Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar 14. mars 2025 13:32 Ástríða fyrir fegurð og list er það sem getur umbreytt okkar daglega lífi og náð langt út fyrir það sem við sjáum á yfirborðinu. Hvað ef við myndum bæta umhverfi okkar með fallegum, metnaðarfullum listaverkum? ekki bara til að skreyta veggi, heldur til að fá innblástur til að skapa, hugsa og líta á heiminn með nýjum augum? Það er einmitt það sem gerir fegurð svo dýrmæta. Það er svo miklu meira en bara sjónræn ánægja, hún hefur kraft til að vekja tilfinningar, hugmyndir og ástríðu! List sem byggir upp menntun Ég hef ferðast vítt og breitt um Ísland, tekið þátt í sýningum og námskeiðum ég man þegar ég heimsótti Þelamerkurskóla það var eins og að vera komin inn í listasafn. Þegar ég gekk inn í Þelamerkurskóla fann ég strax fyrir þeirri ástríðu og sköpun sem lá í loftinu. Smíðastofan var ekki bara vinnustaður, heldur lifandi umhverfi þar sem verk með ástríðu og metnaði voru í sköpun. Hvert verkefni sem ég sá, hvort sem það var risastór kind eða tré sem var að verða fjögurra metra hátt, var vitnisburður um þá orku sem nemendur lögðu í það sem þeir sköpuðu. Það var meira en bara handverk, það var andi sköpunar sem blómstraði í hverju smáatriði, og hvert verkefni hafði eigin lífskraft. Unnar Eiríksson, smíðakennari skólans, hafði skapað ótrúlega tengingu milli handverks og sköpunar. Hann hvatti nemendur til að læra ekki bara með höndum sínum, heldur einnig með hjarta og sál. Þar var engin rammi, engin takmörk fyrir því hvað væri hægt að skapa. Fegurð í skólum: Vöxtur og ástríða Við erum í samfélagi þar sem sköpun og frumleiki eru lykilþættir til að móta framtíðina. Hvað ef við myndum færa þetta líka inn í skólastofurnar? Að fegurð og list yrðu hluti af daglega lífi nemenda, ekki bara sem eitthvað sem á að læra um í bókum heldur sem eitthvað sem þeir upplifa í kringum sig. Þannig myndum við ekki bara fegra umhverfið, heldur bæta við nýjum sjónarhornum sem gera nemendur meira opna fyrir nýjum hugmyndum og verkefnum. Það er þannig sem fegurðin getur haft bein áhrif á hvernig við hugsum og hvernig við sjáum heiminn. Það er líka mikilvæg tenging sem við þurfum að bæta við. Þegar við fáum bestu listamenn landsins til að vinna með grunnskólum, þá eru þeir ekki bara að skapa fallega hluti, þeir eru að kenna nemendum hvernig þeir sjálfir geta orðið skapandi einstaklingar. Þeir fá tækifæri til að læra af þeim sem hafa reynslu og sem eru með ástríðu fyrir því sem þeir gera. Þetta snýst ekki bara um að búa til falleg verk, þetta er um að mennta og veita innblástur. Listamenn geta verið leiðbeinendur í því að kenna nemendum hvernig þeir geta notað sköpunargleði sína til að leysa vandamál og sjá heiminn á nýjan hátt. Ég man eftir þegar ég heimsótti grunnskólann á Hofsósi, þar sem eitt stórkostlegt listaverk blasti við mér við innganginn. Þegar ég spurði skólastjórann um verkið, sagði hann mér frá sérstöku átaki frá því um 1980 þegar íslenskir listamenn voru fengnir til að vinna með grunnskólum til að fegra umhverfið. Þetta átak skapaði tengingu milli lista og skólastarfs, nemendur fengu innblástur frá bestu listamönnum landsins og lærðu að tengja list við veruleikann. Það var verkefni sem hentaði öllum aldurshópum og var á hverjum degi til staðar til að minna okkur á hvernig fegurð getur haft áhrif á okkur öll. Fegurð sem breytir skólum Það sem er enn betra er að þetta er ekki eitthvað sem þarf að vera flókið eða ómögulegt. Það snýst einfaldlega um það að við þurfum að opna dyrnar fyrir þessu samstarfi og skapa umhverfi þar sem list og fegurð eru viðurkennd sem nauðsynlegir þættir í menntun. Þegar nemendur ganga inn í skóla, þá ætti það ekki bara að vera venjulegt skólaumhverfi, það á að vera eins og að ganga inn í stórglæsilegt listasafn þar sem hver veggur, hvert smáatriði og hvert verkefni segir „hér getur þú vaxið og skapað.“ Við getum gert þetta aftur. Við getum gefið nemendum okkar tækifæri til að læra af þeim bestu, við getum skapað skólaumhverfi þar sem þeir geta upplifað hvernig það er að vera skapandi, og við getum leyft þeim að sjá og upplifa list og fegurð á daglegum grunni. Þetta snýst ekki bara um list, þetta er um að búa til samfélag þar sem við öll lærum, vöxum og tengjumst með því að bæta umhverfi okkar með metnaði og ástríðu. Lífið er of stutt til að ganga framhjá fegurð. Við ættum að bjóða upp á hana í öllum hornum samfélagsins, frá skólastofum til smíðastofa, frá myndum á veggjum til fallegs handverks. Fegurðin er ekki aðeins fyrir augun, hún er fyrir hugann og hjartað og við þurfum að leyfa henni að blómstra í öllum skólum á Íslandi. Höfundur er töframaður og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Ástríða fyrir fegurð og list er það sem getur umbreytt okkar daglega lífi og náð langt út fyrir það sem við sjáum á yfirborðinu. Hvað ef við myndum bæta umhverfi okkar með fallegum, metnaðarfullum listaverkum? ekki bara til að skreyta veggi, heldur til að fá innblástur til að skapa, hugsa og líta á heiminn með nýjum augum? Það er einmitt það sem gerir fegurð svo dýrmæta. Það er svo miklu meira en bara sjónræn ánægja, hún hefur kraft til að vekja tilfinningar, hugmyndir og ástríðu! List sem byggir upp menntun Ég hef ferðast vítt og breitt um Ísland, tekið þátt í sýningum og námskeiðum ég man þegar ég heimsótti Þelamerkurskóla það var eins og að vera komin inn í listasafn. Þegar ég gekk inn í Þelamerkurskóla fann ég strax fyrir þeirri ástríðu og sköpun sem lá í loftinu. Smíðastofan var ekki bara vinnustaður, heldur lifandi umhverfi þar sem verk með ástríðu og metnaði voru í sköpun. Hvert verkefni sem ég sá, hvort sem það var risastór kind eða tré sem var að verða fjögurra metra hátt, var vitnisburður um þá orku sem nemendur lögðu í það sem þeir sköpuðu. Það var meira en bara handverk, það var andi sköpunar sem blómstraði í hverju smáatriði, og hvert verkefni hafði eigin lífskraft. Unnar Eiríksson, smíðakennari skólans, hafði skapað ótrúlega tengingu milli handverks og sköpunar. Hann hvatti nemendur til að læra ekki bara með höndum sínum, heldur einnig með hjarta og sál. Þar var engin rammi, engin takmörk fyrir því hvað væri hægt að skapa. Fegurð í skólum: Vöxtur og ástríða Við erum í samfélagi þar sem sköpun og frumleiki eru lykilþættir til að móta framtíðina. Hvað ef við myndum færa þetta líka inn í skólastofurnar? Að fegurð og list yrðu hluti af daglega lífi nemenda, ekki bara sem eitthvað sem á að læra um í bókum heldur sem eitthvað sem þeir upplifa í kringum sig. Þannig myndum við ekki bara fegra umhverfið, heldur bæta við nýjum sjónarhornum sem gera nemendur meira opna fyrir nýjum hugmyndum og verkefnum. Það er þannig sem fegurðin getur haft bein áhrif á hvernig við hugsum og hvernig við sjáum heiminn. Það er líka mikilvæg tenging sem við þurfum að bæta við. Þegar við fáum bestu listamenn landsins til að vinna með grunnskólum, þá eru þeir ekki bara að skapa fallega hluti, þeir eru að kenna nemendum hvernig þeir sjálfir geta orðið skapandi einstaklingar. Þeir fá tækifæri til að læra af þeim sem hafa reynslu og sem eru með ástríðu fyrir því sem þeir gera. Þetta snýst ekki bara um að búa til falleg verk, þetta er um að mennta og veita innblástur. Listamenn geta verið leiðbeinendur í því að kenna nemendum hvernig þeir geta notað sköpunargleði sína til að leysa vandamál og sjá heiminn á nýjan hátt. Ég man eftir þegar ég heimsótti grunnskólann á Hofsósi, þar sem eitt stórkostlegt listaverk blasti við mér við innganginn. Þegar ég spurði skólastjórann um verkið, sagði hann mér frá sérstöku átaki frá því um 1980 þegar íslenskir listamenn voru fengnir til að vinna með grunnskólum til að fegra umhverfið. Þetta átak skapaði tengingu milli lista og skólastarfs, nemendur fengu innblástur frá bestu listamönnum landsins og lærðu að tengja list við veruleikann. Það var verkefni sem hentaði öllum aldurshópum og var á hverjum degi til staðar til að minna okkur á hvernig fegurð getur haft áhrif á okkur öll. Fegurð sem breytir skólum Það sem er enn betra er að þetta er ekki eitthvað sem þarf að vera flókið eða ómögulegt. Það snýst einfaldlega um það að við þurfum að opna dyrnar fyrir þessu samstarfi og skapa umhverfi þar sem list og fegurð eru viðurkennd sem nauðsynlegir þættir í menntun. Þegar nemendur ganga inn í skóla, þá ætti það ekki bara að vera venjulegt skólaumhverfi, það á að vera eins og að ganga inn í stórglæsilegt listasafn þar sem hver veggur, hvert smáatriði og hvert verkefni segir „hér getur þú vaxið og skapað.“ Við getum gert þetta aftur. Við getum gefið nemendum okkar tækifæri til að læra af þeim bestu, við getum skapað skólaumhverfi þar sem þeir geta upplifað hvernig það er að vera skapandi, og við getum leyft þeim að sjá og upplifa list og fegurð á daglegum grunni. Þetta snýst ekki bara um list, þetta er um að búa til samfélag þar sem við öll lærum, vöxum og tengjumst með því að bæta umhverfi okkar með metnaði og ástríðu. Lífið er of stutt til að ganga framhjá fegurð. Við ættum að bjóða upp á hana í öllum hornum samfélagsins, frá skólastofum til smíðastofa, frá myndum á veggjum til fallegs handverks. Fegurðin er ekki aðeins fyrir augun, hún er fyrir hugann og hjartað og við þurfum að leyfa henni að blómstra í öllum skólum á Íslandi. Höfundur er töframaður og kennari.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar