Hittast á laun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. mars 2025 14:26 Tiger Woods og Vanessa Trump til hægri, ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum Donald Trump yngri. Vísir/Getty Tiger Woods og Vanessa Trump eru par en hafa verið að hittast á laun. Þau eru nýbyrjuð að stinga saman nefjum og taka hlutunum af hinni stökustu ró þó það styttist í að alvaran hefjist. Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðillinn PageSix. Þar segir að þau smellpassi saman. Þau hafi verið góðir vinir en síðan hafi hiti færst í leikinn. Þau eigi mikið sameiginlegt, séu vön því að vera í sviðljósinu en kunni á sama tíma að halda ástarmálum sínum út af fyrir sig. Vanessa Trump er fyrrverandi eiginkona Donald Trump yngri. Þau skildu að borði og sæng árið 2018. Woods hefur ekkert átt sérstaklega gott mót í ástarlífinu. Hann skildi við eiginkonu sína Elin Nordegren árið 2010 eftir framhjáhald. Hann hætti svo með fyrrverandi Ericu Herman árið 2023. Sambandsslitin vöktu mikla athygli enda sakaði hún hann um kynferðislega áreitni og höfðaði mál gegn honum. Sagði hann meðal annars hafa platað sig til þess að skrifa undir trúnaðarsamning um þeirra samband. Trump hefur að sama skapi ekki verið í sambandi eftir að hún skildi við Donald yngri. Áður átti hún stormasamt ástarlíf. Hitti meðal annars stórstjörnuna Leonardo DiCaprio og prins af Sádí-Arabíu, Khalid bin Bandar bin Sultan Al Saud. Í umfjöllun PageSix segir að þau Woods og Trump hafi byrjað að hittast í kringum Þakkargjörðarhátíðina í nóvember. Bæði búa þau í Flórída, í einungis um tuttugu mínútna fjarlægð frá hvort öðru. Sautján ára dóttir Vanessu, Kai Trump, gengur í sama skóla og tveir unglingssynir golfarans, þeir Sam og Charlie. Heimildarmaður slúðurmiðilsins segir þau smellpassa saman. Henni sé alveg sama um gríðarlega frægð Tiger Woods, sé alls ekki stjörnustjörf og að hún myndi hafa áhuga á honum jafnvel þó hann væri ekkert þekktur. Þau taki hlutunum með stökustu ró og búi í sitthvoru lagi. Gisti saman nokkrar nætur í viku og láti það nægja, enn sem komið er. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðillinn PageSix. Þar segir að þau smellpassi saman. Þau hafi verið góðir vinir en síðan hafi hiti færst í leikinn. Þau eigi mikið sameiginlegt, séu vön því að vera í sviðljósinu en kunni á sama tíma að halda ástarmálum sínum út af fyrir sig. Vanessa Trump er fyrrverandi eiginkona Donald Trump yngri. Þau skildu að borði og sæng árið 2018. Woods hefur ekkert átt sérstaklega gott mót í ástarlífinu. Hann skildi við eiginkonu sína Elin Nordegren árið 2010 eftir framhjáhald. Hann hætti svo með fyrrverandi Ericu Herman árið 2023. Sambandsslitin vöktu mikla athygli enda sakaði hún hann um kynferðislega áreitni og höfðaði mál gegn honum. Sagði hann meðal annars hafa platað sig til þess að skrifa undir trúnaðarsamning um þeirra samband. Trump hefur að sama skapi ekki verið í sambandi eftir að hún skildi við Donald yngri. Áður átti hún stormasamt ástarlíf. Hitti meðal annars stórstjörnuna Leonardo DiCaprio og prins af Sádí-Arabíu, Khalid bin Bandar bin Sultan Al Saud. Í umfjöllun PageSix segir að þau Woods og Trump hafi byrjað að hittast í kringum Þakkargjörðarhátíðina í nóvember. Bæði búa þau í Flórída, í einungis um tuttugu mínútna fjarlægð frá hvort öðru. Sautján ára dóttir Vanessu, Kai Trump, gengur í sama skóla og tveir unglingssynir golfarans, þeir Sam og Charlie. Heimildarmaður slúðurmiðilsins segir þau smellpassa saman. Henni sé alveg sama um gríðarlega frægð Tiger Woods, sé alls ekki stjörnustjörf og að hún myndi hafa áhuga á honum jafnvel þó hann væri ekkert þekktur. Þau taki hlutunum með stökustu ró og búi í sitthvoru lagi. Gisti saman nokkrar nætur í viku og láti það nægja, enn sem komið er.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira