Innlent

Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum

Jón Ísak Ragnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir teygðu sig yfir í Kópavog í dag, þegar maður var handtekinn eftir eftirför lögreglu.
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir teygðu sig yfir í Kópavog í dag, þegar maður var handtekinn eftir eftirför lögreglu. Vísir/Sigurjón

Sjö eru í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna andláts karlmanns snemma í morgun. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Lík hins látna fannst í Grafarvogi.

Nokkrir þeirra sjö sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot.

Sá yngsti sem var handtekinn er 18 ára gamall en á meðal hinna handteknu er einnig þekktur dæmdur ofbeldismaður á fertugsaldri. Sá var handtekinn að lokinni eftirför lögreglu í Kópavogi síðdegis. Málið er talið tengjast fjárkúgun.

Samkvæmt heimildum er hinn látni karlmaður á sjötugsaldri og búsettur í Þorlákshöfn. Hópurinn á að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengið í skrokk á honum. Í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram með þeim afleiðingum að maðurinn lést.

Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.


Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.


Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.


Tengdar fréttir

Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×