærðir fyrir að flytja 49 grömm af kókaíni til landsins í umslagi frá Mexíkó. Þar að auki eru Elías og annar karlmaður ákærðir fyrir að sammælast um að flytja 185 grömm af kókaíni til landsins, en þau munu hafa verið falin í botni pappakassa sem kom frá Hollandi. Doka-plötur, timbur og þakpappi fyrir margar milljónir Að lokum eru mennirnir ákærðir fyrir nokkur þjófnaðarbrot, með því að stela svokölluðum doka-plötum og öðrum hlutum af ýmsum vinnusvæðum í september og október 2020. Um var að ræða fimm tilfelli, en miðað við ákæruna var virði þýfisins í fyrstu fjórum málunum samanlagt rúm milljón. Í fimmta málinu, þar sem þeim er gefið að sök að stela doka-plötum, þakpappa og timbri, er áætlað virði þýfisins 12 milljónir króna. Tvíburabræðurnir eru þar að auki ákærðir fyrir peningaþvætti, með því að selja doka-plöturnar. Sex sölur eru tilgreindar í ákæru fyrir samtals eina milljón króna. Þá er einn maður ákærður fyrir að kaupa 125 dokaplötur á 312 þúsund, en í ákæru segir að honum hefði ekki getað dulist að um þýfi væri að ræða. „Ég er mannlegur“ Elías Shamsudin tjáði sig um rannsókn lögreglu á málinu í viðtali við Stöð 2 árið 2022. Þá gagnrýndi hann að lögreglu fyrir að hlera sig. „Ég hef verið hleraður síðan 2019 til dagsins í dag. Vonandi er það hætt. Og jú, ég er mannlegur skilurðu, ég æsist og verð reiður og sár og svekktur og græt og allt þetta, bara eins og venjulegur maður gerir. Hvernig sem samræður eru, viðeigandi eða óviðeigandi og að vita að það sé bara verið að hlusta á þetta, það er óþægilegt,“ sagði Elías. Sjá má umfjöllun Stöðvar 2 um málið hér fyrir neðan. Mál Shamsudin-bræðra Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Innlent Fleiri fréttir Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Sjá meira
Þrettán karlar og þrjár konur eru ákærð í málinu sem er umfangsmikið eins og sjá má á ákærunni sem telur átta blaðsíður. Þeir yngstu eru á þrítugsaldri, en sá elsti sextugsaldri. Shamsudin-bræðurnir hlutu hvor um sig tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í síðasta mánuði fyrir fíkniefnabrot. Sjá nánar: Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Að minnsta kosti tveir aðrir sakborningar hafa hlotið þunga dóma. Vygantas Visinskis hlaut fjögurra ára fangelsisdóm árið 2021 í stórfelldu amfetamínmáli. Sjá nánar: Sagði 497 símtöl á 23 dögum tengjast „bílaviðskiptum“ Gísli Ingi Gunnarsson veitingamaður hefur hlotið dóma bæði í Finnlandi og hér á landi fyrir fíkniefnaviðskipti og fjársvik þegar hann í slagtogi við annan mann sviku vörur út úr Bauhaus. Sjá nánar: Sakfelldir fyrir fjársvik gagnvart Bauhaus Samanlagt andvirði meints þýfis og muna sem sakborningarnir eru grunaðir um að svíkja út með skjalafalsi eru tæp 31 milljón króna samkvæmt útreikningum fréttastofu. Sökuð um að falsa undirskriftir og taka út muni Elías og fjórir sakborninganna, þar á meðal móðirin, eru ákærðir fyrir skjalafals, með því að hafa í fjögur skipti á nokkurra daga tímabili í nóvember 2019 svikið út ýmsar vörur úr verslun Símans í Ármúla með því að leggja fram falsaðar beiðnir í nafni Fiskmarkaðs Suðurnesja. Á meðal þessara muna voru nokkrir Iphone-snjallsímar, tvær Ipad-spjaldtölvur, sjónvarp og tölvuskjár. Samanlagt virði þessara muna mun hafa verið 2,3 milljónir króna. Í ákærunni segir að Elías hafi falsað undirskrift þessara beiðna sem notaðar voru til að svíkja vörurnar út. Sagðir hafa skipulagt stólaþjófnað Tvíburabræðurnir og einn sakborningur til viðbótar eru ákærðir fyrir þjófnað. Þeim er gefið að sök að hafa skipulagt þjófnað á átta stólum úr verslun Svefn og heilsu í Reykjavík. Verðmæti þessara stóla er sagt hafa verið 650 þúsund krónur. Bræðurnir eru sagðir hafa skipulagt þjófnaðinn, en þriðji maðurinn sagður hafa framkvæmt hann þann 4. nóvember 2020. Jónas og þriðji maðurinn eru síðan sagðir hafa hvor um sig tekið við 40 þúsund króna greiðslu fyrir stólana. Falið í rafhlöðuhólfi svifbrettis Jónas og ein konan sem er ákærð eru grunuð um tilraun til fíkniefnabrots með því að standa í innflutningi á 347 grömmum af kókaíni. Í ákæru segir að efnin hafi átt að flytja til landsins í desember 2020 með pakka til konunnar, en þau hafi verið falin í rafhlöðuhólfi svokallaðs svifbrettis (e. hovarboard). Efnin hafi hins vegar haldlögð af belgískum yfirvöldum, og gerviefnum komið fyrir í staðinn. Nokkrum dögum seinna var pakkinn afhentur konunni. Með stolna gröfu á stolinni kerru Einnig eru Elías og annar maður ákærðir fyrir þjófnað. Maðurinn er sagður hafa, þann 14. desember 2020, stolið kerru og gröfu í Reykjavík. Samtals hafi virði kerrunnar og gröfunnar verið níu milljónir króna. Maðurinn er sagður hafa flutt gröfuna á kerrunni í Kópavog þar sem Elías var að byggja fasteign. Degi síðar er maðurinn sagður hafa stolið kerru, sem var 856 þúsund króna virði, og stolið beltavél, sem var fimm milljón króna virði. Maðurinn er sagður hafa flutt vélina á kerrunni að heimili Elíasar í Grindavík, en þar fundust vélin og kerran. Keyrði norður með amfetamín í bílnum Bræðurnir og ein kona eru ákærð fyrir fíkniefnalagabrot. Þann 12. mars 2021 er Elías sagður hafa beðið konuna um að taka fíkniefni, 487 grömm af amfetamíni, úr frysti á heimili þeirra í Grindavík. Hún hafi gert það og ekið með efnin til Elíasar í Reykjavík. Síðan hafi Elías afhent Jónasi efnin og hann ekið með þau til Akureyrar. Þar var hann handtekinn en fíkniefnin fundust við leit lögreglu í bílnum. Hann er jafnframt ákærður fyrir vörslu rítalíns sem fannst í bílnum, og fyrir hylmingu, en bílnum hafði verið stolið rúmi ári áður. Sama dag mun lögreglan hafa stöðvað akstur Elíasar og lagt hald á 506 grömm af amfetamíni, og skammbyssu. Skipulögð sending frá Dóminíska lýðveldinu Jafnframt eru bræðurnir og tveir aðrir menn ákærðir fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots með því að standa í innflutningi á 377 grömmum af kókaíni. Í ákæru segir að fíkniefnin hafi komið hingað til lands með póstsendingu frá Dóminíska lýðveldinu þann 16. mars 2021. Þau hafi verið falin í loki pappakassans sem sendingin kom með. Í ákærunni segir að Jónas og Elías hafi skipulagt innflutninginn. Elías hafi verið í samskiptum við einstakling í Dóminíska lýðveldinu, og rætt við hann um hversu mikið af efnum yrðu send til landsins og hvernig ætti að greiða fyrir þau. Þann 2. mars hafi bræðurnir hitt þriðja manninn á skrifstofu sinni í Síðumúla, og gefið honum fyrirmæli um hvernig hann ætti að senda peninga fyrir efnunum til Dóminíska lýðveldisins. Fjórði maðurinn hafi síðan samþykkt að vera skráður fyrir sendingunni og fengið fyrirmæli frá bræðrunum um að sækja hana. Lögreglan hafi þó haldlagt sendinguna áður en til þess kom. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þrjú mál til viðbótar Ákært er fyrir þrjú fíkniefnabrot til viðbótar. Bræðurnir og þriðji maður eru ákærðir fyrir að rækta 112 kannabisplöntur í íbúð í Reykjanesbæ. Bræðurnir og tveir menn til viðbótar eru ákærðir fyrir að flytja 49 grömm af kókaíni til landsins í umslagi frá Mexíkó. Þar að auki eru Elías og annar karlmaður ákærðir fyrir að sammælast um að flytja 185 grömm af kókaíni til landsins, en þau munu hafa verið falin í botni pappakassa sem kom frá Hollandi. Doka-plötur, timbur og þakpappi fyrir margar milljónir Að lokum eru mennirnir ákærðir fyrir nokkur þjófnaðarbrot, með því að stela svokölluðum doka-plötum og öðrum hlutum af ýmsum vinnusvæðum í september og október 2020. Um var að ræða fimm tilfelli, en miðað við ákæruna var virði þýfisins í fyrstu fjórum málunum samanlagt rúm milljón. Í fimmta málinu, þar sem þeim er gefið að sök að stela doka-plötum, þakpappa og timbri, er áætlað virði þýfisins 12 milljónir króna. Tvíburabræðurnir eru þar að auki ákærðir fyrir peningaþvætti, með því að selja doka-plöturnar. Sex sölur eru tilgreindar í ákæru fyrir samtals eina milljón króna. Þá er einn maður ákærður fyrir að kaupa 125 dokaplötur á 312 þúsund, en í ákæru segir að honum hefði ekki getað dulist að um þýfi væri að ræða. „Ég er mannlegur“ Elías Shamsudin tjáði sig um rannsókn lögreglu á málinu í viðtali við Stöð 2 árið 2022. Þá gagnrýndi hann að lögreglu fyrir að hlera sig. „Ég hef verið hleraður síðan 2019 til dagsins í dag. Vonandi er það hætt. Og jú, ég er mannlegur skilurðu, ég æsist og verð reiður og sár og svekktur og græt og allt þetta, bara eins og venjulegur maður gerir. Hvernig sem samræður eru, viðeigandi eða óviðeigandi og að vita að það sé bara verið að hlusta á þetta, það er óþægilegt,“ sagði Elías. Sjá má umfjöllun Stöðvar 2 um málið hér fyrir neðan.
Mál Shamsudin-bræðra Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Innlent Fleiri fréttir Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Sjá meira