Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 15. mars 2025 17:00 Nú þegar rykið er að setjast má með sanni segja að íslenskir kennarar hafa sýnt áður óþekkta samstöðu þvert á öll skólastig. Það er ótrúlega kraftmikið og hvetjandi að fylgjast með því hvernig stéttin okkar reis upp saman og sýndi að við stöndum sameinuð undir merkjum Kennarasambands Íslands. Það sýndi sig að kennarar láta ekki auðveldlega hræða sig til hlýðni og við höfum gríðarlegan styrk þegar við stöndum öll saman. Við upplifðum tilraunir pólitískra afla til að hnekkja á starfinu okkar, en í stað þess að láta undan sýndum við fagmennsku, mikilfenglega samstöðu og kraft. Skólastarf var dregið niður í umræðunni, en almenningur sá í gegnum það og fyrir vikið styrktist traust til kennara. Stuðningur foreldra, samfélagsins og ráðamanna var augljós og aldrei hefur verið skýrara hversu mikilvæg störf okkar eru. Það hefur verið bæði strembið og um leið mjög dýrmætt að vera kennari á þessum tímamótum. Það er eins og við höfum lyft okkur yfir neikvæða umræðu og virðingin fyrir starfi okkar hafi aukist til muna. Umræðan hófst á flug og sjálf fór ég að skrifa pistla og greinar um mikilvægi starfsins og allt það faglega sem í því felst. Sú fagmennska kemur ekki af sjálfu sér og þarf bæði að mennta sig og öðlast reynslu til að geta veitt nemendum þá menntun sem þeir eiga rétt á. Samstaðan sem myndaðist var áþreifanleg og er hún sannarlega hvetjandi fyrir framtíðina. Ég er ótrúlega stolt að tilheyra stéttarfélagi sem stendur saman með skýr markmið: við viljum fagmennsku, stöðugleika í skólunum okkar og viðurkenningu á mikilvægi starfs okkar. Við höfum sýnt að þegar við stöndum saman erum við óstöðvandi afl og sú staðreynd mun lifa með okkur áfram. Framtíðin er björt fyrir kennara á Íslandi. Við höfum sýnt hvað í okkur býr og við munum halda áfram að byggja upp skólasamfélag sem endurspeglar þá fagmennsku og virðingu sem störf okkar eiga skilið. Höfundur er kennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar rykið er að setjast má með sanni segja að íslenskir kennarar hafa sýnt áður óþekkta samstöðu þvert á öll skólastig. Það er ótrúlega kraftmikið og hvetjandi að fylgjast með því hvernig stéttin okkar reis upp saman og sýndi að við stöndum sameinuð undir merkjum Kennarasambands Íslands. Það sýndi sig að kennarar láta ekki auðveldlega hræða sig til hlýðni og við höfum gríðarlegan styrk þegar við stöndum öll saman. Við upplifðum tilraunir pólitískra afla til að hnekkja á starfinu okkar, en í stað þess að láta undan sýndum við fagmennsku, mikilfenglega samstöðu og kraft. Skólastarf var dregið niður í umræðunni, en almenningur sá í gegnum það og fyrir vikið styrktist traust til kennara. Stuðningur foreldra, samfélagsins og ráðamanna var augljós og aldrei hefur verið skýrara hversu mikilvæg störf okkar eru. Það hefur verið bæði strembið og um leið mjög dýrmætt að vera kennari á þessum tímamótum. Það er eins og við höfum lyft okkur yfir neikvæða umræðu og virðingin fyrir starfi okkar hafi aukist til muna. Umræðan hófst á flug og sjálf fór ég að skrifa pistla og greinar um mikilvægi starfsins og allt það faglega sem í því felst. Sú fagmennska kemur ekki af sjálfu sér og þarf bæði að mennta sig og öðlast reynslu til að geta veitt nemendum þá menntun sem þeir eiga rétt á. Samstaðan sem myndaðist var áþreifanleg og er hún sannarlega hvetjandi fyrir framtíðina. Ég er ótrúlega stolt að tilheyra stéttarfélagi sem stendur saman með skýr markmið: við viljum fagmennsku, stöðugleika í skólunum okkar og viðurkenningu á mikilvægi starfs okkar. Við höfum sýnt að þegar við stöndum saman erum við óstöðvandi afl og sú staðreynd mun lifa með okkur áfram. Framtíðin er björt fyrir kennara á Íslandi. Við höfum sýnt hvað í okkur býr og við munum halda áfram að byggja upp skólasamfélag sem endurspeglar þá fagmennsku og virðingu sem störf okkar eiga skilið. Höfundur er kennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi.
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar