Í dagbók lögreglunnar kemur fram að alls gisti þrír einstaklingar í fangaklefa eins og er og að á tímabilinu frá fimm í morgun til klukkan 17 í dag hafi verið bókuð 192 mál í kerfi lögreglunnar.
Þar á meðal var tilkynnt um þjófnað í miðborginni og Vesturbæ. Þá var einn handtekinn fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga í Hafnarfirði. Í Kópavogi var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ölvaður reiðhjólamaður hjólaði á bíl og um að ekið hefði verið á gangandi vegfarenda í Kópavogi.
Þá var einnig tilkynnt um hóp af ungmennum að hrella fólk í Mjódd í Breiðholti.