Sigur­vegarinn verður með Ís­landi í riðli: Króatar unnu fyrri leikinn gegn Frökkum

Ivan Perisic lagði upp og skoraði síðan sjálfur.
Ivan Perisic lagði upp og skoraði síðan sjálfur. Zvonimir Barisin/Pixsell/MB Media/Getty Images

Króatía vann 2-0 í fyrri leiknum gegn Frakklandi í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Sigurvegari einvígisins verður með Íslandi í riðli í undankeppni HM.

Heimamenn hófu leikinn af miklum krafti og fengu tækifæri til að taka forystuna af vítapunktinum eftir aðeins átta mínútur. Ibrahima Konate fékk boltann þá í höndina. Andrej Kramaric tók spyrnuna en Mike Maignan varði með fætinum og hélt leiknum jöfnum.

Frakkarnir tóku aðeins við sér eftir það og fóru að ógna sjálfir, Kylian Mbappé fékk þeirra besta færi.

Króatar tóku hins vegar forystuna eftir tæpan hálftíma. Ante Budimir stangaði boltann þá í netið eftir fyrirgjöf frá Ivan Perisic. Skömmu fyrir hálfleik var Perisic svo sjálfur á ferðinni, með stórbrotið skot sem söng í netinu.

Frakkar sýndu meiri styrk í seinni hálfleik en Króatar vörðust vel og fengu góða hjálp frá markverðinum Dominik Livakovic við að sigla sigrinum í höfn.

Keppt um undanúrslit og riðil með Íslandi

Seinni leikur einvígisins fer fram næsta mánudag í Frakklandi. Sigurvegarinn heldur svo áfram í undanúrslit og fær einnig sæti í D-riðli undankeppni HM með Íslandi, Úkraínu og Aserbaídjan.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira