Golf

Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Thomas fagnar hér einu af mörgum góðum höggum sínum á öðrum hring Players meistaramótsins.
Justin Thomas fagnar hér einu af mörgum góðum höggum sínum á öðrum hring Players meistaramótsins. Getty/ Jared C. Tilton

Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas lék á 62 höggum á öðrum degi Players meistaramótsins sem fer fram i Flórída þessa dagana.

Thomas lék þennan annan hring á tíu höggum undir pari og jafnaði með því vallarmetið á Sawgrass golfvellinum.

Hræðilegur fyrsti hringur, þar sem Thomas lék heilum sex höggum yfir pari, sér þó til þess að hann er sjö höggum á eftir fyrstu mönnum. Sextán högga sveifla milli daga.

Hinn 31 árs gamli Thomas varð sá fyrsti til að ná ellefu fuglum á einum hring í sögu Players meistaramótsins.

Players meistaramótið er oft kallað fimmta risamótið þótt að það teljist ekki vera slíkt.

Efstu menn þegar mótið er hálfnað eru Ástralinn Min Woo Lee og Bandaríkjamaðurinn Akshay Bhatia, sem báðir hafa leikið tvo fyrstu hringina á ellefu höggum undir pari. Bandaríski kylfingurinn JJ Spaun er einu höggi á eftir.

Norður Írinn Rory McIlroy, lék annan hringinn á fjórum höggum undir pari og er tveimur höggum á eftir efstu mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×