Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 10:23 Palestínskar konur hughreysta hvora aðra eftir að ástvinir þeirra féllu í loftárás á Gasaströndinni á dögunum. AFP/Omar Al-Qattaa Sérfræðingar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafa sakað Ísraela um umfangsmikil og kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum, og þar á meðal kynferðisofbeldi, frá 7. október 2023. Markmiðið sé að undiroka og stjórna palestínsku þjóðinni. Í skýrslu sem gefin var út í dag segja rannsakendur Sameinuðu þjóðanna meðal annars að Ísraelar hafi vísvitandi gert árásir á heilbrigðisstofnanir þar sem frjósemi og heilsa kvenna var sérstaklega í fyrirrúmi. Þá var komið í veg fyrir að lyf og aðrar nauðsynjar fyrir óléttar konur hafi komist til Gasastrandarinnar og mun þetta hafa leitt til dauða óléttra kvenna og nýfæddra barna. Þá segir þar að kynferðisofbeldi ísraelskra hermanna gegn Palestínumönnum hafi aukist mjög og er þar talað um bæði nauðganir og annarskonar kynferðisbrot. Rannsakendur segja þessi brot hafa verið framin að skipan leiðtoga ísraelska hersins og pólitískra leiðtoga, eða í það minnsta með þegjandi þögn þeirra. Ráðamenn í Ísrael hafna niðurstöðum rannsóknarinnar og segja rannsakendur mannréttindaráðsins (OHCHR) hlutdræga og saka þá um að koma öðruvísi fram við Ísrael en önnur ríki. Erindrekar Ísrael gagnvart Sameinuðu þjóðunum segja skýrsluna ótrúverðuga og að augljóst sé að rannsakendur OHCHR hafi haft áður mótaðar skoðanir og sérstakar niðurstöður í huga fyrir rannsóknina. Stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu Rannsakendur OHCHR segja árásir Ísraela á Gasaströndinni hafa haft sérstaklega mikil áhrif á palestínskar konur og stúlkur. Ísraelar eru einnig sakaðir um að hafa beitt hungri sem vopni, neitað íbúum aðgengi að nauðsynjum og matvælum og um markvissa stefnu í að rústa heilbrigðiskerfi Gasastrandarinnar. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að Ísraelar hafi með kerfisbundnum hætti beitt kynferðisofbeldi frá því hernaður þeirra á Gasaströndinni hófst. Brotið hafi verið á mönnum og drengjum og myndefni af þessum brotum hafi verið dreift á netinu. Rannsakendur telja að kerfisbundin brot þessi þjóni þeim tilgangi að undiroka og gera út af við palestínsku þjóðina. Um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sé að ræða. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. 10. mars 2025 10:25 „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. 5. mars 2025 23:46 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fleiri fréttir Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Sjá meira
Í skýrslu sem gefin var út í dag segja rannsakendur Sameinuðu þjóðanna meðal annars að Ísraelar hafi vísvitandi gert árásir á heilbrigðisstofnanir þar sem frjósemi og heilsa kvenna var sérstaklega í fyrirrúmi. Þá var komið í veg fyrir að lyf og aðrar nauðsynjar fyrir óléttar konur hafi komist til Gasastrandarinnar og mun þetta hafa leitt til dauða óléttra kvenna og nýfæddra barna. Þá segir þar að kynferðisofbeldi ísraelskra hermanna gegn Palestínumönnum hafi aukist mjög og er þar talað um bæði nauðganir og annarskonar kynferðisbrot. Rannsakendur segja þessi brot hafa verið framin að skipan leiðtoga ísraelska hersins og pólitískra leiðtoga, eða í það minnsta með þegjandi þögn þeirra. Ráðamenn í Ísrael hafna niðurstöðum rannsóknarinnar og segja rannsakendur mannréttindaráðsins (OHCHR) hlutdræga og saka þá um að koma öðruvísi fram við Ísrael en önnur ríki. Erindrekar Ísrael gagnvart Sameinuðu þjóðunum segja skýrsluna ótrúverðuga og að augljóst sé að rannsakendur OHCHR hafi haft áður mótaðar skoðanir og sérstakar niðurstöður í huga fyrir rannsóknina. Stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu Rannsakendur OHCHR segja árásir Ísraela á Gasaströndinni hafa haft sérstaklega mikil áhrif á palestínskar konur og stúlkur. Ísraelar eru einnig sakaðir um að hafa beitt hungri sem vopni, neitað íbúum aðgengi að nauðsynjum og matvælum og um markvissa stefnu í að rústa heilbrigðiskerfi Gasastrandarinnar. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að Ísraelar hafi með kerfisbundnum hætti beitt kynferðisofbeldi frá því hernaður þeirra á Gasaströndinni hófst. Brotið hafi verið á mönnum og drengjum og myndefni af þessum brotum hafi verið dreift á netinu. Rannsakendur telja að kerfisbundin brot þessi þjóni þeim tilgangi að undiroka og gera út af við palestínsku þjóðina. Um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sé að ræða.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. 10. mars 2025 10:25 „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. 5. mars 2025 23:46 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fleiri fréttir Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Sjá meira
Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49
Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. 10. mars 2025 10:25
„Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. 5. mars 2025 23:46
Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15