Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 20. mars 2025 07:48 Sádi-Arabía gegnir nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, en 69. lota nefndarinnar hófst á dögunum. Skipunin hefur vakið upp háværa umræðu og gagnrýni um allan heim, m.a. frá kvenréttindafrömuðum. Ástæðan er augljós, enda skipa stjórnvöld konungsríkisins sér í hóp með verstu mannréttindabrjótum heims þegar kemur að réttindum kvenna. Forsvarsmaður Amnesty International samtakanna orðaði það svo að slakur árangur Sádi-Arabíu í að vernda og efla réttindi kvenna afhjúpaði gríðarlega gjá á milli veruleika kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu, annars vegar, og hins vegar væntinga framkvæmdastjórnar kvennanefndarinnar. Óhlýðnar konur í Sádi-Arabíu En hver er veruleiki kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu? Samkvæmt þarlendum lögum fara karlmenn formlega með forsjá (e. male guardianship) yfir konum og löggjöfin leggur blessun yfir heimilis- og kynferðisofbeldi í hjónabandi. Forsjáin er ýmist í höndum feðra, bræðra eða eiginmanna. Réttur kvenna til hjónaskilnaðar er mjög takmarkaður og forsjá barna er sjálfkrafa í höndum feðra. Ferðafrelsi kvenna í Sádi-Arabíu er mjög lítið, enda þurfa þær leyfi karlmanns til athafna. Algengt er að karlmenn leiti til lögreglu vegna „óhlýðni“ kvenna, m.a. í formi fjarveru frá heimili. Eru konur þá handteknar og færðar með valdi til síns heima. Baráttukonur fyrir kvenréttindum í Sádi-Arabíu sæta ofsóknum; handtökum og varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu yfirvalda. Þær hljóta þunga fangelsisdóma og sem dæmi má nefna 11 ára dóm konu fyrir að styðja kvenréttindi á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem yfirvöld flokkuðu sem ósæmilegan. Amnesty á Íslandi hefur vakið athygli á ofsóknum yfirvalda í Sádi-Arabíu sem leiða jafnvel til dauða á meðan þau verji miklum fjármunum í ímyndarherferð til að blekkja umheiminn. Þátttaka konungsríkisins í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er vafalaust mikilvægur hluti af þeirri herferð. Táknmynd kúgunar kvenna stýrir kvennanefnd Ísland hafði ekki beina aðkomu að skipun Sádi-Arabíu til formennskunnar. En við höfum verið mjög gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum m.a. á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar hafa réttindi kvenna verið ofarlega á blaði, t.a.m. í gagnrýni sem utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins leiddi. Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli. - Ég sakna þess að heyra frá íslenskum stjórnvöldum sem eru í betri stöðu en oft áður til að tjá sig um þessi mál, m.a. vegna setu sinnar í mannréttindaráðinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Sjá meira
Sádi-Arabía gegnir nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, en 69. lota nefndarinnar hófst á dögunum. Skipunin hefur vakið upp háværa umræðu og gagnrýni um allan heim, m.a. frá kvenréttindafrömuðum. Ástæðan er augljós, enda skipa stjórnvöld konungsríkisins sér í hóp með verstu mannréttindabrjótum heims þegar kemur að réttindum kvenna. Forsvarsmaður Amnesty International samtakanna orðaði það svo að slakur árangur Sádi-Arabíu í að vernda og efla réttindi kvenna afhjúpaði gríðarlega gjá á milli veruleika kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu, annars vegar, og hins vegar væntinga framkvæmdastjórnar kvennanefndarinnar. Óhlýðnar konur í Sádi-Arabíu En hver er veruleiki kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu? Samkvæmt þarlendum lögum fara karlmenn formlega með forsjá (e. male guardianship) yfir konum og löggjöfin leggur blessun yfir heimilis- og kynferðisofbeldi í hjónabandi. Forsjáin er ýmist í höndum feðra, bræðra eða eiginmanna. Réttur kvenna til hjónaskilnaðar er mjög takmarkaður og forsjá barna er sjálfkrafa í höndum feðra. Ferðafrelsi kvenna í Sádi-Arabíu er mjög lítið, enda þurfa þær leyfi karlmanns til athafna. Algengt er að karlmenn leiti til lögreglu vegna „óhlýðni“ kvenna, m.a. í formi fjarveru frá heimili. Eru konur þá handteknar og færðar með valdi til síns heima. Baráttukonur fyrir kvenréttindum í Sádi-Arabíu sæta ofsóknum; handtökum og varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu yfirvalda. Þær hljóta þunga fangelsisdóma og sem dæmi má nefna 11 ára dóm konu fyrir að styðja kvenréttindi á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem yfirvöld flokkuðu sem ósæmilegan. Amnesty á Íslandi hefur vakið athygli á ofsóknum yfirvalda í Sádi-Arabíu sem leiða jafnvel til dauða á meðan þau verji miklum fjármunum í ímyndarherferð til að blekkja umheiminn. Þátttaka konungsríkisins í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er vafalaust mikilvægur hluti af þeirri herferð. Táknmynd kúgunar kvenna stýrir kvennanefnd Ísland hafði ekki beina aðkomu að skipun Sádi-Arabíu til formennskunnar. En við höfum verið mjög gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum m.a. á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar hafa réttindi kvenna verið ofarlega á blaði, t.a.m. í gagnrýni sem utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins leiddi. Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli. - Ég sakna þess að heyra frá íslenskum stjórnvöldum sem eru í betri stöðu en oft áður til að tjá sig um þessi mál, m.a. vegna setu sinnar í mannréttindaráðinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar