Fótbolti

Haaland sló enn eitt metið í gær

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Erling Haaland hefur komið með beinum hætti að hundrað mörkum í ensku úrvalsdeildinni.
Erling Haaland hefur komið með beinum hætti að hundrað mörkum í ensku úrvalsdeildinni. Neal Simpson/Sportsphoto/Allstar via Getty Images

Norski markahrókurinn Erling Braut Haaland sló enn eitt metið er hann skoraði fyrra mark Marnchester City gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Haaland kom Englandsmeisturum Manchester City yfir með marki af vítapunktinum strax á elleftu mínútu leiksins. 

Heimamenn þurftu þó að sætta sig við 2-2 jafntefli eftir að hafa komist yfir í tvígang. Omar Marmoush skoraði seinni mark City, en Pervis Estupinan og sjálfsmark frá Abdoukodir Khusanov sáu til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín.

Haaland var þarna að skora sitt 84. mark í sínum 94. leik í ensku úrvalsdeildinni. Síðan hann kom í deildina hafeur hann einnig legt upp 16 mörk og hefur þar með komið að beinum hætti að hundrað mörkum í ensku úrvalsdeildinni.

Aldrei áður hefur leikmaður þurft jafn fáa leiki til að eiga beinan þátt í hundrað mörkum í ensku úrvalsdeildinni og Haaland er enn fremur sá fyrsti til að gera það í færri en hundrað leikjum.

Alan Shearer, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, átti metið áður, en hann þurfti hundrað leiki til að koma með beinum hætti að hundrað mörkum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×