Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 11:07 Áhrifavaldurinn bandaríski Sam Jones birti og eyddi svo myndbandi af sér taka vambaunga af móður sinni á óþekktum vegi í Ástralíu. Heimamenn eru reiðir vegna atviksins. Skjáskot og AP/Susan Montoya Bryan Töluverð reiði ríkir í Ástralíu vegna myndbands af bandarískum áhrifavaldi grípa vambaunga frá móður sinni og hlaupa á brott með hann. Sam Jones hefur meðal annars verið gagnrýnd af forsætisráðherra Ástralíu og eru yfirvöld þar sögð skoða hvort hleypa eigi henni aftur inn í landið. Jones titlar sig sem útivistarmanneskju og veiðimann birti myndbandið á Instagram á dögunum en þar mátti sjá hana grípa ungann og hlaupa undan móðurinni á meðan maður bakvið myndavélina hló og sagði: „Sjáið móðurina, hún er að elta hana.“ Vambar eru loðin og spök pokadýr sem finnast í Ástralíu. Upprunalega myndbandinu hefur verið eytt en það er þó enn í dreyfingu. American hunting influencer Sam Jones is facing fierce backlash after taking a baby wombat from it's mother while visiting Australia. pic.twitter.com/bGUvuxWGX7— The Project (@theprojecttv) March 12, 2025 Jones lagði vambann fljótt niður aftur og upprunalega myndbandinu fylgdi texti um að hann hefði fundið móðir sína á nýjan leik og þau hefðu farið á brott saman. Meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið er Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Hann sagðist í morgun hafa séð myndbandið og lagði til að þessi „svokallaði áhrifavaldur“ prófaði að gera það sama við önnur dýr í Ástralíu sjá hvernig það færi. Nefndi hann krókódíl sérstaklega, eða önnur dýr sem geti svarað fyrir sig. Vambar geti það ekki. PM Albanese lets rip on the “so-called influencer” who took a baby wombat from its mother.PM “maybe she might try some other Australian animals. Take a baby crocodile from its mother & see how you go there.”🔥#auspoI pic.twitter.com/G9sV9c6xqz— stranger (@strangerous10) March 13, 2025 Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) hefur eftir Tony Burke, innanríkisráðherra, að verið sé að skoða dvalarleyfi Jones í Ástralíu og hvort hún megi koma aftur til landsins og er einnig verið að skoða hvort hún hafi brotið lög. Burke sagði að hvernig sem færi þætti honum ólíklegt að Jones myndir vilja koma aftur til Ástralíu. ABC hefur eftir dýralækni að Jones hefði getað skaðað ungann, miðað við það hvernig hún kippti honum upp og sveiflað honum. Dýralæknirinn, sem vinnur fyrir náttúruverndarsamtök, sagði augljóst að unginn væri að kalla eftir móður sinni og að myndbandið væri hrottalegt. Ástralía Bandaríkin Dýr Samfélagsmiðlar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fleiri fréttir Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Sjá meira
Jones titlar sig sem útivistarmanneskju og veiðimann birti myndbandið á Instagram á dögunum en þar mátti sjá hana grípa ungann og hlaupa undan móðurinni á meðan maður bakvið myndavélina hló og sagði: „Sjáið móðurina, hún er að elta hana.“ Vambar eru loðin og spök pokadýr sem finnast í Ástralíu. Upprunalega myndbandinu hefur verið eytt en það er þó enn í dreyfingu. American hunting influencer Sam Jones is facing fierce backlash after taking a baby wombat from it's mother while visiting Australia. pic.twitter.com/bGUvuxWGX7— The Project (@theprojecttv) March 12, 2025 Jones lagði vambann fljótt niður aftur og upprunalega myndbandinu fylgdi texti um að hann hefði fundið móðir sína á nýjan leik og þau hefðu farið á brott saman. Meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið er Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Hann sagðist í morgun hafa séð myndbandið og lagði til að þessi „svokallaði áhrifavaldur“ prófaði að gera það sama við önnur dýr í Ástralíu sjá hvernig það færi. Nefndi hann krókódíl sérstaklega, eða önnur dýr sem geti svarað fyrir sig. Vambar geti það ekki. PM Albanese lets rip on the “so-called influencer” who took a baby wombat from its mother.PM “maybe she might try some other Australian animals. Take a baby crocodile from its mother & see how you go there.”🔥#auspoI pic.twitter.com/G9sV9c6xqz— stranger (@strangerous10) March 13, 2025 Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) hefur eftir Tony Burke, innanríkisráðherra, að verið sé að skoða dvalarleyfi Jones í Ástralíu og hvort hún megi koma aftur til landsins og er einnig verið að skoða hvort hún hafi brotið lög. Burke sagði að hvernig sem færi þætti honum ólíklegt að Jones myndir vilja koma aftur til Ástralíu. ABC hefur eftir dýralækni að Jones hefði getað skaðað ungann, miðað við það hvernig hún kippti honum upp og sveiflað honum. Dýralæknirinn, sem vinnur fyrir náttúruverndarsamtök, sagði augljóst að unginn væri að kalla eftir móður sinni og að myndbandið væri hrottalegt.
Ástralía Bandaríkin Dýr Samfélagsmiðlar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fleiri fréttir Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Sjá meira