Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar 14. mars 2025 10:32 Það var engin stemning fyrir loftslagsmálum fyrir síðustu kosningar. Loftslagsvandinn hvarf samt ekki. Hann er enn til staðar. Það verður væntanlega ein birtingarmynd góðæris að hann verði að kosningamáli á ný. Nema það verði vegna hörmunga. Eða kynslóðaskipta meðal kjósenda. Meðal þeirra sem brenna fyrir náttúruvernd og loftslagsmálum er umræðan sífellt háværari: Hvað varð um loftslagsmálin? Í pólitíkinni? Hjá fjölmiðlum? Skilur fólk ekki hvað þetta skiptir miklu máli? Veit fólk hvernig líf á jörðu væri við 2° eða 3° hlýnun? 100 manns ætla að vinna saman Þessi mál eru mikilvæg sama hvort þau séu í tísku eða ekki. Að koma í veg fyrir hamfarahlýnun er langtímaverkefni sem krefst langtímahugsunar. Það er tímabært að eiga opið samtal um umhverfis- og loftslagsmálin og vinna síðan markvisst saman, þvert á samtök, stjórnmálaflokka og atvinnugreinar. Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í slíku samtali eru velkomin á fund á morgun. Fréttir um fundinn hafa farið sem eldur í sinu um grasrótina. Sem stendur hafa fleiri en 100 manns skráð sig til leiks. Fjölmargt til umræðu Málaflokkarnir sem flestir fundargestir hafa áhuga á að ræða betur eru m.a. loftslagsmál, náttúruvernd, samgöngur, matvælaframleiðsla, votlendi, skipulagsmál, hringrásarhagkerfi, dýravelferð, umhverfisfræðsla, líffræðilegur fjölbreytileiki, verndun hafsins, orkumál og neysluhyggja. Þátttakendur koma alls staðar að, margir úr grasrótarsamtökum sem láta sig náttúruvernd, dýravelferð og loftslagsmál varða, fólk frá mismunandi stjórnmálaflokkum og úr atvinnulífinu. Ungt fólk, gamalt fólk, allskonar fólk. Þetta verður veisla. Að sjálfsögðu er fólk hvatt til þess að koma með eigið kaffimál. Hvað varð um umhverfismálin? Fundurinn verður laugardaginn 15. mars frá kl 10:30-13:00 í stofu M201 í Háskólanum í Reykjavík. Öll velkomin! Skráning fer fram hér: Hvað varð um umhverfismálin? Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Það var engin stemning fyrir loftslagsmálum fyrir síðustu kosningar. Loftslagsvandinn hvarf samt ekki. Hann er enn til staðar. Það verður væntanlega ein birtingarmynd góðæris að hann verði að kosningamáli á ný. Nema það verði vegna hörmunga. Eða kynslóðaskipta meðal kjósenda. Meðal þeirra sem brenna fyrir náttúruvernd og loftslagsmálum er umræðan sífellt háværari: Hvað varð um loftslagsmálin? Í pólitíkinni? Hjá fjölmiðlum? Skilur fólk ekki hvað þetta skiptir miklu máli? Veit fólk hvernig líf á jörðu væri við 2° eða 3° hlýnun? 100 manns ætla að vinna saman Þessi mál eru mikilvæg sama hvort þau séu í tísku eða ekki. Að koma í veg fyrir hamfarahlýnun er langtímaverkefni sem krefst langtímahugsunar. Það er tímabært að eiga opið samtal um umhverfis- og loftslagsmálin og vinna síðan markvisst saman, þvert á samtök, stjórnmálaflokka og atvinnugreinar. Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í slíku samtali eru velkomin á fund á morgun. Fréttir um fundinn hafa farið sem eldur í sinu um grasrótina. Sem stendur hafa fleiri en 100 manns skráð sig til leiks. Fjölmargt til umræðu Málaflokkarnir sem flestir fundargestir hafa áhuga á að ræða betur eru m.a. loftslagsmál, náttúruvernd, samgöngur, matvælaframleiðsla, votlendi, skipulagsmál, hringrásarhagkerfi, dýravelferð, umhverfisfræðsla, líffræðilegur fjölbreytileiki, verndun hafsins, orkumál og neysluhyggja. Þátttakendur koma alls staðar að, margir úr grasrótarsamtökum sem láta sig náttúruvernd, dýravelferð og loftslagsmál varða, fólk frá mismunandi stjórnmálaflokkum og úr atvinnulífinu. Ungt fólk, gamalt fólk, allskonar fólk. Þetta verður veisla. Að sjálfsögðu er fólk hvatt til þess að koma með eigið kaffimál. Hvað varð um umhverfismálin? Fundurinn verður laugardaginn 15. mars frá kl 10:30-13:00 í stofu M201 í Háskólanum í Reykjavík. Öll velkomin! Skráning fer fram hér: Hvað varð um umhverfismálin? Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar