Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar 25. mars 2025 09:32 Um íslenska lögsögu sjást stundum á vappi skip í laumi siglandi í kringum innviðina okkar. Þau gera þetta til að senda skilaboð. Skilaboð um að þau geti það. Þessi sami rússneski skuggafloti hefur nú þegar valdið skemmdum á sæstrengjum í Eystrasaltinu. Siglingar þessar nálægt íslandi hafa miðað mikið við svæði sem við vitum að tengjast innviðum okkar neðansjávar en þó alltaf utan landhelgi okkar til þess að ögra örugglega en stíga ekki alveg yfir línuna, allavega ekki í bili. Því telst það mikið gleðiefni að Utanríkisráðherra hafi boðað auknar fjárfestingar í vörnum Íslands nú síðast með kaupum á ómönnuðum eftirlitskafbátum. Þetta er einmitt til þess gert að geta betur fylgst með þessum skipum sem eru iðulega að gefa upp ragnar staðsetningar og við getum þannnig betur tryggt fjarskiptaöryggi Íslands. Þó deila ekki allir þessari skoðun minni og sumir sem líta á hvers kyns fjárfestingu í öryggi á Íslandi sem ögrun og stigmögnun af hálfu okkar í garð þessa ríkis sem hefur ekkert gert af sér annað en að ráðast inn í fullvalda ríki. Þó meirihluti þeirra séu ársgamlir, vina- og myndafáir Facebook aðgangar eru einhverjir raunverulegir einstaklingar sem hafa áhyggjur af þessu og vilja ekki sjá krónu af sínu skattfé fara til öryggis- og varnarmála. Vilja þau samt að Íslands sé varnarlaust? Í flestum tilfellum nei, þau vilja bara að aðrir sjái um það og telja að allar aðgerðir af okkar hálfu geri okkur að hernaðarlegu skotmarki. Varnir Íslands byggja enn þá á veru okkar í NATO og tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin. Skoðanakannanir sýna að allflestir Íslendingar eru sáttir með og vilja halda þessu fyrirkomulagi áfram. Við viljum og gerum ráð fyrir að vina- og bandalagsþjóðir okkar komi okkur til varnar en virðumst óþarflega treg til að byggja upp og hvað þá fjármagna einhverja þá innviði sem þyrfti að styðjast við ef til þess kæmi. Við krefjumst þess, ef til þess kæmi, að bandarískar fjölskyldur sendi hingað börnin sín með líf sitt að veði til þess að heyja stríð í þágu fullveldis íslenskrar þjóðar en guð má vita að við ætlum ekki að kaupa byssukúlurnar handa þeim. Til þeirra sem óttast stigmögnun og hervæðingu vil ég fullvissa að ómannaðir neðansjávar drónar gera okkur ekki að merkilegra skotmarki en án þeirra. Ekki frekar en ratsjárstöðvarnar eða þyrlur Landhelgisgæslunar. Ef við erum skotmark ákveðinna aðila, þá eru slíkir aðilar óvinir, og tilvist óvinanna er ástæða fyrir vörnum. Varnirnar sjálfar eru þannig ekki að búa til óvinina, heldur að bregðast við tilvist þeirra. Það er tími kominn til að draga hausinn upp úr sandinum. Við verðum að vera virkari þátttakendur í eigin vörnum og verðugir bandamenn, nema stefnan okkar eigi einfaldlega að vera sú að bandamenn okkar megi deyja svo að við þurfum þess ekki. Ég spyr mig hvaða bandamenn ættu að samþykkja þau hlutskipti. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Um íslenska lögsögu sjást stundum á vappi skip í laumi siglandi í kringum innviðina okkar. Þau gera þetta til að senda skilaboð. Skilaboð um að þau geti það. Þessi sami rússneski skuggafloti hefur nú þegar valdið skemmdum á sæstrengjum í Eystrasaltinu. Siglingar þessar nálægt íslandi hafa miðað mikið við svæði sem við vitum að tengjast innviðum okkar neðansjávar en þó alltaf utan landhelgi okkar til þess að ögra örugglega en stíga ekki alveg yfir línuna, allavega ekki í bili. Því telst það mikið gleðiefni að Utanríkisráðherra hafi boðað auknar fjárfestingar í vörnum Íslands nú síðast með kaupum á ómönnuðum eftirlitskafbátum. Þetta er einmitt til þess gert að geta betur fylgst með þessum skipum sem eru iðulega að gefa upp ragnar staðsetningar og við getum þannnig betur tryggt fjarskiptaöryggi Íslands. Þó deila ekki allir þessari skoðun minni og sumir sem líta á hvers kyns fjárfestingu í öryggi á Íslandi sem ögrun og stigmögnun af hálfu okkar í garð þessa ríkis sem hefur ekkert gert af sér annað en að ráðast inn í fullvalda ríki. Þó meirihluti þeirra séu ársgamlir, vina- og myndafáir Facebook aðgangar eru einhverjir raunverulegir einstaklingar sem hafa áhyggjur af þessu og vilja ekki sjá krónu af sínu skattfé fara til öryggis- og varnarmála. Vilja þau samt að Íslands sé varnarlaust? Í flestum tilfellum nei, þau vilja bara að aðrir sjái um það og telja að allar aðgerðir af okkar hálfu geri okkur að hernaðarlegu skotmarki. Varnir Íslands byggja enn þá á veru okkar í NATO og tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin. Skoðanakannanir sýna að allflestir Íslendingar eru sáttir með og vilja halda þessu fyrirkomulagi áfram. Við viljum og gerum ráð fyrir að vina- og bandalagsþjóðir okkar komi okkur til varnar en virðumst óþarflega treg til að byggja upp og hvað þá fjármagna einhverja þá innviði sem þyrfti að styðjast við ef til þess kæmi. Við krefjumst þess, ef til þess kæmi, að bandarískar fjölskyldur sendi hingað börnin sín með líf sitt að veði til þess að heyja stríð í þágu fullveldis íslenskrar þjóðar en guð má vita að við ætlum ekki að kaupa byssukúlurnar handa þeim. Til þeirra sem óttast stigmögnun og hervæðingu vil ég fullvissa að ómannaðir neðansjávar drónar gera okkur ekki að merkilegra skotmarki en án þeirra. Ekki frekar en ratsjárstöðvarnar eða þyrlur Landhelgisgæslunar. Ef við erum skotmark ákveðinna aðila, þá eru slíkir aðilar óvinir, og tilvist óvinanna er ástæða fyrir vörnum. Varnirnar sjálfar eru þannig ekki að búa til óvinina, heldur að bregðast við tilvist þeirra. Það er tími kominn til að draga hausinn upp úr sandinum. Við verðum að vera virkari þátttakendur í eigin vörnum og verðugir bandamenn, nema stefnan okkar eigi einfaldlega að vera sú að bandamenn okkar megi deyja svo að við þurfum þess ekki. Ég spyr mig hvaða bandamenn ættu að samþykkja þau hlutskipti. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun