Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2025 10:34 Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja nærri því sex hundruð manns liggja í valnum eftir árásir Ísraela sem hófust á nýjan leik á þriðjudaginn. AP/Jehad Alshrafi Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í morgun að Ísraelar muni innlima hluta Gasastrandarinnar. Það verði gert ef leiðtogar Hamas sleppi ekki þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðherrann hefur skipað hernum að hernema einhver hverfi Gasastrandarinnar og hefur Palestínumönnum verið skipað að yfirgefa þessi svæði. Ísraelar sendu á dögunum hermenn inn á Gasaströndina á nýjan leik og hófu umfangsmiklar loftárásir á svæðið, sem hefur þegar orðið verulega illa úti vegna margra mánaða árása og átaka. Nærri því sex hundruð manns liggja í valnum frá því árásir Ísraela hófust aftur í vikunni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Talskona UNICEF sagði að frá því á þriðjudaginn hefðu rúmlega tvö hundruð börn dáið í árásum Ísraela. Áður en vopnahléið tók gildi í janúar höfðu rúmlega 48 þúsund Palestínumenn fallið, samkvæmt áðurnefndu heilbrigðisráðuneyti, sem gerir ekki greinarmun milli borgara og vígamanna. Sjá einnig: Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Ummerki eru á lofti um að þessi áfangi hernaðar Ísraela á Gasaströndinni gæti orðið enn harðneskjulegri. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar og lagt til að rúmar tvær milljónir íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir á brott. Bandaríkjamenn hafa sett enn minni hömlur á Ísraela en gert var í stjórnartíð Joes Biden. Þar að auki er ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, sterkari en áður, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, og þar sem færri gíslar eru á Gasa hefur ísraelski herinn meira athafnafrelsi. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að herinn muni leggja undir sig sífellt stærri hluta Gasastrandarinnar, þar til Hamas sleppi þeim gíslum sem vígamenn samtakanna halda enn. Þessi svæði verði innlimuð í Ísrael.EPA/ABIR SULTAN Ætla að taka meira og meira land Katz sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagðist hafa skipað ísraelska hernum að hernema frekara svæði á Gasaströndinni og vísa íbúum á brott þaðan. Þetta myndi halda áfram þar til gíslunum yrði sleppt. „Svo lengi sem Hamas neitar, munu þeir missa meira og meira land sem bætist við Ísrael,“ sagði í yfirlýsingunni. Hann sagði einnig að umfang aðgerða Ísraela á Gasa myndi aukast og aukast, þar til gíslunum yrði sleppt. Í frétt Times of Israel segir að Katz hafi einnig sagt að Ísraelar myndu beitta íbúa Gasa „hernaðarlegum og borgaralegum þrýstingi“ til að koma í gegn áætlun Trumps um „sjálfviljugan“ brottflutning íbúanna. Trump hefur talað um Bandaríkin taki yfir stjórn Gasastrandinnar og reisi þar „Rivíeru“ Mið-Austurlanda. Ríkisstjórn Trumps hefur ekkert sagt um nýjar árásir Ísraela né það að Ísraelar hafi rift vopnahléssamkomulagi sem Trump hefur stært sig af því að bera ábyrgð á. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa að engu leyti gagnrýnt árásir Ísraela sem sagðar eru hafa banað nokkur hundruð óbreyttum borgurum á undanförnum dögum. Erindrekar Hvíta hússins gerðu tilraun til að eiga í beinum viðræðum við leiðtoga Hamas um gíslana en hættu vegna þess að Ísraelar brugðust reiðir við. Leiðtogar Hamas sagt að þeir muni eingöngu sleppa síðustu gíslunum sem þeir halda, sem eru í raun einu spilin sem þeir halda, í skiptum fyrir fleiri palestínskra fanga í halda Ísrael, varanlegt vopnahlé og það að Ísraelar hörfi frá Gasaströndinni. Ísraelar segjast vera að undirbúa „sjálfviljugan“ brottflutning Palestínumanna frá Gasaströndinni.AP/Jehad Alshrafi Þrátt fyrir umfangsmikil mótmæli gegn ríkisstjórn Netanjahús í Ísrael virðist sem staða ríkisstjórnar hans hafi eingöngu styrkst. Með því að hefja nýja innrás á Gasa hefur forsætisráðherrann styrkt ríkisstjórn sína á nýjan leik. Fjarhægri-flokkar hafa stutt ríkisstjórnina, eftir að hafa slitið tengsl við hana á sínum tíma vegna vopnahlésins. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Þá hefur Netanjahú rekið eða bolað úr embætti nokkrum háttsettum embættismönnum sem hafa gagnrýnt framgöngu hans. Samhliða þessu hefur staða Hamas-samtakanna versnað til muna. Flestir leiðtogar samtakanna liggja í valnum auk þúsunda vígamanna þeirra. Stuðningur Hamas frá Hezbollah í Líbanon og Sýrlandi og klerkastjórninni í Íran er einnig minni en hann var áður og er talið mjög ólíklegt að þessir aðilar muni reyna að koma Hamas til aðstoðar. Þá eru Bandaríkjamenn að gera umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen, sem hafa einnig skotið eldflaugum að Ísrael og skipum á Rauðahafi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við stuðningsfólki Palestínu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Hópurinn mótmælti líka þegar ríkisstjórnin fundaði á þriðjudaginn og kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sprengjuárása Ísraela með tilheyrandi mannfalli á Gasa. 21. mars 2025 10:27 Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt. 18. mars 2025 09:26 Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Yfir 235 eru sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa í nótt en tölurnar byggja á upplýsingum frá sjö heilbrigðisstofnunum á svæðinu. 18. mars 2025 06:28 Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16. mars 2025 07:44 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Ísraelar sendu á dögunum hermenn inn á Gasaströndina á nýjan leik og hófu umfangsmiklar loftárásir á svæðið, sem hefur þegar orðið verulega illa úti vegna margra mánaða árása og átaka. Nærri því sex hundruð manns liggja í valnum frá því árásir Ísraela hófust aftur í vikunni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Talskona UNICEF sagði að frá því á þriðjudaginn hefðu rúmlega tvö hundruð börn dáið í árásum Ísraela. Áður en vopnahléið tók gildi í janúar höfðu rúmlega 48 þúsund Palestínumenn fallið, samkvæmt áðurnefndu heilbrigðisráðuneyti, sem gerir ekki greinarmun milli borgara og vígamanna. Sjá einnig: Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Ummerki eru á lofti um að þessi áfangi hernaðar Ísraela á Gasaströndinni gæti orðið enn harðneskjulegri. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar og lagt til að rúmar tvær milljónir íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir á brott. Bandaríkjamenn hafa sett enn minni hömlur á Ísraela en gert var í stjórnartíð Joes Biden. Þar að auki er ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, sterkari en áður, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, og þar sem færri gíslar eru á Gasa hefur ísraelski herinn meira athafnafrelsi. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að herinn muni leggja undir sig sífellt stærri hluta Gasastrandarinnar, þar til Hamas sleppi þeim gíslum sem vígamenn samtakanna halda enn. Þessi svæði verði innlimuð í Ísrael.EPA/ABIR SULTAN Ætla að taka meira og meira land Katz sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagðist hafa skipað ísraelska hernum að hernema frekara svæði á Gasaströndinni og vísa íbúum á brott þaðan. Þetta myndi halda áfram þar til gíslunum yrði sleppt. „Svo lengi sem Hamas neitar, munu þeir missa meira og meira land sem bætist við Ísrael,“ sagði í yfirlýsingunni. Hann sagði einnig að umfang aðgerða Ísraela á Gasa myndi aukast og aukast, þar til gíslunum yrði sleppt. Í frétt Times of Israel segir að Katz hafi einnig sagt að Ísraelar myndu beitta íbúa Gasa „hernaðarlegum og borgaralegum þrýstingi“ til að koma í gegn áætlun Trumps um „sjálfviljugan“ brottflutning íbúanna. Trump hefur talað um Bandaríkin taki yfir stjórn Gasastrandinnar og reisi þar „Rivíeru“ Mið-Austurlanda. Ríkisstjórn Trumps hefur ekkert sagt um nýjar árásir Ísraela né það að Ísraelar hafi rift vopnahléssamkomulagi sem Trump hefur stært sig af því að bera ábyrgð á. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa að engu leyti gagnrýnt árásir Ísraela sem sagðar eru hafa banað nokkur hundruð óbreyttum borgurum á undanförnum dögum. Erindrekar Hvíta hússins gerðu tilraun til að eiga í beinum viðræðum við leiðtoga Hamas um gíslana en hættu vegna þess að Ísraelar brugðust reiðir við. Leiðtogar Hamas sagt að þeir muni eingöngu sleppa síðustu gíslunum sem þeir halda, sem eru í raun einu spilin sem þeir halda, í skiptum fyrir fleiri palestínskra fanga í halda Ísrael, varanlegt vopnahlé og það að Ísraelar hörfi frá Gasaströndinni. Ísraelar segjast vera að undirbúa „sjálfviljugan“ brottflutning Palestínumanna frá Gasaströndinni.AP/Jehad Alshrafi Þrátt fyrir umfangsmikil mótmæli gegn ríkisstjórn Netanjahús í Ísrael virðist sem staða ríkisstjórnar hans hafi eingöngu styrkst. Með því að hefja nýja innrás á Gasa hefur forsætisráðherrann styrkt ríkisstjórn sína á nýjan leik. Fjarhægri-flokkar hafa stutt ríkisstjórnina, eftir að hafa slitið tengsl við hana á sínum tíma vegna vopnahlésins. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Þá hefur Netanjahú rekið eða bolað úr embætti nokkrum háttsettum embættismönnum sem hafa gagnrýnt framgöngu hans. Samhliða þessu hefur staða Hamas-samtakanna versnað til muna. Flestir leiðtogar samtakanna liggja í valnum auk þúsunda vígamanna þeirra. Stuðningur Hamas frá Hezbollah í Líbanon og Sýrlandi og klerkastjórninni í Íran er einnig minni en hann var áður og er talið mjög ólíklegt að þessir aðilar muni reyna að koma Hamas til aðstoðar. Þá eru Bandaríkjamenn að gera umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen, sem hafa einnig skotið eldflaugum að Ísrael og skipum á Rauðahafi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við stuðningsfólki Palestínu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Hópurinn mótmælti líka þegar ríkisstjórnin fundaði á þriðjudaginn og kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sprengjuárása Ísraela með tilheyrandi mannfalli á Gasa. 21. mars 2025 10:27 Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt. 18. mars 2025 09:26 Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Yfir 235 eru sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa í nótt en tölurnar byggja á upplýsingum frá sjö heilbrigðisstofnunum á svæðinu. 18. mars 2025 06:28 Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16. mars 2025 07:44 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við stuðningsfólki Palestínu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Hópurinn mótmælti líka þegar ríkisstjórnin fundaði á þriðjudaginn og kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sprengjuárása Ísraela með tilheyrandi mannfalli á Gasa. 21. mars 2025 10:27
Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt. 18. mars 2025 09:26
Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Yfir 235 eru sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa í nótt en tölurnar byggja á upplýsingum frá sjö heilbrigðisstofnunum á svæðinu. 18. mars 2025 06:28
Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16. mars 2025 07:44