Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson skrifar 24. mars 2025 08:31 Miklar umræður fara nú fram um forseta Bandaríkjanna ásamt mikilli og harðri gagnrýni. Sú gagnrýni kemur ekki síst fram hjá þeim þjóðum, sem áratugum saman voru í miklu og nánu vináttusambandi við Bandaríkin og litu á bandarísku þjóðina sem foryustuafl hinna lýðræðilegu vestrænu gilda. Sem burðarás sem aldrei myndi bresta. Gagnrýnin – að utan. Hörð er almenna gagnrýnin og stóryrt um Trump. Forðast hins vegar kjarna málsins, Og hver er sá? Hann er einfaldlega sá, að Donald Trump er maðurinn, sem meiri hluti bandarísku þjóðarinnar valdi til þess að fara fyrir sér. Til þess að vera í senn andlit, talsmaður og boðberi sjálfrar bandarísku þjóðarinnar – tala og starfa í hennar nafni. Og öll hin gagnrýna umræða um starfsaðferðir hans , aðferðafræði hans og framkomu hans fer ekki fram meðal bandarísku þjóðarinnar. Þar virðist hann njóta fullkomins stuðnings. Kemst upp með að beita hvers konar stjórnfarslegum aðgerðum án þess að leita heimilda þjóðþingsins, bandarísks réttarfars eða skýrra forsendna laga. Slíkt gerir hann ekki – og ekki verður betur séð en þar njóti hann fulls stuðnings Bandaríkjamanna. Gerbreytt viðhorf Þessi breyttu viðhorf Bandaríkjamanna til gamalla vina og vopnabræðra gerbreyta heimsmyndinni. Í stað vina og samherja líta Bandaríkin nú á þjóðirnar, sem þeim fylgdu og þeir veittu forysty sem óvildarmenn og ræningja, sem refsa beri með óvægnum hætti – tollum, sem hugsaðir eru til að neyða þessa gömlu bandamenn til þess að skila forysturíkinu háum fjárhæðum, sem bandarísk stjórnvöld segjast hafa verið rænd. Samkvæmt aðgerðum og athöfnum Bandaríkjamanna er jafnhliða skorið á þau tengsl, sem ríkt höfðu um sameiginlega afstöðu til annara heimshluta. Meira að segja áratuga gömul samstaða þeirra í vararmálum á að mati Bandaríkjamanna að heyra sögunni til. Þessi gömlu samstarfsríki Bandaríkjanna um varnar- og öryggismál eiga að haldast þeim víðsfjarri. Bandarísk stjórnvöld segja, að slíkir séu bandarískir hagsmunir. Okkar trausta vörn - ótraustust Áratugum saman hefur varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verið traustasta vörn íslensku þjóðarinnar. Þessi samningur byggir á samkvæðum hagsmunum beggja. Þegar Bandaríkin ákváðu að hverfa frá einu meginefni þessa varnarsamnings og kallaði allt varnarlið sitt alfarið heim frá Íslandi þá var það gert þrátt fyrir andmæli islenskra stjórnvalda. Þar réðu Bandaríkjamenn einfaldlega einir ferðinni. Slíkt getur hæglega gerst aftur – telji Bandaríkin vera sér í hag að slæva enn frekar þennan samning. Og hvert liggur þá leið okkar? Til aukins samstarfs við Evrópusambandið segja sumir. Evrópusambandið er í dag allt annað en það Evrópusamband, sem við kynntumst svo vel fyrir 30 árum. Nýjar þjóðir hafa bæst við, sem raunin sýnir að við eigum ekki mikla samleið með fremur en hinar vestrænu evrópsku þjóðirnar. Hitt er svo sérstök saga hvort stefna, vilji og áform bandarísku þjóðarinnar haldast óbreytt hvað sem líður Donald Trump. Því getur enginn svarað nema bandaríska þjóðin sjálf – og þeirri spurningu hefur hún nú þegar svarað fyrir okkar samtíð. Donald Trump kom engum á óvart. Hann gerir það, sem hann sagðist ætla að gera – og ekki verður annað séð en að bandaríska þjóðin hafi stutt hann til allra verka. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Miklar umræður fara nú fram um forseta Bandaríkjanna ásamt mikilli og harðri gagnrýni. Sú gagnrýni kemur ekki síst fram hjá þeim þjóðum, sem áratugum saman voru í miklu og nánu vináttusambandi við Bandaríkin og litu á bandarísku þjóðina sem foryustuafl hinna lýðræðilegu vestrænu gilda. Sem burðarás sem aldrei myndi bresta. Gagnrýnin – að utan. Hörð er almenna gagnrýnin og stóryrt um Trump. Forðast hins vegar kjarna málsins, Og hver er sá? Hann er einfaldlega sá, að Donald Trump er maðurinn, sem meiri hluti bandarísku þjóðarinnar valdi til þess að fara fyrir sér. Til þess að vera í senn andlit, talsmaður og boðberi sjálfrar bandarísku þjóðarinnar – tala og starfa í hennar nafni. Og öll hin gagnrýna umræða um starfsaðferðir hans , aðferðafræði hans og framkomu hans fer ekki fram meðal bandarísku þjóðarinnar. Þar virðist hann njóta fullkomins stuðnings. Kemst upp með að beita hvers konar stjórnfarslegum aðgerðum án þess að leita heimilda þjóðþingsins, bandarísks réttarfars eða skýrra forsendna laga. Slíkt gerir hann ekki – og ekki verður betur séð en þar njóti hann fulls stuðnings Bandaríkjamanna. Gerbreytt viðhorf Þessi breyttu viðhorf Bandaríkjamanna til gamalla vina og vopnabræðra gerbreyta heimsmyndinni. Í stað vina og samherja líta Bandaríkin nú á þjóðirnar, sem þeim fylgdu og þeir veittu forysty sem óvildarmenn og ræningja, sem refsa beri með óvægnum hætti – tollum, sem hugsaðir eru til að neyða þessa gömlu bandamenn til þess að skila forysturíkinu háum fjárhæðum, sem bandarísk stjórnvöld segjast hafa verið rænd. Samkvæmt aðgerðum og athöfnum Bandaríkjamanna er jafnhliða skorið á þau tengsl, sem ríkt höfðu um sameiginlega afstöðu til annara heimshluta. Meira að segja áratuga gömul samstaða þeirra í vararmálum á að mati Bandaríkjamanna að heyra sögunni til. Þessi gömlu samstarfsríki Bandaríkjanna um varnar- og öryggismál eiga að haldast þeim víðsfjarri. Bandarísk stjórnvöld segja, að slíkir séu bandarískir hagsmunir. Okkar trausta vörn - ótraustust Áratugum saman hefur varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verið traustasta vörn íslensku þjóðarinnar. Þessi samningur byggir á samkvæðum hagsmunum beggja. Þegar Bandaríkin ákváðu að hverfa frá einu meginefni þessa varnarsamnings og kallaði allt varnarlið sitt alfarið heim frá Íslandi þá var það gert þrátt fyrir andmæli islenskra stjórnvalda. Þar réðu Bandaríkjamenn einfaldlega einir ferðinni. Slíkt getur hæglega gerst aftur – telji Bandaríkin vera sér í hag að slæva enn frekar þennan samning. Og hvert liggur þá leið okkar? Til aukins samstarfs við Evrópusambandið segja sumir. Evrópusambandið er í dag allt annað en það Evrópusamband, sem við kynntumst svo vel fyrir 30 árum. Nýjar þjóðir hafa bæst við, sem raunin sýnir að við eigum ekki mikla samleið með fremur en hinar vestrænu evrópsku þjóðirnar. Hitt er svo sérstök saga hvort stefna, vilji og áform bandarísku þjóðarinnar haldast óbreytt hvað sem líður Donald Trump. Því getur enginn svarað nema bandaríska þjóðin sjálf – og þeirri spurningu hefur hún nú þegar svarað fyrir okkar samtíð. Donald Trump kom engum á óvart. Hann gerir það, sem hann sagðist ætla að gera – og ekki verður annað séð en að bandaríska þjóðin hafi stutt hann til allra verka. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun