Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 18. mars 2025 15:31 Nú hefur Rósa Guðbjartsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs og stjórnarkona í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tjáð sig um stjórnarsetu sína í sambandinu. Hún verður ekki sökuð um að tala skýrt en samkvæmt fréttum í dag ætlar hún að sitja áfram í stjórn sambandsins en gæti e.t.v. hugsanlega hætt þar og í bæjarstjórn á næstunni. Gæti hætt en er ekki viss, þarf að klára einhver verkefni í bæjarstjórn en tilgreinir ekki hver þau eru og treystir því væntanlega ekki nýjum bæjarstjóra Framsóknarflokksins til þess að stýra þeim í örugga höfn eða þá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Óskýrara verður orðasalatið varla. Kannski er erfitt að ætlast til skýrleika þegar sinna þarf jafn mörgum og fjölbreyttum ábyrgðarstörfum og mögulega aldrei hægt að vera alveg viss um í krafti hvaða embættis er talað. Skólastarfi haldið í gíslingu til þess að slá pólitískar keilur Þetta væri hugsanlega aðeins fyndið ef þetta væri ekki svona alvarlegt því hún og hennar fólk í stjórn sambandsins hélt skólastarfi í landinu í gíslingu í pólitískum hráskinnaleik í tengslum við gerð kjarasamninga kennara fyrir skemmstu. Markmiðið var að slá pólitískar keilur til þess að reyna að koma höggi á formann sambandsins og þá verðandi borgarstjóra og láta ríkisstjórnina sitja uppi með vandann. Ómerkileg stjórnarandstöðupólitík var því leiðarljós þessa hóps sem vílaði ekki fyrir sér að nota nemendur, aðstandendur þeirra, kennara og annað starfsfólk sem skiptimynt í pólitískum leikjum sínum. Sem betur fer sýndi Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga pólitíska forystu á ögurstundu sem varð til þess að samið var við kennara og skólastarfi í landinu var bjargað úr klóm fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í stjórn sambandsins. Þingkona sem veit ekki hvort hún er að koma eða fara Í ljósi alls þessa þá eru það veruleg vonbrigði að forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði valdi því að Rósa Guðbjartsdóttir skuli vera eini bæjarfulltrúinn, sem náði kjöri í síðustu alþingiskosningum, sem hafi ekki beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Krísa flokksins í Hafnarfirði lítur út fyrir að vera alvarleg og djúpstæð því viðtöl við þingkonuna, bæjarfulltrúann, formann bæjarráðs og stjórnarkonuna í Sambandi íslenskra sveitarfélaga benda til þess að hún viti varla hvort hún er að koma eða fara. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og eflaust trufla líka háar launagreiðslur frá Hafnarfirði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga ofan á þingfararkaupið dómgreindina. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur Rósa Guðbjartsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs og stjórnarkona í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tjáð sig um stjórnarsetu sína í sambandinu. Hún verður ekki sökuð um að tala skýrt en samkvæmt fréttum í dag ætlar hún að sitja áfram í stjórn sambandsins en gæti e.t.v. hugsanlega hætt þar og í bæjarstjórn á næstunni. Gæti hætt en er ekki viss, þarf að klára einhver verkefni í bæjarstjórn en tilgreinir ekki hver þau eru og treystir því væntanlega ekki nýjum bæjarstjóra Framsóknarflokksins til þess að stýra þeim í örugga höfn eða þá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Óskýrara verður orðasalatið varla. Kannski er erfitt að ætlast til skýrleika þegar sinna þarf jafn mörgum og fjölbreyttum ábyrgðarstörfum og mögulega aldrei hægt að vera alveg viss um í krafti hvaða embættis er talað. Skólastarfi haldið í gíslingu til þess að slá pólitískar keilur Þetta væri hugsanlega aðeins fyndið ef þetta væri ekki svona alvarlegt því hún og hennar fólk í stjórn sambandsins hélt skólastarfi í landinu í gíslingu í pólitískum hráskinnaleik í tengslum við gerð kjarasamninga kennara fyrir skemmstu. Markmiðið var að slá pólitískar keilur til þess að reyna að koma höggi á formann sambandsins og þá verðandi borgarstjóra og láta ríkisstjórnina sitja uppi með vandann. Ómerkileg stjórnarandstöðupólitík var því leiðarljós þessa hóps sem vílaði ekki fyrir sér að nota nemendur, aðstandendur þeirra, kennara og annað starfsfólk sem skiptimynt í pólitískum leikjum sínum. Sem betur fer sýndi Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga pólitíska forystu á ögurstundu sem varð til þess að samið var við kennara og skólastarfi í landinu var bjargað úr klóm fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í stjórn sambandsins. Þingkona sem veit ekki hvort hún er að koma eða fara Í ljósi alls þessa þá eru það veruleg vonbrigði að forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði valdi því að Rósa Guðbjartsdóttir skuli vera eini bæjarfulltrúinn, sem náði kjöri í síðustu alþingiskosningum, sem hafi ekki beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Krísa flokksins í Hafnarfirði lítur út fyrir að vera alvarleg og djúpstæð því viðtöl við þingkonuna, bæjarfulltrúann, formann bæjarráðs og stjórnarkonuna í Sambandi íslenskra sveitarfélaga benda til þess að hún viti varla hvort hún er að koma eða fara. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og eflaust trufla líka háar launagreiðslur frá Hafnarfirði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga ofan á þingfararkaupið dómgreindina. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar