„Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2025 10:32 Sindri Kristinn verður í marki Keflvíkinga í sumar. vísir/ívar Sindri Kristinn Ólafsson segist vera stoltur af tíma sínum í FH og ákvörðunin að yfirgefa klúbbinn hafi verið erfið. FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagaskipti markvarðarins og er hann á leiðinni aftur í uppeldisfélagið. Sindri Kristinn er 28 ára gamall og kom til FH frá Keflavík fyrir 2023 tímabilið. Hann spilaði 20 leiki með FH í Bestu deildinni 2023 og 23 leiki í Bestu deildinni í fyrra. „Ég hugsaði mikið um það hvort maður vildi halda sér í efstu deild og auðvitað vildi maður það en Keflavík var eina liðið sem kæmi til greina ef ég væri að fara stíga skref aftur á bak,“ segir Sindri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er rétt búinn að ná viku með liðinu og við erum aðeins að reyna slípa okkur saman. Við eigum eftir að taka betri fund allir saman og sjá síðan hver markmiðin eru en ég ætla nú að fá að gefa það út og held að það sé þannig að liðið stefni upp.“ Keflavíkurliðið var einum leik frá því að komast upp í Bestu deildina í fyrra en liðið tapaði úrslitaleik um sætið á móti Aftureldingu. Verðum bara að vinna deildina „Það er gríðarlega erfitt að komast upp úr þessari deild því það er bara eitt lið sem fer beint upp og síðan þarft þú að fara í hörku úrslitakeppni. Ég fór nú á þennan leik Keflavík Afturelding í fyrra og sagði nú þá að Keflavík þyrfti bara að drullast til að vinna deildina til að þurfa ekki að standa í þessu, þó þetta hafi verið mjög gaman að fara á Laugardalsvöllinn og horfa á þennan leik, en liðið vill fyrst og fremst bara fara beint upp.“ Síðasta sumar fékk Sindri á sig 39 mörk í 23 leikjum og hélt marki sínu þrisvar hreinu. Hann fékk á sig töluverða gagnrýni á tíma sínum hjá FH og gekk Mathias Rosenörn gekk í raðir FH í byrjun síðasta mánaðar og var þá ljóst að Sindri yrði varamarkvörður í sumar. „Ég er alveg ofboðslega stoltur af því að fengið tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins sem FH er og sakna mjög mikið þess fólks og klúbbsins. En þetta var auðvitað upp og niður tími hjá mér og ég er fullmeðvitaður um það sjálfur. En ég kannski horfi öðruvísi á þetta. Fyrsta tímabilið hjá mér horfi ég á sem ekki nægilega gott. Það er mjög kaflaskipt hjá mér sjálfum en við endum það ágætlega eftir mjög erfitt tímabil árinu á undan hjá FH. En seinna tímabilið horfi ég á fínasta tímabil hjá sjálfum mér og er mjög stoltur af því en þetta fer auðvitað í hausinn á manni, gagnrýnisraddir,“ segir Sindri og heldur áfram. „En það er gott fólk í Krikanum og t.d. má nefna Davíð Viðarsson sem bakkaði mig mikið upp og talaði mikið um það að maður ætti ekki að vera að hlusta á þetta. Ég er líka orðinn reynslumikill leikmaður og maður lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað maður á ekki að hlusta á.“ Lengjudeild karla Besta deild karla Keflavík ÍF FH Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagaskipti markvarðarins og er hann á leiðinni aftur í uppeldisfélagið. Sindri Kristinn er 28 ára gamall og kom til FH frá Keflavík fyrir 2023 tímabilið. Hann spilaði 20 leiki með FH í Bestu deildinni 2023 og 23 leiki í Bestu deildinni í fyrra. „Ég hugsaði mikið um það hvort maður vildi halda sér í efstu deild og auðvitað vildi maður það en Keflavík var eina liðið sem kæmi til greina ef ég væri að fara stíga skref aftur á bak,“ segir Sindri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er rétt búinn að ná viku með liðinu og við erum aðeins að reyna slípa okkur saman. Við eigum eftir að taka betri fund allir saman og sjá síðan hver markmiðin eru en ég ætla nú að fá að gefa það út og held að það sé þannig að liðið stefni upp.“ Keflavíkurliðið var einum leik frá því að komast upp í Bestu deildina í fyrra en liðið tapaði úrslitaleik um sætið á móti Aftureldingu. Verðum bara að vinna deildina „Það er gríðarlega erfitt að komast upp úr þessari deild því það er bara eitt lið sem fer beint upp og síðan þarft þú að fara í hörku úrslitakeppni. Ég fór nú á þennan leik Keflavík Afturelding í fyrra og sagði nú þá að Keflavík þyrfti bara að drullast til að vinna deildina til að þurfa ekki að standa í þessu, þó þetta hafi verið mjög gaman að fara á Laugardalsvöllinn og horfa á þennan leik, en liðið vill fyrst og fremst bara fara beint upp.“ Síðasta sumar fékk Sindri á sig 39 mörk í 23 leikjum og hélt marki sínu þrisvar hreinu. Hann fékk á sig töluverða gagnrýni á tíma sínum hjá FH og gekk Mathias Rosenörn gekk í raðir FH í byrjun síðasta mánaðar og var þá ljóst að Sindri yrði varamarkvörður í sumar. „Ég er alveg ofboðslega stoltur af því að fengið tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins sem FH er og sakna mjög mikið þess fólks og klúbbsins. En þetta var auðvitað upp og niður tími hjá mér og ég er fullmeðvitaður um það sjálfur. En ég kannski horfi öðruvísi á þetta. Fyrsta tímabilið hjá mér horfi ég á sem ekki nægilega gott. Það er mjög kaflaskipt hjá mér sjálfum en við endum það ágætlega eftir mjög erfitt tímabil árinu á undan hjá FH. En seinna tímabilið horfi ég á fínasta tímabil hjá sjálfum mér og er mjög stoltur af því en þetta fer auðvitað í hausinn á manni, gagnrýnisraddir,“ segir Sindri og heldur áfram. „En það er gott fólk í Krikanum og t.d. má nefna Davíð Viðarsson sem bakkaði mig mikið upp og talaði mikið um það að maður ætti ekki að vera að hlusta á þetta. Ég er líka orðinn reynslumikill leikmaður og maður lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað maður á ekki að hlusta á.“
Lengjudeild karla Besta deild karla Keflavík ÍF FH Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti