Tíska og hönnun

Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Laufey sat í fremstu röð á sýningu tískuhússins Chloé í París á dögunum.
Laufey sat í fremstu röð á sýningu tískuhússins Chloé í París á dögunum. Peter White/Getty Images

Það er ekkert lát á ævintýrum íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Síðustu daga hafa hún og Júnía tvíburasystir hennar notið lífsins í París og fylgst með heitustu tískuhúsum heimsins sýna það helsta í stefnu og straumum tískunnar. 

Laufey var meðal annars einn af aðal gestum tískusýningar Chloé og sátu þær systur þar í fremstu röð, sem þykir einstaklega eftirsóknarvert meðal tískuunnenda. Hún klæddist mintugrænum, gegnsæjum og léttum sumarkjól frá Chloé og segir að henni hafi liðið eins og álfadís. 

Tímaritið V magazine er svo hrifið af Laufeyju að það fékk hana til að deila þessum skemmtilega degi þar sem hún segir meðal annars að þessi upplifun hafi verið allt sem hana dreymdi um og meira. 

Laufey birti sömuleiðis skemmtilega myndasyrpu á Instagram af hátísku og frönskum þar sem hún og Júnía virðast lifa sínu besta lífi í góðra vina hópi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.