Einu sinni sem oftar fór Shai Gilgeous-Alexander fyrir liði OKC. Hann skoraði 34 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar.
⛈️ SHAI GILGEOUS-ALEXANDER SHINES ⛈️
— NBA (@NBA) March 13, 2025
⚡️ 34 PTS
⚡️ 5 REB
⚡️ 7 AST
It's his 60th consecutive 20+ PT game 🤯 pic.twitter.com/dg6cHxNAqx
Þetta var sextugasti leikurinn í röð þar sem Gilgeous-Alexander skorar að minnsta kosti tuttugu stig. Hann komst þar með í ansi góðan hóp.
Auk Gilgeous-Alexanders hafa sex leikmenn afrekað það að skora allavega tuttugu stig í sextíu leikjum í röð í sögu NBA. Þetta eru þeir Kevin Durant (64 leikir tímabilið 2015-16), Kobe Bryant (62 leikir 2005-06), Michael Jordan (69 leikir 1990-91), Kareem Abdul-Jabbar (62 leikir 1971-72), Wilt Chamberlain (80 leikir 1961-62 og 1963-64) and Oscar Robertson (76 leikir 1963-64).
Sigurinn í nótt var sá 54. hjá Oklahoma í vetur. Liðið er langefst í Vesturdeildinni og öruggt með sæti í úrslitakeppninni.
Chet Holmgren átti einnig góðan leik fyrir Oklahoma í nótt en hann skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst.
Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 33 stig auk þess sem hann tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Boston er í 2. sæti Austurdeildarinnar með 47 sigra og nítján töp.