Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar 25. mars 2025 12:02 Líkt og flestir sem ná langt í rannsóknum býr Magnús Karl yfir óbilandi löngun til að skilja sem best hvað hefur áhrif á starfsemi lífvera og gangvirki samfélagsins. Hann gerði árs hlé á námi sínu sem læknanemi til að leggja stund á grunnrannsóknir á rannsóknarstofu. Ferill hans í klínískri læknisfræði var stuttur. Hann ákvað tiltölulega fljótt að loknu sérnámi í blóðmeinafræði við National Institutes of Health í BNA að helga sig rannsóknum og kennslu. Það er ekki öllum lagið sem kafa djúpt í flókin kerfi að deila þekkingarleitinni þannig með samstarfsfólki og nemum að þau vilji flest kafa dýpra og vita meira. Magnús Karl hefur allt frá því að hann kom fyrst að kennslu átt einkar auðvelt með að hrífa nemendur með sér og kveikja hjá þeim áhuga á vísindum og miðlun þekkingar. Honum er einnig umhugað um velferð nemenda og hann býr að margs konar lífsreynslu sem hefur mótað hann og auðveldað honum að setja sig í spor þeirra sem til hans leita. Ég hygg að ofangreint skýri vel hve mikinn og breiðan stuðning hann hlaut meðal starfsfólks og nemenda í fyrri umferð rektorskjörs. Magnús Karl var ungur að árum þegar hann fór endurtekið að fá verðlaun á þingum fyrir skýra framsetningu á rannsóknum, verðlaun frá nemum sem hann kenndi í sérnámi og síðar læknanemum við Háskóla Íslands og loks verðlaun fyrir árangur í rannsóknum. Áhugi hans á rannsóknarinnviðum og farsælli fjármögnun þeirra er svo sannarlega ekki nýtilkominn. Hann hefur síðasta aldarfjórðung endurtekið tekið þátt í umræðu um eflingu vísinda hér á landi á opinberum vettvangi og innan háskólasamfélagsins. Hann sat til dæmis í starfshópi árið 2003 sem skilaði tillögum um leiðir til að efla fjármögnun rannsóknarinnviða hér á landi. Of fátt af því sem þar var reifað hefur náð fram að ganga þótt rúmir tveir áratugir séu liðnir, en annað gekk hins vegar eftir og leiddi til mikilvægra umbóta. Á síðustu árum hefur verið dregið úr fjármögnun innlendra samkeppnissjóða en fjármögnun nýsköpunar hjá einkafyrirtækjum hefur margfaldast. Innlendu samkeppnissjóðirnir skapa vettvang fyrir rannsóknir doktorsnema, nýdoktora og reyndari rannsakenda. Auk þess að leggja þannig grunninn að þróun mikilvægra fræðasviða hér á landi, hafa styrkir úr þeim verið mikilvæg forsenda fyrir stofnun og þróun margra nýsköpunarfyrirtækja hér á landi á síðustu árum. Háskóli Íslands þarf öflugan málsvara vísinda og menntunar. Ég kýs Magnús Karl sem rektor og treysti honum best til að leiða samtalið um hlutverk og mikilvægi Háskólans við almenning og stjórnmálafólk. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Líkt og flestir sem ná langt í rannsóknum býr Magnús Karl yfir óbilandi löngun til að skilja sem best hvað hefur áhrif á starfsemi lífvera og gangvirki samfélagsins. Hann gerði árs hlé á námi sínu sem læknanemi til að leggja stund á grunnrannsóknir á rannsóknarstofu. Ferill hans í klínískri læknisfræði var stuttur. Hann ákvað tiltölulega fljótt að loknu sérnámi í blóðmeinafræði við National Institutes of Health í BNA að helga sig rannsóknum og kennslu. Það er ekki öllum lagið sem kafa djúpt í flókin kerfi að deila þekkingarleitinni þannig með samstarfsfólki og nemum að þau vilji flest kafa dýpra og vita meira. Magnús Karl hefur allt frá því að hann kom fyrst að kennslu átt einkar auðvelt með að hrífa nemendur með sér og kveikja hjá þeim áhuga á vísindum og miðlun þekkingar. Honum er einnig umhugað um velferð nemenda og hann býr að margs konar lífsreynslu sem hefur mótað hann og auðveldað honum að setja sig í spor þeirra sem til hans leita. Ég hygg að ofangreint skýri vel hve mikinn og breiðan stuðning hann hlaut meðal starfsfólks og nemenda í fyrri umferð rektorskjörs. Magnús Karl var ungur að árum þegar hann fór endurtekið að fá verðlaun á þingum fyrir skýra framsetningu á rannsóknum, verðlaun frá nemum sem hann kenndi í sérnámi og síðar læknanemum við Háskóla Íslands og loks verðlaun fyrir árangur í rannsóknum. Áhugi hans á rannsóknarinnviðum og farsælli fjármögnun þeirra er svo sannarlega ekki nýtilkominn. Hann hefur síðasta aldarfjórðung endurtekið tekið þátt í umræðu um eflingu vísinda hér á landi á opinberum vettvangi og innan háskólasamfélagsins. Hann sat til dæmis í starfshópi árið 2003 sem skilaði tillögum um leiðir til að efla fjármögnun rannsóknarinnviða hér á landi. Of fátt af því sem þar var reifað hefur náð fram að ganga þótt rúmir tveir áratugir séu liðnir, en annað gekk hins vegar eftir og leiddi til mikilvægra umbóta. Á síðustu árum hefur verið dregið úr fjármögnun innlendra samkeppnissjóða en fjármögnun nýsköpunar hjá einkafyrirtækjum hefur margfaldast. Innlendu samkeppnissjóðirnir skapa vettvang fyrir rannsóknir doktorsnema, nýdoktora og reyndari rannsakenda. Auk þess að leggja þannig grunninn að þróun mikilvægra fræðasviða hér á landi, hafa styrkir úr þeim verið mikilvæg forsenda fyrir stofnun og þróun margra nýsköpunarfyrirtækja hér á landi á síðustu árum. Háskóli Íslands þarf öflugan málsvara vísinda og menntunar. Ég kýs Magnús Karl sem rektor og treysti honum best til að leiða samtalið um hlutverk og mikilvægi Háskólans við almenning og stjórnmálafólk. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun