Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2025 10:56 Fulltrúar erlendra og íslenskra sérleyfishafa á Reyðarfirði haustið 2015 þegar fyrsti rannsóknarleiðangurinn hélt á Drekasvæðið. Félögin í þessu sérleyfi voru CNOOC frá Kína, Petoro frá Noregi og Eykon frá Íslandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bæjarráð Fjarðabyggðar beinir því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Þetta segir í bókun sem samþykkt var á bæjarráðsfundi í gær. „Breytt heimsmynd kallar á endurskoðun fyrri ákvarðana með tilliti til orku- og þjóðaröryggis. Birtist þetta ekki síst í því meðal annars að Noregur er að auka olíu- og gasvinnslu og horfa til nýrra vinnslusvæða. Áframhaldandi rannsóknir gætu skilað miklum efnahagslegum ávinningi fyrir Austurland, sem og landið allt, en ekki síst er hér um að ræða mjög mikilvægt skref í að tryggja orkuöryggi landsins til framtíðar meðan lokið verður við orkuskipti meðal annars með rafeldsneyti sem mun koma inn sem nýr orkugjafi sem getur gert Ísland óháð öðrum ríkjum um eldsneytisframleiðslu,“ segir í samþykktinni. Sérleyfin þrjú sem íslensk stjórnvöld úthlutuðu á Drekasvæðinu. Norska ríkisolíufélagið Petoro var 25% aðili að þeim öllum. Fulltrúi Fjarðalistans, Stefán Þór Eysteinsson, sat hjá við afgreiðslu málsins og var með sérbókun: „Mikilvægt er að Ísland tryggi orkuöryggi til framtíðar með stefnumótun sem tekur mið af sjálfbærum lausnum, orkuskiptum og langtímahagsmunum samfélagsins.“ Það var árið 2009, í tíð Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra sem íslensk stjórnvöld kynntu fyrst áform um að bjóða út olíuleit á Drekasvæðinu. Það var svo í ráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar sem fyrstu olíuvinnsluleyfunum var úthlutað árið 2013 og í framhaldinu sendu tveir sérleyfishafar rannsóknarskip á Drekasvæðið. Fyrstu sérleyfum til olíuleitar á Drekasvæðinu var úthlutað í Ráðherrabústaðnum árið 2013. Steingrímur J. Sigfússon atvinnumálaráðherra, Guðni Jóhannesson orkumálastjóri og Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs. Hafinn var undirbúningur þess að senda borskip á svæðið þegar erlendir sérleyfishafar tilkynntu óvænt í ársbyrjun 2018 að þeir væru hættir við. Þeir gáfu þá skýringu að þeir teldu ekki fýsilegt að fara áfram með leitina á næsta stig með litlar líkur á arðbærum olíu- og gaslindum. Í framhaldinu afturkallaði Orkustofnun síðasta íslenska sérleyfið. Eykon Energy var mest áberandi íslensku sérleyfishafanna. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, sagði um niðurstöðuna að fyrir sér lyktaði hún fremur af pólitík heldur en að hún hefði verið tekin á viðskiptalegum forsendum. Rannsóknargögnin af Drekasvæðinu þóttu það jákvæð að á fjárlögum norska ríkisins fyrir árið 2018 var gert ráð fyrir því að fjárveitingar til ríkisolíufélagsins Petoro til olíuleitar á svæðinu yrðu fjórfaldaðar. Viðbótinni var ætlað að standa straum af kostnaði við rannsóknarborun með borskipi. Orkustofnun áætlaði þegar sérleyfunum var skilað árið 2018 að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu væri kominn yfir fimm milljarða króna, þar af væru um fimmhundruð milljónir króna leyfisgjöld til ríkisins. Hlutur íslenskra fyrirtækja í leyfunum var á bilinu 7,5 til 18,75 prósent. Rannsóknarskipið Harrier Explorer var það síðasta sem leitaði olíu á Drekasvæðinu sumarið 2016. Hér er skipið á ytri höfninni í Reykjavík áður en lagt var í leiðangurinn.Arnar Halldórsson Upphaf olíuleitar í lögsögu Íslands má rekja til ársins 1971 þegar olíufélagið Shell fékk leyfi til rannsókna á hafsbotninum við landið. Fyrsta borunin var hins vegar við vitann í Flatey á Skjálfanda árið 1982. Það var iðnaðarráðherrann Hjörleifur Guttormsson í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen sem beitti sér fyrir þessari fyrstu olíuborun í sögu landsins. Tveimur árum áður hafði Hjörleifur skipað ráðgjafanefnd til að undirbúa olíuleit við Ísland. Olíuleit á Drekasvæði Fjarðabyggð Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Orkuskipti Orkumál Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26 Stöðva stopula leit að olíu í lögsögu Íslands Hálfrar aldar sögu olíuleitar við Ísland virðist lokið; leitar sem reyndist bæði stopul og árangurslítil. Í nýjum stjórnarsáttmála er því lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar verði ekki gefin út. 29. nóvember 2021 22:20 Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45 Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
„Breytt heimsmynd kallar á endurskoðun fyrri ákvarðana með tilliti til orku- og þjóðaröryggis. Birtist þetta ekki síst í því meðal annars að Noregur er að auka olíu- og gasvinnslu og horfa til nýrra vinnslusvæða. Áframhaldandi rannsóknir gætu skilað miklum efnahagslegum ávinningi fyrir Austurland, sem og landið allt, en ekki síst er hér um að ræða mjög mikilvægt skref í að tryggja orkuöryggi landsins til framtíðar meðan lokið verður við orkuskipti meðal annars með rafeldsneyti sem mun koma inn sem nýr orkugjafi sem getur gert Ísland óháð öðrum ríkjum um eldsneytisframleiðslu,“ segir í samþykktinni. Sérleyfin þrjú sem íslensk stjórnvöld úthlutuðu á Drekasvæðinu. Norska ríkisolíufélagið Petoro var 25% aðili að þeim öllum. Fulltrúi Fjarðalistans, Stefán Þór Eysteinsson, sat hjá við afgreiðslu málsins og var með sérbókun: „Mikilvægt er að Ísland tryggi orkuöryggi til framtíðar með stefnumótun sem tekur mið af sjálfbærum lausnum, orkuskiptum og langtímahagsmunum samfélagsins.“ Það var árið 2009, í tíð Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra sem íslensk stjórnvöld kynntu fyrst áform um að bjóða út olíuleit á Drekasvæðinu. Það var svo í ráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar sem fyrstu olíuvinnsluleyfunum var úthlutað árið 2013 og í framhaldinu sendu tveir sérleyfishafar rannsóknarskip á Drekasvæðið. Fyrstu sérleyfum til olíuleitar á Drekasvæðinu var úthlutað í Ráðherrabústaðnum árið 2013. Steingrímur J. Sigfússon atvinnumálaráðherra, Guðni Jóhannesson orkumálastjóri og Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs. Hafinn var undirbúningur þess að senda borskip á svæðið þegar erlendir sérleyfishafar tilkynntu óvænt í ársbyrjun 2018 að þeir væru hættir við. Þeir gáfu þá skýringu að þeir teldu ekki fýsilegt að fara áfram með leitina á næsta stig með litlar líkur á arðbærum olíu- og gaslindum. Í framhaldinu afturkallaði Orkustofnun síðasta íslenska sérleyfið. Eykon Energy var mest áberandi íslensku sérleyfishafanna. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, sagði um niðurstöðuna að fyrir sér lyktaði hún fremur af pólitík heldur en að hún hefði verið tekin á viðskiptalegum forsendum. Rannsóknargögnin af Drekasvæðinu þóttu það jákvæð að á fjárlögum norska ríkisins fyrir árið 2018 var gert ráð fyrir því að fjárveitingar til ríkisolíufélagsins Petoro til olíuleitar á svæðinu yrðu fjórfaldaðar. Viðbótinni var ætlað að standa straum af kostnaði við rannsóknarborun með borskipi. Orkustofnun áætlaði þegar sérleyfunum var skilað árið 2018 að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu væri kominn yfir fimm milljarða króna, þar af væru um fimmhundruð milljónir króna leyfisgjöld til ríkisins. Hlutur íslenskra fyrirtækja í leyfunum var á bilinu 7,5 til 18,75 prósent. Rannsóknarskipið Harrier Explorer var það síðasta sem leitaði olíu á Drekasvæðinu sumarið 2016. Hér er skipið á ytri höfninni í Reykjavík áður en lagt var í leiðangurinn.Arnar Halldórsson Upphaf olíuleitar í lögsögu Íslands má rekja til ársins 1971 þegar olíufélagið Shell fékk leyfi til rannsókna á hafsbotninum við landið. Fyrsta borunin var hins vegar við vitann í Flatey á Skjálfanda árið 1982. Það var iðnaðarráðherrann Hjörleifur Guttormsson í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen sem beitti sér fyrir þessari fyrstu olíuborun í sögu landsins. Tveimur árum áður hafði Hjörleifur skipað ráðgjafanefnd til að undirbúa olíuleit við Ísland.
Olíuleit á Drekasvæði Fjarðabyggð Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Orkuskipti Orkumál Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26 Stöðva stopula leit að olíu í lögsögu Íslands Hálfrar aldar sögu olíuleitar við Ísland virðist lokið; leitar sem reyndist bæði stopul og árangurslítil. Í nýjum stjórnarsáttmála er því lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar verði ekki gefin út. 29. nóvember 2021 22:20 Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45 Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26
Stöðva stopula leit að olíu í lögsögu Íslands Hálfrar aldar sögu olíuleitar við Ísland virðist lokið; leitar sem reyndist bæði stopul og árangurslítil. Í nýjum stjórnarsáttmála er því lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar verði ekki gefin út. 29. nóvember 2021 22:20
Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45
Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00