Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 25. mars 2025 10:30 Í ákærunni segir að bíl mannanna hafi verið ekið að Gróttuvita en síðan snúið við. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsisviptingu og tilraun til ráns í því skyni að afa verðmæti af fórnarlambi þeirra. Mennirnir, sem eru tveir á fimmtugsaldri og einn á þrítugsaldri, eru sagðir hafa framið þessi meintu brot sín í Reykjavík og reyndar líka á Seltjarnarnesi. Í ákæru, sem er birt í Lögbirtingablaðinu, segir að sunnudagskvöldið 14. júní 2020 hafi yngsti árásarmaðurinn hringt í fórnarlamb þeirra, annan mann, og mælt sér mót við hann við heimili hans í miðbænum. Þar hafi ungi árásarmaðurinn reynt að fá hinn manninn inn í bíl, en hann hörfað. Ungi árásarmaðurinn og einn þeirra eldri hafi þá náð honum á hlaupum, veist að honum með ofbeldi og sparkað í hann liggjandi. Sá ungi er sagður hafa slegið hann með felgulykli og síðan hafi þeir neytt manninn í bílinn gegn vilja hans. Þriðji árásarmaðurinn mun hafa ekið bílnum að Gróttuvita, en þar var henni snúið við. Ógeðfelldar lýsingar Á meðan ökuferðinni stóð mun annar eldri árásarmannanna hafa veitt manninum ítrekuð hnefahögg, og högg og stungur með felgulykli. Árásarmennirnir eru sagðir hafa krafist þess að maðurinn myndi greiða þeim peninga innan mánaðar. Þá hafi þeir hótað manninum því að líf hans væri í hættu ef hann leitaði til lögreglunnar. Bíllinn mun að endingu hafa verið stöðvaður af lögreglu í Tryggvagötu. Í ákæru segir að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið ýmsa áverka víðs vegar um líkamann, meðal annars „marbletti, eymsl og kúlur yfir hægra auga, skurð framan við og ofan við vinstra eyra sem þurfti að sauma.“ Þess er krafist fyrir hans hönd að mennirnir þrír greiði honum 1,5 milljónir króna í miskabætur. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Í ákæru, sem er birt í Lögbirtingablaðinu, segir að sunnudagskvöldið 14. júní 2020 hafi yngsti árásarmaðurinn hringt í fórnarlamb þeirra, annan mann, og mælt sér mót við hann við heimili hans í miðbænum. Þar hafi ungi árásarmaðurinn reynt að fá hinn manninn inn í bíl, en hann hörfað. Ungi árásarmaðurinn og einn þeirra eldri hafi þá náð honum á hlaupum, veist að honum með ofbeldi og sparkað í hann liggjandi. Sá ungi er sagður hafa slegið hann með felgulykli og síðan hafi þeir neytt manninn í bílinn gegn vilja hans. Þriðji árásarmaðurinn mun hafa ekið bílnum að Gróttuvita, en þar var henni snúið við. Ógeðfelldar lýsingar Á meðan ökuferðinni stóð mun annar eldri árásarmannanna hafa veitt manninum ítrekuð hnefahögg, og högg og stungur með felgulykli. Árásarmennirnir eru sagðir hafa krafist þess að maðurinn myndi greiða þeim peninga innan mánaðar. Þá hafi þeir hótað manninum því að líf hans væri í hættu ef hann leitaði til lögreglunnar. Bíllinn mun að endingu hafa verið stöðvaður af lögreglu í Tryggvagötu. Í ákæru segir að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið ýmsa áverka víðs vegar um líkamann, meðal annars „marbletti, eymsl og kúlur yfir hægra auga, skurð framan við og ofan við vinstra eyra sem þurfti að sauma.“ Þess er krafist fyrir hans hönd að mennirnir þrír greiði honum 1,5 milljónir króna í miskabætur.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira