Brentford heimsótti Bournemouth í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og höfðu gestirnir betur, 1-2.
Það voru hins vegar heimamenn í Bournemouth sem tóku forystuna snemma leiks þegar Vitaly Janelt varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.
Gestirnir snéru taflinu hins vegar við og Yoane Wissa jafnaði metin eftir hálftíma leik. Christian Norgaard sá svo um að koma Býflugunum yfir með marki á 71. mínútu og þar við sat.
Niðurstaðan því 1-2 sigur Brentford sem nú situr í 11. sæti ensku deildarinnar með 41 eftir 29 leiki, þremur stigum minna en Bournemouth sem situr í 9. sæti.