Lífið

„Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala Matt fór í heimsókn á Hótel Keflavík.
Vala Matt fór í heimsókn á Hótel Keflavík.

Ferskur alvöru snjór sem kemur úr loftinu og snjór á veggjum í einu spaherbergi Hótel Keflavíkur svokölluðu snjóherbergi er eitt af því sem nú er hægt að upplifa í glænýrri heilsulind hótelsins.

Einnig er þar ævintýralegt froðuherbergi í svokallaðri blautsánu. Heilsurækt með öllu tilheyrandi og Versace bar og veitingasalur. En hótelið er allt hannað og skreytt með heimsþekktum ítölskum Versace marmara og flísum sem er alveg einstakt.

Vala Matt skellti sér í heimsókn og fjallaði um hótelið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Hér er allaveganna alltaf gott veður þar sem við erum stödd inni,“ segir Lilja Karen Steinþórsdóttir, aðstoðarhótelstjóri, og heldur áfram.

Lilja er aðstoðarhótelstjóri.

„Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim. Hér kemur fólk til að upplifa eitthvað nýtt og eitthvað spennandi. Þetta snjóherbergi er það eina sem til er hérna á Íslandi og þetta er bara skemmtileg hugmynd sem pabbi minn Steinþór Jónsson [hótelstjóri] kom með. Hann vildi hafa snjókomu alla daga og fann því snjóvel sem framleiðir alvöru snjó og hann er meiri segja það hreinn að það má borða hann,“ segir Lilja sem fer nánar út í heilsulindina í Keflavík hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.